Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Síða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Síða 22
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 Ágrip veggspjalda V-01 Staðbundinn æxlisvöxtur með uppruna í fleiðru á íslandi Tryggvi Þorgeirsson', Helgi J. ísaksson2, Hrönn Harðardóttir3, Hörður Alfreðsson4, Tómas Guðbjartsson1'4 'Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3lungna- deild og 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala tryggvt@hi.is Inngangur: Æxlisvöxtur upprunninn í fleiðru getur verið stað- bundinn eða útbreiddur um himnuna. Æxli af fyrmefndu gerð- inni nefnast á ensku Solitary Fibrous Tumors of the Pleura (SFTP) en um 20% þeirra eru illkynja og draga þá þriðjung sjúklinga til dauða. Algengari og betur rannsökuð eru mesothelioma, sem vaxa með dreifðum hætti, tengjast útsetningu fyrir asbesti og hafa nær 100% dánarhlutfall. Markmið rannsóknarinnar er að nýta hagstæðar aðstæður hér á landi til lýðgrundaðrar (e. po- pulation-based) úttektar á SFTP og ákvarða nýgengi sjúkdóms- ins sem hingað til hefur ekki verið þekkt. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og feng- ust upplýsingar um sjúklinga með SFTP úr sjúkragögnum og skrám rannsóknarstofu í meinafræði. Vefjafræði æxlanna var yfirfarin af meinafræðingi. Til samanburðar voru upplýs- ingar um nýgengi mesothelioma sóttar til Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands. Niðurstöður: Alls greindust 11 sjúklingar með SFTP á tímabilinu (8 konur og 3 karlar, meðalaldur 60 ár) en 35 með mesothelioma (4 konur og 31 karl, meðalaldur 68 ár). Árlegt aldursstaðlað ný- gengi SFTP og mesothelioma er því 1,4 og 4,0 af 1.000.000 (95% ör- yggisbil 0,69-2,5 og 2,6-5,4). Aðeins 3 sjúklingar með SFTP höfðu einkenni af sjúkdómnum en hinir greindust fyrir tilviljun. Allir sjúklingarnir voru meðhöndlaðir með brottnámi æxlis í opinni aðgerð utan einn sem greindist við krufningu. Engir alvarlegir fylgikvillar komu upp í eða eftir aðgerð. Endurkoma sjúkdóms- ins hefur ekki verið skráð í neinu tilfelli og enginn sjúklinganna látist úr sjúkdómnum (miðgildi eftirfylgni 70 mán.). Ályktanir: Á 24ra ára tímabili greindust hér á landi 46 tilfelli æxlisvaxtar með uppruna í fleiðru. Fjórðungur þeirra voru stað- bundin SFTP æxli sem í öllum tilvikum sýndu af sér góðkynja klíníska hegðun og vefjagerð. Þótt um sé að ræða litla rann- sókn og fá tilfelli er þetta fyrsta lýðgrundaða rannsóknin sem vitað er um á SFTP og gefur hún nýgengið á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. V-02 Þrívíddarlíkan af mjúkvefjaæxli í hnésbót og nær- liggjandi vefjum Eypór Örn Jónsson', Paolo Garguilo2, Hildur Einarsdóttir3, Halldór Jónsson jr1,4 'Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknar- og þróunarstofu, 3myndgrein- ingardeild, 4bæklunarskurðdeild Landspítala eythororn@gmail.is Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að skapa þrívíddarlíkan af mjúkvefjaæxli í hnésbót ásamt nærliggjandi vefjum og meta hvort líkanið gagnaðist við undirbúning á brottnámi æxlisins. Efniviður og aðferðir: Sjúklingurinn er áður hraustur 41 árs gamall karlmaður sem gekkst undir segulómskoðun vegna verkja í hné og greindist þá með mjúkvefjaæxli djúpt í hnésbót- inni. Hefðbundnar segulómmyndir eru of grófar til að gera þrívíddarlíkön út frá og því var gerð sérstök segulómskoðun með þynnri og þéttari sneiðum. Út frá þeirri rannsókn voru vefir hnésbótarinnar einangraðir og endurbyggðir með mynd- vinnsluforritinu MIMICS (útgáfa 11.11). Niðurstöður:Vel gekk að einangra og endurbyggja þá vefi í hnésbótinni sem skiptu máli með tilliti til brottnáms á æxlinu; lærbein, vöðva, æðar og taugar. í MIMICS er hægt að skoða þrívíddarlíkanið út frá öllum sjónarhornum og birta og fjarlægja mismunandi vefi að vild. Einnig var gert haldbært gipsmódel. Við aðgerðina kom í ljós að líkanið spáði mjög vel fyrir um legu æxlisins og kringliggjandi líffæri. Ályktun: Þrívíddarlíkön hafa reynst gagnleg við undirbúning ýmissa aðgerða, meðal annars á beinum. Líkangerð af mjúk- vefjaæxlum er erfiðari og þau hafa ekki náð mikilli útbreiðslu. Þau gætu hins vegar verið gagnleg viðbót við hefðbundna myndgreiningu til undirbúnings aðgerða á krefjandi svæðum þar sem sem mjúkvefir koma við sögu, svo sem í hnésbót- inni. Þrívíddarlíkön sýna afstöðu vefja með skýrum hætti og það er fljótlegra og auðveldara að átta sig á þeim heldur en hefðbundinni tvívíðri framsetningu á myndgreininargögnum. Reynslan sem fékkst með gerð þessa þrívíddarlíkans lofar góðu og þrívíddarlíkön af mjúkvefjum geta án efa nýst í öðrum sér- greinum. V-03 Sjálfsprottið loftbrjóst báðum megin samtímis vegna lungnameinvarpa eistnakrabbameins. - Sjúkratilfelli af Landspítala Gígja Guðbrandsdóttir', Ásgerður Sverrisdóttir2, Adolf Þráinsson3, Guðmundur Vikar Einarsson1, Tómas Guðbjartsson4-5 'Þvagfæraskurðdeild, 2krabbameinslækningadeild, 3myndgreining- ardeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 5læknadeild Háskóla íslands gigjag@hotmail.com Inngangur: Sjálfsprottið loftbrjóst er algengur sjúkdómur sem í 2-4% tilvika getur greinst báðum megin samtímis (simultaneous bilateral spontaneous pneumothorax, SBPS). Er þá oftast um lífshættulegt ástand að ræða, enda langflestir þessara sjúklinga með króníska lungnasjúkdóma, t.d. lungnaþembu og herpu- sjúkdóma. I einstaka tilfellum getur SBPS greinst í sjúklingum með aðra sjúkdóma í lungum, oftast krabbamein. Hér er lýst ungum manni með SBSP vegna lungnameinvarpa eistnakrabba- meins. Tilfelli: 18 ára karlmaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala með tveggja daga sögu um mæði og brjóstverk. Hann hafði aldrei reykt en sex mánuðum áður hafði hann greinst með eistnakrabbamein (non-seminoma) með meinvörpum í heila, augum, aftanskinurými og báðum lungum. Hægra eista var fjar- lægt og gefin lyfjameðferð með bleomycin, etoposíð og cisplatin. 22 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.