Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Side 12

Bæjarins besta - 18.12.2008, Side 12
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200812 fiski undir hamarinn til þess að gefa okkur bræðrunum, enda héngum við þar í lengri tíma þegar vetur stormaði fyrir utan.“ Minjunum sópað burt „Nú er þetta allt horfið. Ég finn litla tengingu við Súg- andafjörð nútímans enda búið að sópa burt flestum minjum um forna tíð. Minningin ein verður því að duga mér nú og í framtíðinni til að rifja upp bernskubrekin ásamt uppeld- isfélögum mínum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ekki hefði verið betra að geyma eitthvað af þessu fyrir komandi kynslóðir að sjá, svona svipað og gert er hér víða í Evrópu. Fólk hér er stolt af fortíðinni. Auk þess skapar það ágætar tekjur að sýna ferðamönnum hvernig lífið var fyrrum og hver bak- grunnur þessara þjóða er. Ljósmyndarar og málarar nútímans flykkjast til gömlu bæjanna á Ítalíu og Spáni til þess að fanga í nýju ljósi það sem áður var. Ég er ekki að segja að Súgfirðingar ættu að taka á móti gestum í skinn- klæðum, frekar að velta því upp hvort hægt hefði verið að fara aðra leið en að sópa öllu burt. Þetta á svo sem einnig við um flesta aðra staði á landinu okkar góða. Vonandi skapast þær aðstæður við þetta mikla áfall sem Íslendingar hafa nú orðið fyrir, að fólk fari að meta betur fortíðina. Við eigum að vera stolt af henni og ekkert annað. Núna þegar Ísland skelfur sem aldrei fyrr finnst mér vanta skilning á því gamla sem var og hvernig eldri kyn- slóðir unnu baki brotnu við að koma fótum undir þjóðina við erfið skilyrði. Gæti verið að nokkrar trébryggjur, eld- smiðjur og saltfiskreitir, svo dæmi séu tekin, myndu minna okkur á að það er ekkert gefins í lífinu?“ Vann öll störf í frystihúsi Áður en Egill fór í flugið vann hann lengst af í Fiskiðj- unni Freyju á Suðureyri. Þar byrjuðu krakkarnir að vinna um tólf ára aldur, eins og áður segir. „Þegar ég lít til baka blasir við að ég hef unnið öll störf sem unnin eru í frystihúsi, þ.e. sem starfsmaður á plani, við kassaþvott, ekið lyfturum, hengt upp skreið, unnið í salt- fiski, verið í útskipunum, plokk- að orma, og allt þar á milli. Á Ísafirði vann ég í rækj- unni með Menntaskólanum og síðar vann ég í Rækju- vinnslunni í Hnífsdal. Um tíma vann ég hjá Pólstækni á Ísafirði. Það var mjög skemm- tilegur tími og eftir á að hyggja er hreint ótrúlegt að þannig fyrirtæki hafi risið upp á Ísa- firði. Nálægðin við miðin skipti þar miklu máli en þó meira eldhugurinn sem bjó að baki, að mínu viti. Vonandi verður þetta öðrum til eftir- breytni í framtíðinni.“ Knútur Þór Friðriksson, Davíð Björn Ólafsson flugmenn ásamt Agli í Dubai eftir flug frá Thailandi fyrir Loftleiðir 2008. „Ég hef haldið mig við myndavélina síðan og ekki skrifað meira“, segir Egill. „Frá unga aldri hef ég verið að taka myndir. Listmálun hef ég stundað í seinni tíð og ætla mér meira á því sviði þegar fluginu sleppir. Ef mér hefði boðist listnám á Vestfjörðum þegar ég var að alast upp hefði ég líklega ekki farið í flugið. Sennilega væri ég þá bara krútt á kaffi- húsi í Reykjavík núna. En að öllu gríni slepptu, þá fer þetta allt einhvern veginn, og flug- leiðin hefur verið fjölbreytt og skemmtileg fram að þessu“, segir Egill. En hverfum nú aftur að fluginu heima á sínum tíma. Lengi býr að fyrstu gerð. Flogið eftir hyggjuviti „Flugið á Vestfjörðum var oft erfitt en þó miklu frekar skemmtilegt. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í því. Vestfjarða- flugið var það sem menn í bransanum kalla „bushfly- ing“. Slíkt flug er enn stundað víða, t.d. í Alaska og Afríku, en þá er meira flogið á hyggju- viti og staðháttaþekkingu en eftir bókum. Millilandaflug á þotu er þá algjör andstæða þess, þó að hyggjuvitið sé auð- vitað alltaf notað líka. Þegar ég hóf störf hjá Herði Guðmundssyni voru allar flug- brautir á Vestfjörðum malar- brautir, fyrir utan 300 metra kafla á vestari enda Ísafjarð- arflugvallar. Með árunum voru síðan Þingeyrarflug- völlur, Bíldudalsflugvöllur, Hólmavíkurflugvöllur og Patr- eksfjarðarflugvöllur malbik- aðir. Það fannst manni bylting. Svo voru brautarljós sett niður á Bíldudal og Patreksfirði og þá var bara nokkuð þægilegt að fara inn á þessa staði í myrkri, en það var örlítið flóknara áður. Mig minnir að ljós hafi verið sett niður á Hólmavík og Þingeyri, en það gæti raun- ar hafa gerst eftir að ég fór. Nú er búið að loka flug- brautinni á Patreksfirði að meginhluta. Ég vona að menn spýti í lófana og opni hana aftur, enda hefur býður svæðið upp á mikla möguleika í fram- tíðinni sem ferðamannastaður. Nóg var nú lagt í veisluhöld hjá Flugmálastjórn við að skála fyrir malbikuninni á þessum stöðum, svo ég tali nú ekki um partíið sem var haldið þegar brautarljósin voru tendruð til þess að þessar brautir fengju að lifa. Svona til gamans má nefna, að því var mótmælt á Íslandi þegar leggja átti peninga í sundlaugar á sínum tíma, enda kunni enginn að synda og til hvers þá að vera að opna sund- laugar? Þannig er það einnig með flugbrautir, að það er ekki hægt að nota þær nema þær séu opnar og tilbúnar fyrir flugumferð. Það veit enginn hvernær skilyrði skapast fyrir ferðamannastraum, en þegar hann er að fæðast má hann ekki stranda á aðstöðuleysi. Sjáðu hvernig sjóstangaveiðin er að hefja sig til flugs á Vest- fjörðum. Hver veit nema hún sé enn í fæðingu.“ Brautarljósin bremsuljós „Flugið hjá Flugfélaginu Erni var fjölbreytt og ótrúlegt til þess að hugsa að svo öfl- ugur flugrekstur hafi verið á Ísafirði. Daglegt póstflug á sex staði var meginuppistaðan í fluginu þegar ég starfaði þar. Á öllum stöðum kynntist mað- ur fjölbreytilegum hópi gæða- fólks, sem enn lifir í minning- unni og mun gera það sem ég á eftir ólifað. Sjúkraflug var töluvert út frá Ísafirði og mest flogið til Patreksfjarðar og Hólmavík- ur, en farið var á marga aðra staði, t.d. Búðardal, jafnvel í myrkri. Þá var bílum stillt upp við sinn hvorn brautarendann með bremsuljósin upp í vind- inn. Þegar maður svo flaug yfir bílinn við nærendann dró maður af og beið, enda brautin kolsvört og ómögulegt að ná mjúkri lendingu við svona að- stæður. Ég veit ekki hvað pappírsdýrin í Brüssel segðu við svona flugi í dag, en þetta var bara pjúra „bushflying“ og sjálfsagt „ekki hægt að gera svona“, en þá gleyma menn staðháttaþekkingunni. Talsvert var líka um leigu- flug frá Ísafirði. Mitt fyrsta millilandaflug fór ég til Fær- eyja með Herði Guðmunds- syni á Cessnu 404. Það var ótrúlega gaman.“ Otterinn eins og landbúnaðarverkfæri Sögur, ljóð og myndir Egill hefur alla tíð verið hneigður til lista og sköpunar. Bráðungur skrifaði hann sög- ur og ljóð og nokkur birtust í skólablaði Menntaskólans á Ísafirði. Vorið 1986 þegar leið að stúdentsprófi héldu nokkrir skólabræðurnir ljóðakvöld og frömdu gjörning í Sjallanum, og má þar nefna auk Egils þá Jakob Fal Garðarsson og Rún- ar Má Jónatansson. Í kjölfarið birtust limrur frá þeim í Vest- firska fréttablaðinu. Eftir Cargoflug til New York 2003 ásamt Elvu Dögg.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.