Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 12
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 Nýgengi krabbameinsins jókst um 70% en dánartíðni aðeins um 6%. Einungis 23% nýgengisaukningarinnar skýrðust af Tlc æxlum (klínískt ógreinanleg en finnast vegna PSA-hækkunar), 40% stöfuðu af T2 meinum (staðbundin en klínískt greinanleg) og 28% af sjúkdómi á stigi III (staðbundinn útvöxtur) eða IV (meinvörp). Sjúklingar með T2 æxli höfðu 72% tíu ára lifun og nær þrefalda áhættu á dauða miðað við Tlc. Alyktanir: A því 16 ára tímabili sem var til skoðunar nálgaðist tíðni PSA-mælinga það sem hæst þekkist í heiminum og ný- gengi sjúkdómsins jókst verulega. Aðeins þriðjungur nýgengi- saukningarinnar stafaði af meinlitlum formum sjúkdómsins sem hugsanlega má álíta ofgreiningar. Afgangurinn voru alvar- legri tilfelli sem flest voru þó enn á læknanlegu stigi. E-14 Samanburður á krufningagreindum nýrnafrumu- krabbameinum og þeim sem greinast fyrir tilviljun í sjúk- lingum á lífi Árirnnn Jónsson1, Sverrir Harðarson1-2, Vigdís Pétursdóttir2, Helga Björk Pálsdóttir', Eiríkur Jónsson1-1, Guðmundur Vikar Einarsson3, Tómas Guðbjartsson1-3 'Læknadeild Háskóla fslands, 2rannsóknarstofu í meinafræði, ’þvagfæra- skurðdeild Landspítala arjT@hi.is Inngangur: Krufningagreind nýmafrumukrabbamein eru æxli sem greinast við krufningu hjá sjúklingum sem fyrir andlát hafa ekki þekkt einkenni sjúkdómsins. Segja má að um nokkurs konar tilviljunargreiningu sé að ræða en hugtakið tilviljunargreining er þó eingöngu notað um æxli sem greinast án einkenna í sjúkling- um á lífi, oftast vegna myndrannsókna á óskyldum sjúkdómum í kviðarholi. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman þessi einkennalausu æxli á 35 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á gagnagrunni sem inniheldur alla sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein sem greindust 1971-2005. Upplýsingar fengust úr gagnagrunni rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala, Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands og sjúkraskrám Landspítala. Öll æxlin voru stiguð skv. TNM-stigunarkerfi og vefjasýni end- urskoðuð. Hóparnir voru bornir saman miðað við aldur, kyn, stærð, stigun, gráðun og vefjagerð. Niðurstöður: Alls greindust 110 sjúklingar við krufningu og 913 á lífi, þar af 255 fyrir tilviljun, oftast vegna ómskoðunar (29%) eða tölvusneiðmyndar (26,7%) á óskyldum sjúkdómum í kviðarholi. Samanburður hópanna er sýndur í töflu I. Þeir sem greindust við krufningu voru marktækt eldri en hinir en æxlin voru hins vegar marktækt minni og munaði 1,7 cm. Auk þess voru þau á lægri stigum og gráðum en tilviljanagreindu æxlin. Totufrumugerð (papillary RCC) var hlutfallslega algengari í krufningagreinda hópnum en tærfrumugerð (clear cell RCC) sjaldgæfari. Alyktun: Krufninga- og tilviljanagreind nýrnafrumukrabba- mein eiga margt sameiginlegt í samanburði við einkennagreind nýrnafrumukrabbamein, enda bæði greind í sjúklingum sem ekki hafa einkenni sjúkdómsins. Sjúklingar í krufningagreinda hópnum eru eldri og sjúkdómurinn á heldur lægri stigum og gráðum en fyrir sjúklinga sem greinast fyrir tilviljun á lífi. Tafla I. (n, % í sviga) Krufningagreining (n=110) Tilviljunagreining (n=255) p-gildi Meöalaldur 74,4 65,6 <0,0001 Kynjahlutfall (kk/kvk) 1,6 1,6 0.98 Vinstri aaxli 50 (45,5) 106 (41,6) 0.49 Meóalstærð (cm) 3,7 5,4 <0,0001 Gráöun l+ll 91 (85,1) 181 (75,4) <0,04 lll+IV 16(14,9) 59 (24,6) Stigun l+li 94 (87,9) 175 (68,7) p=0.0001 lll+IV 13(12,1) 80 (31,3) Veflagerð Tærfrumugerö 80 (74,1) 214 (89,2) <0,0001 Totufrumugerö 23 (21,3) 23 (9,6) <0,0001 Litfælugerö 3 (2,8) 1 (0,4) <0,0001 E-15 Góðkynja stækkun á hvekk, breytingar á meðferð og ábendingum fyrir aðgerðir Hermann Páll Sigbjarnarson, Jens K. Guðmundsson, Guðmundur Geirsson Þvagfæraskurðdeild Landspítala hermann@landspitali. is Inngangur: Með tilkomu lyfjameðferðar við góðkynja stækkun blöðruhálskirtils (BPH) hafa orðið töluverðar breytingar hér- lendis á meðferð við þessum algenga kvilla. Tvær rannsóknir hafa áður verið gerðar hér á landi, sú fyrri tók til áranna 1988- 2000 og sú seinni 2001-2002. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hver þróunin hefur orðið á árunum 2003-2005 og bera saman við niðurstöður fyrri rannsókna. Efniviður: Safnað var upplýsingum úr sjúkraskrám allra sjúk- linga sem fóru í aðgerð á Landspítala vegna BPH á árunum 2003-2005. Skoðaðar voru m.a. ábendingar fyrir aðgerð, lyfja- notkun, legutími, magn vefjar, aukaverkanir og tíðni endur- aðgerða. Einnig voru upplýsingar fegnar frá Lyfjastofnun um lyfjanotkun vegna BPH á sama tímabili. Niðurstöður: Á undanfömum tuttugu árum hafa orðið miklar breytingar á meðferð BPH á íslandi. Fjöldi aðgerða (TURP, transurethral resection of prostate) hafa dregist saman, frá um 600 aðgerðum á landinu á árinu 1992 niður í 150 aðgerðir árið 2002 á Landspítala. Aðgerðimar voru 173 á árinu 2005. Á sama tíma hefur ársskömmtum lyfja við BPH (cc-1 antagonistar og 5 a-redúktasar) aukist statt og stöðugt frá því að því þeir komu á markað hér á landi árið 1992. Aukningin hefur verið nokkuð hröð, árið 1998 voru ársskammtarnir 1200, 2002 voru þeir 2000 og 2005 voru þeir 2596. Hlutsfallsleg aukning hefur orðið á þeim algeru ábendingum fyrir aðgerð, aukist úr 41% 1989, í 56% 2000 og 59% 2005. Ályktun: Svo virðist sem jafnvægi sé að komast á með fjölda aðgerða vegna BPH á meðan lyfjanotkun heldur enn áfram að aukast töluvert. Stöðugt fleiri sjúklingar fara í TURP aðgerð vegna algera ábendinga. 12 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.