Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 11 sem slíkt nám var í boði á Íslandi. Ég náði að klára hvort tveggja vorið 1988, bóklega atvinnuflugmanninn og kenn- arann. Sumarið 1989 tókst mér svo að klára verklega hlut- ann með láni frá Sparisjóði Súgandafjarðar, enda var og er fokdýrt að læra til flugs. Ég get þakkað stjórn sjóðsins á þeim tíma fyrir að hafa haft trú á stráknum og lánað mér það sem upp á vantaði, sem var stór upphæð þá.“ Flugmaður í borgarstyrjöld Strax þá um haustið fékk Egill boð um að sitja nokkrar ferðir sem „aðstoðarflugmað- ur“ hjá Herði Guðmundssyni flugmanni – Flugfélaginu Erni á Ísafirði. „Einhvern veginn fór það þannig að ég kláraði aldrei verklegu flugkennararéttind- in, enda kominn í vinnu hjá Herði og ekki þörf á því. Það er nefnilega þannig í fluginu, að menn byrja í faginu sem flugkennarar og vinna sig svo upp. Ég sleppti sem sagt þeim hluta og hóf bara vinnu hjá alvöru flugfélagi. Fasta vinnu hjá Herði fékk ég svo í febrúar 1990 og vann þar með einu hléi til 1995. Í millitíðinni fór ég nokkrar ferðir til Afríku, en þá vinnu útvegaði Hörður mér í gegn- um svissneska flugfélagið Zimex. Þá var ég bæði í Ang- óla og Kenía. Í Angóla geisaði borgara- styrjöld og þar upplifði maður ýmislegt misjafnt. Þannig lenti ég ásamt yfirmanni Zimex í Angóla í skotárás í Nadaladando, sem er bær austur af höfuðborginni Lu- anda. Ekkert samband var við þann stað og vissum við ekki að árás stóð yfir þegar við komum út úr skýjum og lent- um þar á fótboltavelli eins og fínir menn. Við tókum ekki eftir neinu fyrr en við vorum búnir að drepa á hreyflum Ott- Egill nýlentur á Maldives eyjum í Indlandshafi eftir flug frá Ítalíu á B767 fyrir Loftleiðir, Elva dögg konan hans er með honum á myndinni. ersins og voru snör handtök höfð við að koma okkur í burtu, trúðu mér. Í Kenía vann ég fyrir Rauða krossinn og var allt flugið þaðan til Suður-Súdan, oft inn í Darfur-héraðið. Þar logaði allt í erjum og mikið að gera við að flytja lækna og hjúkrun- arkonur til ýmissa staða í hér- aðinu. Þar vann ég meðal ann- ars með Hildi Magnúsdóttur, sem var þá „field nurse“ eða hjúkrunarfræðingur á vett- vangi. Ég öfundaði hana ekki af starfinu, enda var flogið með hana til átakastaða og hún skilin þar eftir í lengri eða skemmri tíma. Við flugmenn- irnir komumst þó yfirleitt á útibarinn í Lokichokio á kvöldin, þar sem menn báru saman bækur og slökuðu á fyrir næstu ferð.“ Snillingurinn Hugh Pryor „Þarna flaug ég talsvert með hinum mikla snillingi Hugh Pryor, sem nú er greinahöf- undur í flugblaðinu Airways. Hugh þessi er breskur Tans- aníubúi og einn reyndasti Twin Otter flugmaður sem ég hef flogið með og hefur marga fjöruna sopið, sérstaklega í Afríku. Eiginlega er hann hálf- gerður Hörður Guðmundsson Afríku. Ég er ekki viss um að honum hafi fundist mikið til um lítt reyndan strákpúka frá Íslandi, en hjá honum kynntist ég í fyrsta skipti svokölluðu „mathematical dyslexia“ eða lesblindu á stærðfræði, sem hann var illa haldinn af, og áttaði mig þá á því að þetta var það sem ég átti sjálfur við að stríða í skóla. Furðulegt er samt að hjá hvorugum okkar hefur þetta komið að sök í vinnunni, enda er flugið frekar myndrænt í framkvæmd, eða það finnst mér allavega. Hugh er margt til lista lagt og hann er úrræðagóður á ögurstundu. Get ég nefnt sem til dæmi könnunarflug fyrir Egill ásamt börnum sínum í Madrid á Spáni. Rauða krossinn, sem við fór- um saman til lítils fjallaþorps í Norður-Úganda. Með í för voru eingöngu fulltrúar en hvorki læknar né hjúkrunar- konur. Við vissum nokkurn veginn hvar þorpið var, en þar var ekki flugvöllur og ætl- uðum við að sjá hvort hægt væri að lenda þarna einhvers staðar. Allt gekk að óskum og komust fulltrúarnir á leiðar- enda. Við biðum hins vegar hjá vélinni enda voru róstur í grenndinni og vorum við til- búnir að fara með stuttum fyrirvara. Allt í einu vorum við umkringdir litlum hópi vopnaðara manna sem létu ófriðlega og virtust ekki vita af boðaðri komu okkar þarna. Hugh tók þá upp nokkur hvít blöð og hóf að brjóta saman af mikilli fimi um leið og hann flautaði bresk ættjarðarlög hátt og snjallt. Spruttu þar fram í höndum hans nokkrar listavel gerðar dýramyndir, enda maðurinn origami-snill- ingur, og létti strax á mönn- unum og flissuðu þeir og dáð- ust að sköpun karlsins. Stóðst á endum að þegar hann kláraði síðasta blaðið kom sendi- nefndin til baka og fórum við óáreittir í loftið aftur. Síðar kom Hugh okkur síðar út úr öðru klandri þegar við ásamt nokkrum flugmönnum frá Suður-Afríku lentum á, að því er við héldum, yfirgefnum malarherflugvelli í Úganda. Við vorum á DC-6 og vorum að leita að hentugum varavelli fyrir Lockichokio. Vorum við umsvifalaust settir í stofufang- elsi í nokkra tíma eftir lendingu á meðan Hugh settlaði málin.“ Heimshorna- flugmaður Haustið 1995 bauðst Agli vinna hjá Flugleiðum og í des- ember hóf hann störf á Boeing 737. Þeirri gerð flugvéla flaug hann í þrjú ár en fór síðan á Boeing 757. Fyrir nokkrum misserum bætti félagið við Boeing 767 og á þeirri gerð starfar hann núna. „Flestir kannast víst við hvernig Flugleiðum var breytt í Icelandair. Síðan var Ice- landair skipt upp í nokkrar einingar, þar á meðal Loft- leiðir, sem hafa verið með samninga við ýmis flugfélög út um allan heim. Ég hef unnið fyrir þá t.d. á Kúbu og í Dómi- níska lýðveldinu á eynni Hisp- anjólu, í Bresku-Guyana í Suður-Ameríku, Ghana í Afr- íku og Venezúela í Suður- Ameríku, svo eitthvað sé nefnt. Núna síðast hef ég sinnt verkefni á vegum Loftleiða út frá Madrid á Spáni til Vene- zúela, en það kláraðist nýlega og næstu mánuði flýg ég fyrir þá til Tælands og Kúbu.“ Fjallið góða við Skutulsfjörð Eins og áður sagði er Egill búsettur í Madríd ásamt fjöl- skyldu sinni. Eiginkona hans er Elva Dögg Árnadóttir, sem er af gömlum og góðum Ís- firðingum komin - til nánari fróðleiks má geta þess, að Erl- ing Sörensen er afi hennar. Börn þeirra Egils og Elvu Dagg- ar eru Ísabella Sól, tveggja ára, og Ernir Ibsen, eins árs. „Ernir er nefndur eftir fjall- inu góða handan fjarðarins móti Eyri í Skutulsfirði, þar sem sólin sýnir sig allra fyrst á veturna“, segir Egill. „Fyrir á ég þrjú börn, Christian Ibsen, 18 ára, Rebekku Ashley, 14 ára, og Gabriellu Ósk, 10 ára. Christian býr í Bretlandi en Rebekka og Gabriella eiga heima í Hafnarfirði.“ Því má bæta hér við, að Flugfélagið Ernir dregur einn- ig nafn sitt af fjallinu góða við Skutulsfjörð. Sjö ára sjó- maður hjá afa „Ég byrjaði sjö ára gamall að vinna með Agli Guðjóns- syni afa mínum heima á Súg- anda og fara með honum á grásleppu. Karl Steinar bróðir minn var líka með, þá sex ára. Það var til siðs að byrja að vinna í frystihúsinu tólf ára og gerðum við það flest sem ólumst upp á Súganda. Það var ævintýri og forrétt- indi að fá að alast upp á stað sem þessum. Fá boð eða bönn. Landið, sjórinn og fjaran voru leikvöllurinn okkar. Hjallarn- ir, trébryggjurnar og beitn- ingaskúrarnir voru kastalarnir okkar. Kúrekaleikir, eltinga- leikir og hjólreiðakappakstur út um allt þorp voru mikið stundaðir, sem og leikir í kringum kirkjuna á Eyrinni, enda ömuðust fáir við því þó að Guðshúsið væri stöku sinn- um notað í leiknum Yfir, svo dæmi sé tekið. Egill afi minn var vélsmiður að mennt, laghentur mjög og úrræðagóður. Hann notaði oft eld við smíðarnar enda var eldsmiðja í miðju vélaverk- stæðisins sem hann rak. Marg- ar góðar minningar á ég við steðjann þar sem hann var sveittur að hamra járnið. Stundum laumaði hann harð-

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.