Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 26
VISINDAÞING SKI/SGLI FYLGIRIT 55 briseyjaæxli eða krabbalíki í lungum, orsakað æsavöxt með framleiðslu á vaxtarhormónakveikju (growth hormone releas- ing hormone, GHRH). Hér er lýst einu slíku tilfelli. Tilfelli: 42ja ára kona greindist fyrir tilviljun með 7 cm stórt æxli miðlægt í hægra lunga. Hún hafði aldrei reykt eða kennt sér meins frá lungum. Tveimur árum áður hafði greinst hjá henni hnútur í skjaldkirtli með vægri skjaldvakaofseytingu (subclini- cal thyrotoxicosis). Hálfu ári síðar greindi einn höfunda (AJ) hjá henni æsavöxt. Segulómun sýndi vægt stækkaðan heiladingul og IGF-1 mældist langt yfir efri mörkum. Hafin var meðferð með lanreótíð og síðar einnig með cabergolin. Rúmu ári eftir að meðferð hófst var fyrirhuguð aðgerð á heiladingli en fyrir þá að- gerð var tekin lungnamynd sem sýndi áðurnefnt æxli. Gerð var ástimga á æxlinu og kom í ljós dæmigert krabbalíki án illkynja frumna. í skurðaðgerð var æxlið fjarlægt ásamt mið- og neðra lungnablaði, og voru skurðbrúnir hreinar og eitilmeinvörp ekki til staðar. Gangur eftir aðgerð var góður og var sjúklingur út- skrifaður viku eftir aðgerð. Sermisgildi vaxtarhormónakveikju var 82 pg/ml (viðmiðunargildi 5-18 pg/ml) fyrir aðgerð, en 24 pg/ml nokkrum dögum eftir aðgerð. Tæpum 5 mánuðum síðar er konan við góða heilsu og einkenni æsivaxtar hafa að hluta til gengið til baka. S-VH gildi hafa lækkað úr 21,4ng/ml í 0,8ng/ml (viðmiðunargildi 0,5-5 ng/ml) og IGF-1 er nú eðlilegt. Umræða: Þetta tilfelli sýnir að æxli utan heiladinguls geta framleitt vaxtarhormónakveikju og valdið æsavexti. Um afar sjaldgæft fyrirbæri er að ræða og aðeins nokkrum tugum tilfella hefur áður verið lýst. Hjá sjúklingum með æsavöxt er mikilvægt að hafa krabbalíki í lungum í huga, sérstaklega ef niðurstöður myndgreiningarrannsókna á heiladingli eru ekki afgerandi, og útiloka slík æxli með rannsóknum á lunga. V-12 Rúmmálstilfærsla og geirvörtuuppbygging við mið- læga brjóstakrabbameinshnúta: Aðferðir og snemmkominn árangur Eyrún Valsdóttir', Höskuldur Kristvinsson1, Þorvaldur Jónsson1-2, Kristján Skúli Ásgeirsson1 'Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands eyrunv@hotmail.com Bakgrunnur: Þekkt er að það getur verið tæknilega erfitt að fjarlægja miðlæga brjóstakrabbameinshnúta með fleygskurði án þess að valda verulegu lýti á brjóstinu. Vegna þessa, er brott- nám oft ráðlagt. Með notkun aðferða sem byggja að grunni til á brjóstaminnkun og miða að rúmmálstilfærslu á brjóstvef, má auka vægi fleygskurða í skurðmeðferð þessara sjúklinga. Efni og aðferðir/niðurstöður: A veggspjaldi verður fórum tilfellum lýst þar sem þessum aðferðum hefur verið beitt á skurðdeild Landspítala á tímabilinu september 2007 til febrúar 2008. Meðalaldur sjúklinganna var 46 ár (30-60) og allar áður heilsuhraustar. Allar fóru í segulómskoðun fyrir aðgerð og var meðalstærð krabbameinshnútanna 2,15 cm í mesta þvermál (1,8- 2,7 cm). Tvær konur reyndust vera með eitlajákvæðan sjúkdóm. Allar nema ein gengust undir brjóstaminnkun á brjóstinu sem ekki var með krabbamein. Meðalþyngd fleygskurðanna 170,5 g (74-294 g). Þrjár fengu uppbyggingu á geirvörtu í sömu aðgerð. Þrjár voru með æxlisfríar skurðbrúnir, en ein reyndist vera með fjöluppsprettu ífarandi ductal krabbamein og forstigsbreyt- ingar (DCIS) og gekkst hún eina af þessum fjórum undir heil- brjóstabrottnám eftir aðra tilraun til útvíkkimar á fleygskurði. Tvær fengu afmarkað brjóstfitudrep sem meðhöndlað var án aðgerðar. I veggspjaldinu verður tilfellum þessum nánar lýst myndrænt og í töfluformi, auk þess sem niðurstöður úr hlut- lausu mati á útlitsútkomum birtar. Ályktun: Aðferðimar sem verður lýst sýna að hægt er að ná góðum snemmkomnum árangri í skurðmeðferð sjúklinga með miðlæga brjóstakrabbameinshnúta og geta þær hlíft sumum við brjóstabrottnámi. Erlendar rannsóknir sýna að síðkominn árang- ur er einnig góður, bæði hvað varðar staðbundnar endurkomur og útlitslegar. Ekki er hægt að segja til um þessar útkomur hjá okkar sjúklingum, enda eftirfylgnitíminn stuttur. V-13 Árangur skurðaðgerða við miðblaðsheiikenni Jón Þorkell Einarsson1, Jónas G. Einarsson1, Helgi J. ísaksson2, Gunnar Guðmundsson1-4, Tómas Guðbjartsson3-4 ’Lungnadeild, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3hjarta- og lungnakurð- deild Landspítala, 4læknadeild Háskóla íslands jonthorkell@gmail. com Inngangur: Miðblaðsheilkenni (MLS) er tiltölulega sjaldgæft sjúkdómsástand sem einkennist af endurteknu og/eða viðvar- andi samfalli á miðblaði hægra lunga. Einkenni tengjast endur- teknum lungnasýkingum þar sem hósti, uppgangur, takverkur og mæði eru algengust. Oftast dugar lyfjameðferð en þegar hún gerir það ekki til er gripið til skurðaðgerðar. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna árangur þessara skurð- aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra sjúklinga sem gengust undir brottnám á miðblaði vegna miðblaðsheilkennis á fslandi 1984-2006. Alls greindust 16 einstaklingar, 3 karla og 13 konur, meðalaldur 53 ár (bil 2-86 ár). Sjúklingar fundust með leit í gagnagrunni meinafræðideildar Landspítala og í greiningar- skrám sjúkrahúsa. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkra- skrám og gögnum frá stofum lungnalækna. Skráðar voru ábend- ingar fyrir aðgerð, fylgikvillar í og eftir aðgerð og skurðdauði (<30 d.). Einnig voru könnuð afdrif sjúklinganna og reiknaðar lífshorfur (hráar) í mánuðum en útreikningar miðast við 31. des- ember 2007 og var meðaleftirfylgni 81 mánuðir. Niðurstöður: Aðgerðimar tóku að meðaltali 86 mín. (bil 40-215 mín). Alls greindust tveir sjúklingar (12,5%) með fylgikvilla í aðgerð en í báðum tilvikum var um blæðingar að ræða. Hjá 5 (31%) sjúklingum greindust fylgikvillar eftir aðgerð, viðvarandi loftleki (>72 klst.) hjá tveimur og sá þriðji með samfall í neðra lungnablaði. í einu tilfelli þurfti enduraðgerð vegna blæðingar og loftleka. Allir sjúklingarnir lifðu af aðgerðina og útskrifuðust heim, en miðgildi legutíma voru 9 dagar (bil 5-37 d.). í dag eru 13 af sjúklingunum á lífi en enginn hefur látist úr lungnasjúkdómi eða sjúkdómi sem tengist aðgerðinni. Fimm ára sjúkdómsfríar lífshorfur eru því 100% og 94% og 81% sjúklinga eru á lífi 5 og 10 árum frá aðgerð. Enginn sjúklinganna hefur þurft endurinnlögn eftir aðgerð vegna fylgikvilla sem tengjast MLS. 26 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.