Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 19
Jólin nálgast óðfluga og bæði börn og fullorðna hlakkar til. Þó hátíðarhaldið
sé ef til vill með svipuðu sniði á flestum heimilum er mismunandi hvað hverj-
um og einum finnst skapa hina einu sönnu jólastemmningu sem allir sækjast
eftir. Nokkrir Vestfirðingar tjáðu sig um hvað þeim þætti einkenna góð jól.
– Hvað finnst þér einkenna
góð jól?
„Jólin tengi ég ekki við Jesú
Krist, enda þekkti ég manninn
ekki neitt. Jólin snúast um al-
sælu, alsælu sem þú eyðir með
fjölskyldunni. Alsælu sem
felst í því að éta mikið af
jólamat, svínahamborgara-
hrygg, hangikjöti, jólaís og
konfekti og hinu frábæra ís-
lenska jólaöli. Spila við fjöl-
skylduna þó svo að oft verði
heitt í hamsi, enda er það kær-
leikurinn sem kraumar undir
á hátíðisdögum eins og jólun-
um. Mér finnst ekki lengur
gaman að fá gjafir og vill helst
ekki gefa gjafir heldur. Menn
eiga að nota peningana sína í
annað og njóta þess frekar að
hafa fjölskylduna sína hjá sér
um hátíðarnar. Þegar ég var
yngri hugsaði maður bara um
gjafirnar og það komst ekkert
annað að. Í dag þykir mér það
meira spennandi að skemmta
mér með vinum og kunningj-
um, kíkja á dansleik annan í
jólum og hitta fólk sem maður
hittir ekki á hverjum degi.
– Hvernig væru hin full-
komnu jól í þínum huga?
„Ég held að ég hafi ekki
ennþá upplifað mín bestu jól
ennþá. Ég trúi því að þau komi
ekki fyrr en maður er kominn
með konu og börn. Þegar mað-
ur sér gleðina og spenninginn
í augum barna sinna þegar þau
sjá jólasveininn og opna gjaf-
irnar. Þegar konan manns
klæðir sig upp sem aðstoðar-
kona Jólasveinsins og færir
manni trakteringar og annað
gott í kroppinn.“
– Hver er eftirminnilegasta
jólagjöfin sem þú hefur feng-
ið?
„Mínar uppáhaldsjólagjafir
í gegnum þetta jólamisferli,
eru tvær, annars vegar fengum
ég og systir mín forláta Nin-
tendo-tölvu með tveimur
stýripinnum og Mario Bros,
þegar ég var fimm ára gamall.
Þá var hæ, hó, hopp og hí og
hamagangur á Hóli. Þá var
oftar en ekki vinsælt að fylgja
eftir stökkum Marios með því
að lyfta stýripinnanum í takt
við stökkin. Og hin gjöfin var
stórglæsilegur Dúabíll á gamla
genginu, bíll sem ég held að
pabbi hafi keypt á Þingeyri
jólin eftir Nintendo-tölvu æv-
intýrið.“
– Hvað langar þig helst í
jólagjöf?
„Mig langar helst ekki í neitt
í jólagjöf enda er þetta ekki
tíminn til að vera að kaupa
jólagjafir. Ég mæli með því
að fólk spari peningana sína
þessi jólin. Fólk á bara að vera
ánægt með að fá fjölskylduna
sína í heimsókn enda snúast
jólin um traust og vináttu, ást
og kærleika og frið og ró. Enda
er maður manns gaman og
allt er gott í hófi þó svo að hóf
sé gott í hófi.“
– Hvað er algjörlega ómiss-
andi um jólin?
„Að komast vestur til að
hitta fjölskylduna, vini og
kunningja. Svo finnast mér
smákökur rosalega góðar og
svínahamborgarahryggurinn.
Fólk á að missa sig í borð-
haldinu og vera ekki með nein
gestalæti því það er til nóg af
graut. Og svo er bara að njóta
þess að vera í fríi og vera
ekkert að hugsa um þetta
hversdagslega.“ Sigurvin Guðmundsson, sölumaður.
Á eftir að upplifa sín bestu jól
Fullkomin jól yrðu aft-
ur hátíð fjölskyldunnar
föld; róleg og með hógværum
blæ.“
– Hvernig væru hin full-
komnu jól í þínum huga?
„Ég myndi vilja vera laus
við metinginn allt í kringum
mig og ég myndi helst ekki
vilja heyra um jólin talað af
ráði fyrr en á aðventunni. Jóla-
auglýsingar myndi ég alls ekki
vilja sjá í byrjun október, eins
og nú tíðkast og jólaskrauti
mætti stilla í hóf. Fullkomin
jól yrðu aftur hátíð fjölskyld-
unnar en ekki ein allsherjar
Mammonsveisla.
Það sem ég elska við jólin
er tækifærið til þess að ná fjöl-
skyldunni saman og þegar við
verðum öll komin á sama stað;
við systkinin, þeirra makar,
krakkadýrin og gamla settið,
þá er nú flest allt komið sem
mér finnst hægt að biðja um.
Ef öll fjölskyldan er væntan-
leg eru góðar líkur á því að ég
upplifi jólin aftur með fögnuði
en ekki kvíða og fyrir mér
kæmist það ansi nálægt full-
komnun.“
– Hver er eftirminnilegasta
jólagjöfin sem þú hefur feng-
ið?
–Hvað finnst þér einkenna
góð jól?
„Eins og sennilega má segja
um flesta var desember mán-
uður alltaf litaður tilhlökkun
hjá mér þegar ég var barn,
fyrst hlakkaði ég til þess að
fylla annað ár í byrjun mán-
aðar og þegar það var búið
tóku jólin algjörlega yfir mína
veröld. Jólaskapið kitlaði mig
allan daginn, alla daga og ég
vissi fátt betra en ljósin og
söngvana. Kannski var ég bara
blind á það sem í dag ergir
mig því það verður seint sagt
um mig núna að ég sé mikið
jólabarn. Kannski sá ég ekki
stressið, kapphlaupið og geð-
veikina en minningin segir
mér eiginlega frekar að allt
hafi einfaldlega breyst. Und-
anfarin ár hef ég allavega látið
kæfandi stress og blindandi
efnishyggju fara fyrir brjóstið
á mér og mér tekst með engu
móti að muna hvenær ég upp-
lifði síðast alvöru jólaskap.
Það sem myndi einkenna
góð jól fyrir mér væri því lík-
lega töluvert frábrugðið því
hvernig ég hef verið að upplifa
þau. Góð jól vildi ég hafa ein-
Ég hef alltaf fengið mikið
af bókum í jólagjöf og voru
þær mér oft afdrep í veislum
sem mér þóttu erfiðar sem afar
feimnu barni. Þegar ég var þó
tekin að stálpast og mannast
fékk ég bók sem yfirtók allt
annað þau jólin, það var
Mannveiðihandbókin eftir
Ísak Harðarson en mér þykir
hún svo listavel skrifuð að ég
las hana tvisvar strax á að-
fangadagskvöld og faðmaði
hana á milli – hvað fleira gerð-
ist þau jól hef ég ekki nokkra
hugmynd um.“
– Hvað langar þig helst í
jólagjöf?
„Ég hef aldrei verið mjög
góð í að semja gjafalista og
hefur það eflaust bæði haft
kosti og galla. Það vita þó
flestir sem þekkja mig að mig
langar alltaf í fleiri bækur. Það
er mikill ljóðaþorsti í mér
þessa dagana og því myndi ég
alveg vilja eignast ljóðasafn
einhvers þeirra stórskálda sem
við höfum átt í gegnum tíð-
ina.“
– Hvað er algjörlega ómiss-
andi um jólin?
„Eins og ég hef nefnt þykja
mér bækur alveg ómissandi
um jólin. Sama má segja um
fólkið mitt en ég hef verið ein
jól í burtu frá þeim öllum og
fannst það mun erfiðara en ég
vildi viðurkenna; það eru bara
ekki jól fyrr en einhver úr syst-
kinahópnum er búinn að
hækka róminn en allir eru
samt einhvern veginn bara
sáttir.
Svo er líka algjörlega ómiss-
andi að hafa mátulega kröftugt
og gott djamm á milli hátíð-
anna.“
María Elísabet Jakobsdóttir, starfsmaður Vegagerðarinnar.