Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 20

Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 20
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200820 Helg er jól –Hvað finnst þér ein- kenna góð jól? „Það er pottþétt snjórinn. Helst allt hvítt og svona of- urjólasnjókoma með logni og öllu þessu, það er alveg jólin í mínum huga. Snjór- inn getur gert kraftaverk. Hugsaðu bara um það, æði!“ – Hvernig væru hin full- komnu jól í þínum huga? „Þar sem ég á svo mikið af minningum um jól hjá mömmu og svo endað hjá afa og ömmu á Engjavegi 24 verð ég eiginlega að segja að það væri hið fullkomna fyrir mér. Yfir jólatímann hittist svo öll stórfjölskyldan hjá þeim og var mikið brall- að og skrafað. Tóti, pabbi Svönu kallaði þetta „Drauma- partý“. Ég og allir sem voru þarna erum honum hjartan- lega sammála. Ég átti hlut- verk í þessum draumapartý- um sem mér þótti afar vænt um, en ég sá um franskar kart- öflur, og tók ég það MJÖG alvarlega. Þurfti vísu að sinna því niður í kjallara einn, en mér var alveg sama ef fransk- arnar rötuðu á diska gestanna. Þetta partý er enn við lýði, en nú flakkar það á milli fjöl- skyldnanna og er ómissandi. VÁ hvað ég sakna þessara tíma. Og að sjálfsögðu er allt á kafi í snjó í þessum full- komnu jólum!“ – Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- ið? „Þessu er erfitt að svara, þar sem jólagjöfunum til mín hafa snarlega fækkað með ár- unum, stundum fékk maður ekkert nema bara hanska og þá kannski fimm pör eða álíka. Að vísu er þetta á uppleið aft- ur, þannig að við skulum bara segja að ég eigi eftir að fá þá eftirminnilegustu. Það er ágætis vísbending í næsta svari.“ – Hvað langar þig helst í jólagjöf? „Scanner. Góðan alhliða scanner. Mig sárvantar svo- leiðis græju! Mig vantar samt líka hanska!“ – Hvað er algjörlega ómissandi um jólin? „Snjór, ég, þú og allir hinir. Fjölskyldan, Færan- lega fjölskylduboðið, hangi- kjet, svínakjöt, snjór, eitt- hvað rautt, eitthvað grænt, snjór, eitthvað gult, eitt- hvað blátt, snjór, harðfisk- ur, Macintosh sælgæti og jólasveinninn! Svo ætla ég að segja mamma, því ég er mömmustrákur. En það er víst ekki hægt að hafa hana þessi jól, hún ákvað að flýja land og halda sín jól á Spáni.“ Snjór og aftur snjór Ágúst Atlason, margmiðlunarhönnuður og ljósmyndari. Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga. Jólagrauturinn henn- ar mömmu ómissandi –Hvað finnst þér einkenna góð jól? „Samvera með konu og fjöl- skyldu í frið og ró og auðvitað að borða yfir sig.“ – Hvernig væru hin full- komnu jól í þínum huga? „Messa í Hnífsdalskapellu, heims um ból, borða jólamat, jólagrautur, opna pakka, sjá gleðina í börnunum og liggja svo á meltunni.“ – Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? „Flugustöng sem foreldrar mínir gáfum mér fyrir mörg- um árum síðan.“ – Hvað langar þig helst í jólagjöf? „Hef í seinni tíð aldrei verið með neinar sérstakar óskir.“ – Hvað er algjörlega ómiss- andi um jólin? „Fjölskyldan, skatan á Þor- láksmessu og svo er jólagraut- urinn hennar mömmu algjör- lega ómissandi.“ Skaðinn á séreignasjóði LV lítill Fulltrúar frá Íslenskum verð- bréfum funduðu með stjórn Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fyrir rúmum þremur vikum og var tilætlan fundarins að fara yfir eignastöðu sjóðsins en Íslensk verðbréf sjá um eignastýringu hans. Kom lítið í ljós um stöðu sjóðsins á fund- inum að sögn Guðrúnar K. Guðmannsdóttur, framkvæm- dastjóra Lífeyrissjóðs Vest- firðinga. „Skaðinn á séreigna- sjóði Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga er mjög lítill. Við erum með 7% nafnávöxtun á ári úr honum. Það hefur ekkert gerst í sambandi við uppgjör á þrotabúum bankanna þannig að við vitum ekkert um stöðu sjóðsins fyrr en eftir áramót,“ segir Guðrún. Hún segir stjórn Lífeyris- sjóðs Vestfirðinga og fulltrúa frá Íslenskum verðbréfum hafa rætt hvað þeir hafi upp á að bjóða. „Nú eru flestir að endurskoða allar sínar ávöxt- unarleiðir og fórum við yfir hvað boðið er upp á í þeim efnum. Það er stefnt að því að þeir verði með fundi á Ísafirði eftir áramót og bjóði fólki upp á ávöxtunarþjónustu. Þeir hafa séð um eignastýringu fyrir okkur undanfarin ár og hefur samstarfið gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir tryggingafræði- legar úttektir eigi að liggja fyrir í janúar og verður ljóst þá hver staða lífeyrissjóðanna er en uppgjörsvinnan gengur mjög hægt. – birgir@bb.is Lífeyrissjóður Vestfirðinga er til húsa í Neista á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.