Bæjarins besta - 18.12.2008, Side 26
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200826
félagið til að flytja það í burtu
því það hafði einmitt gerst
þegar Marel keypti Póls og
flutti svo starfsemina suður.”
Ég hef heyrt því fleygt að
þú sért skaphundur ef því er
að skipta þótt ég hafi nú ekki
kynnst því nema í gamla daga
þegar stríðandi fylkingar efri
og neðribæjar áttust við á orr-
ustuvöllum bæjarins?
Hann brosir. „Já, ég hef
stundum rokið upp. Ég er
mjög tilfinningaríkur maður
og tek á hlutunum af ástríðu
og vil fylgja þeim alla leið.
Það er eflaust nokkuð til í því
að ég sé skapheitur. Hins veg-
ar hef ég lært að hafa stjórn á
skapi mínu. Þetta hefur því
slípast dálítið af mér í seinni
tíð. Mér finnst miklu meira
varið í þá sem tala tæpitungu-
laust og af hreinskilni.”
Þið Albert Marzelíusson
hafið átt gott samstarf í þessu
fyrirtæki. Það hlýtur þó að
hafa soðið upp úr einhvern
tímann?
„Samstarf okkar hefur byggst
á hreinskilni. Við höfum bara
hreinsað loftið ef okkur greinir
á. Við köllum það „leiðinda-
fundi”. Við Addi náum ein-
staklega vel saman enda er
hann einstakur félagi. Kannski
er samstarf okkar jafn gott og
raun ber vitni vegna þess að
við náðum að sameina þessa
tvo krafta sem bjuggu hlið
við hlið áratugum saman en
áttu lítið sem ekkert samstarf.
Ég á þar við Þór og Skipa-
smíðastöðina. Þegar ég kom
inn í fyrirtækið var ég bláfá-
tækur að koma úr námi með
fjölskyldu á mínu framfæri.
Ég hafði ekkert annað að
bjóða en tölvuna mína, skrif-
borðið og teikningu af rækju-
vélinni sem hafði verið loka-
verkefnið mitt. Við náðum hins
vegar að vinna vel úr því sam-
an.”
Svo ertu farinn að hlaupa,
þú hleypur kannski af þér hornin?
„Ja, ég hætti að reykja og
byrjaði að hlaupa. Ég hef tekið
virkan þátt í skemmtilegum
félagsskap á Ísafirði sem kall-
ast „Riddarar Rósu” og er
mikill heilsubótarklúbbur. Þarna
kemur saman hópur fólks og
hleypur saman. Rósa í bakar-
íinu og Kristbjörn „Bobbi”
Sigurjónsson eru aðal drif-
fjaðrirnar í þessum klúbbi. Ég
hef hlaupið nokkur hálfmara-
þon og fór í mitt fyrsta og eina
maraþonhlaup 2006 þegar ég
tók þátt í Reykjavíkurmara-
þoninu. Hlaupin henta mér
mjög vel því ég get hlaupið
hvar sem ég er staddur í heim-
inum. Á veturna stundar þessi
klúbbur gönguskíði grimmt.
Addi hefur verið mjög virkur
þar og fer í Fossavatnsgöng-
una á hverju ári sem er 50
kílómetra ganga.”
Ferð þú líka á skíði?
„Ég á gönguskíði en ber
fyrir mig snjóleysinu hér fyrir
sunnan. Ég reyni að hlaupa
minnst þrisvar, fjórum sinnum
í viku. Maður setur sér fögur
markmið um hver áramót í
sambandi við hlaupin. Það er
hins vegar engin spurning að
betra þrek gefur meiri starfs-
orku og það var frábært að
losna undan oki tóbaksins.”
Þú nefndir það áðan að
fyrirtækið sé í góðri stöðu og
ekki mjög skuldsett? Hafið þið
alltaf haft það að markmiði að
hafa borð fyrir báru og er það
ekki bara lykilatriði til að ná
árangri?
„Það er alveg hárrétt og enn
og aftur er það kannski hluti
af umhverfinu sem við kom-
um úr. Fasteignir á Ísafirði
hafa ekki mjög hátt veðsetn-
ingarhlutfall þannig að við
gátum ekki fengið mikla pen-
inga lánaða út á fasteignina
okkar. Við höfum ætíð farið
varlega því við höfum alltaf
litið svo á að á okkur hvíli
samfélagsleg ábyrgð í rekstri
á þessu félagi. Því höfum við
haft það að leiðarljósi að ekk-
ert sem við gerum megi verða
til þess að setja rekstur félags-
ins í tvísýnu. Slæmur rekstur
kemur að sjálfsögðu niður á
eigendum félagsins en líka
niður á samfélaginu. Ennþá
meira nú í seinni tíð. Við
höfum því stigið varlega til
jarðar og helst reynt að eiga
fyrir hlutunum þegar við höf-
um farið út í fjárfestingar. Það
hefur líka verið gott á óvissu-
tímum þegar verkefnastaðan
hefur verið óviss og lítið að
gera þá höfum við geta rekið
félagið á hagkvæman hátt.”
Ef maður lítur yfir starfsferil
þinn er eitt sem maður rekur
augun í. Þú hefur verið að
leita að þekkingu og hefur
reglulega farið í nám?
„Já, ætli það sé ekki ein-
hvers konar fullkomnunarár-
átta. Það var gríðarlega stór
ákvörðun að taka okkur upp
frá fyrirtækinu og flytja hing-
að suður, en það var líka liður
í því að efla tengsl við við-
skiptavinina og félagið. Mér
fannst ég þurfa að bæta við
mig þekkingu til að geta skilað
fyrirtækinu fram á veginn. Ég
var búinn að reyna að taka
fjarnám í háskólanum á Akur-
eyri en langaði í þetta Masters-
nám og sá að það hentaði mér
mjög vel. Það er rétt hjá þér.
Mig hefur þyrst í þekkingu og
er í raun síleitandi til þess að
geta gert hlutina betur.”
Fjölskyldan við lok Evrópuferðar, stödd í ítölsku ölpunum,
frá vinstri eru Jóhann, Sonja, Rut, Dagný og Jóhann Atli.
Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla-
og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirðingum öllum gleðilegra
jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða
Bæjarstjórn Bolungarvíkur sendir íbúum
sveitarfélagsins og viðskiptavinum sínum bestu
jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir hið liðna.
Bæjarstjórinn.
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirðingum öllum gleðilegra
jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða
Óskum starfsfólki okkar,
viðskiptavinum og Vestfirðingum
öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs
árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu
sem er að líða
Óskum starfsfólki okkar,
viðskiptavinum og Vestfirðingum
öllum gleðilegra jóla og farsæls
nýs árs með þökk fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða
Setja út á stærð golfvall-
arins í aðalskipulagi
Landeigendur í Meðaldal í
Dýrafirði hafa gert athuga-
semdir við drög að aðal-
skipulagi Ísafjarðarbæjar þar
sem stærð golfvallarins í
dalnum er skráð 64,6 km² en
er í raun 1,0 km² að mati
landeigandanna. Þeir segja
að ekki sé gert ráð fyrir
stækkun vallarins í samningi
eigenda við Golfklúbbinn
Glámu og að golfvöllurinn
sé rekinn með tímabundnu
leyfi eigendanna. Í bréfi frá
Andrési F. Kristjánssyni,
einum af landeigendum í
Meðaldal segir að í samn-
ingi sem landeigendur í
Meðaldal gerðu við Golf-
klúbbinn Glámu sé gert ráð
fyrir 9 holu velli í dalnum
og ekki komi til álita að
hálfu eigenda að golfvöllur-
inn verði stækkaður. „Hvort
golffélaginu verður heimilað
að halda starfsemi sinni
áfram með sama hætti í
Meðaldal eftir árið 2015
eins og samningurinn gerir
ráð fyrir, hefur ekki verið
ákveðið enn. Það er þó
ekkert í stöðunni í dag sem
ætti að hindra að svo gæti
orðið,“ segir í bréfinu.
Óskað er eftir að þessar
staðreyndir komi fram í
kynningu aðalskipulagsins
og að ákveðin óvissa sé um
áframhaldandi leyfi fyrir
golfvellinum í Meðaldal
eftir árið 2015. Bæjarráð
vísaði erindinu til umhverf-
isnefndar Ísafjarðarbæjar.
– birgir@bb.is