Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 31
Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða hefur verið að skoða
möguleika til aukinna funda-
og ráðstefnuhalda á Ísafirði
og nágrenni. „Það þykir ljóst
að sá markaður hefur ekki
náð að teygja sig nægjan-
lega vestur og teljum við að
í samvinnu við ferðaþjón-
ustu og önnur fyrirtæki sé
grundvöllur til að leita leiða
við að þróa slíkan markað
enn betur hér á Ísafirði“, segir
í tilkynningu.
Svæðið þykir hefur upp á
einstaklega mikið að bjóða og
með samhentu átaki hags-
munaaðila er hægt að mynda
öflugan hóp sem vinnur sam-
an í átt að markmiðunum. Til-
gangur slíkrar samvinnu væri
að auka veltu og arðsemi
þeirra sem taka þátt í verkefn-
inu og auka nýtingu þeirra
sérstaklega á jaðartímum,
svo sem gististöðum, mat-
sölustöðum, söfnum og
verslunum.
„Það er svo von At-Vest
að þetta sé einungis byrjun-
in á stærra verkefni sem feli
í sér fleiri staði á Vestfjörð-
um sem ákjósanlegan kost
til funda og ráðstefnu-
halda“, segir í tilkynningu.
– thelma@bb.is
Vilja ýta úr vör samvinnuverkefni
til að auka funda- og ráðstefnuhald
Forsendur fyrir
lögbýli lögformlegar
„Málið er eðlilega höndlað
í ráðuneytinu. Það voru allar
lögformlegar forsendur til
staðar til að veita landeigend-
unum lögbýlisrétt á þessari
jörð og ef að við hefðu hafnað
því þá hefði það væntanlega
verið gert á annarlegum for-
sendum og það kom auðvitað
ekki til greina,“ sagði Einar
K. Guðfinnsson, sjávarútveg-
og landbúnaðarráðherra í sam-
tali við Svæðisútvarp Vest-
fjarða aðspurður um stofnun
lögbýlis í Leirufirði í Jökul-
fjörðum. Hann sagði málið
hafa með mjög undarlegum
hætti undið upp á sig.
„Að mínu mati standa engin
efni til þess að fjalla um málið
með þeim hætti sem gert hefur
verið. Þetta er mjög eðlileg
málsmeðferð og ég vil vekja
athygli á því að á síðustu
þremur árum, samkvæmt upp-
lýsingum sem ég lét taka sam-
an af þessu tilefni, þá höfum
við veitt rétt til stofnunar lög-
býla í 120 tilvikum. Hér er
því um að ræða mjög venjuleg
verkefni sem unnin eru af
hálfu ráðuneytisins og það er
ekki þannig að það sé eitthvað
sérstakt með það þó að eyði-
jörð sé skráð lögbýli. Það eru
fjölmörg dæmi um slíkt m.a.
á Vestfjörðum,“ sagði Einar
K Guðfinnsson.
Hann sagði einnig fjar-
stæðukennt að ætla að lögbýl-
isréttur í Leirufirði í Jökul-
fjörðum, gefi mönnum forskot
á vegagerð í landinu og sagði
lögbýlisstimpillinn ekki hafa
nein áhrif á vinnu við aðal-
skipulag Ísafjarðarbæjar sem
nú er á lokastigi.
– birgir@bb.is
Tekist er á um atriði í reglu-
gerð sem snýr að skoðunum
bifreiða en Jónas Guðmunds-
son, sýslumaður í Bolungar-
vík, segir ekki enn komið í
ljós hvort umsjón innheimtu
á vanrækslugjöldum á bifreið-
um sem ekki hafa verið færð
til skoðunar á réttum tíma fari
fram í Bolungarvík vegna þess
að reglugerðin sé ekki tilbúin.
Snýst ágreiningurinn um hvort
Frumherji og Aðalskoðun eigi
áfram að sjá um skoðun bif-
reiða eða hvort skoðunin megi
færast í ríkari mæli inn á bif-
reiðaverkstæði.
„Ég er ekki hlynntur því að
skoðunin færist inn á bifreiða-
verkstæðin. Þá er ég aðallega
að hugsa um öryggið því við
vitum það að sumir myndu
bara fúska við skoðunina og
ekki sinna sínu starfi. Upp á
öryggið tel ég að skoðunin sé
betur sett í höndunum á Frum-
herja og Aðalskoðun. En auð-
vitað yrði það gott fyrir verk-
stæðin að fá smá pening inn á
verkstæðin ef þau uppfylla
þau skilyrði sem þeim eru
sett,“ segir Guðmundur Ein-
arsson, eigandi Bílaversins.
„Öruggara að bifreiðaskoð-
un sé með óbreyttu sniði“
Heilbrigðisstofnunin Ísa-
fjarðarbæ hefur tilnefnt
Helga Kr. Sigmundsson
lækni sem fulltrúa í bygg-
ingarnefnd björgunarmið-
stöðvar á Ísafirði. Skal hann
vera fulltrúi Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða frá 1.
janúar. Eins og fram hefur
komið er fyrirhugað að byggja
björgunarmiðstöð á Ísafirði
sem hýsa myndi slökkvilið,
lögreglulið, björgunarfélag
og Neyðarlínuna.
Í vor óskaði Heilbrigðis-
stofnunin Ísafjarðarbæ eftir
aðkomu að skipulagningu
björgunarmiðstöðvarinnar þar
sem hún telji mjög brýnt að
gert sé ráð fyrir aðstöðu fyrir
sjúkrabifreiðar og sjúkraflutn-
ingamenn í björgunarmið-
stöðinni. Heilbrigðisráðu-
neytið tók undir sjónarmið
stofnunarinnar um að aðstaða
fyrir sjúkraflutninga sé nauð-
synleg þar sem björgunarmið-
stöðvar eru skipulagðar á lands-
byggðinni.
Hagsmunaðilar hafa allir
lýst yfir áhuga á að koma
að byggingu fyrirhugaðrar
björgunarmiðstöðvar á Ísa-
firði sem hýsa myndi slökk-
vilið, lögreglulið, björgun-
arfélag og Neyðarlínuna.
Kostnaðurinn við byggingu
mun skiptast á milli ríkis
og sveitarfélags og svo fé-
lagasamtaka eins og björg-
unarsveita og Rauða kross-
ins verði þau með.
Helgi fulltrúi HSÍ í bygging-
arnefnd björgunarmiðstöðvar
Engin niðurskurður í rekstri
útibúa Sparisjóðsins í Keflavík
„Ég á ekki von á því að
viðskiptavinir Sparisjóðsins í
Keflavík eigi eftir að finna
mikið fyrir samruna sparisjóð-
anna þriggja. Ef af þessum
samruna verður, þá kemur
hann til með að styrkja spari-
sjóðina verulega. Við erum
rétt búnir að undirrita vilja-
yfirlýsingu og það er ekki
meiningin hjá okkur að fara
að loka útibúum eða stytta
opnunartíma þeirra,“ segir
Geirmundur Kristinsson, spari-
sjóðsstjóri, aðspurður hvaða
áhrif fyrirhugaður samruni
sparisjóðanna getur haft á úti-
bú Sparisjóðins í Keflavík á
Vestfjörðum. „Ég held að of
snemmt sé að fullyrða eitthvað
um rekstrarform sparisjóð-
anna þegar viðræður um sam-
runa eru rétt komnar af stað.
Það er ekki meiningin að sam-
runinn eigi að koma niður á
starfstöðvum sparisjóðanna
hvort sem þær eru í Keflavík,
á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum
eða á Húnaþingi, þá værum
við ekki að þessu því Spari-
sjóðurinn í Keflavík gæti gert
það sjálfur og þyrfti hann ekki
að fá hjálp úr Reykjavík til að
gera það,“ segir Geirmundur.
Hann telur Sparisjóðinn í
Keflavík standa vel miðað við
fjármálakreppuna. „Með sam-
runanum myndi sparisjóður-
inn styrkjast á öllum sviðum.
Það er þrennt sem þarf að hafa
í huga núna. Það er að eigin-
og lausafjárstaða sé góð og
gjaldeyrismálin séu í lagi,“
segir Geirmundur. Eins og
sagt hefur verið frá hafa
stjórnir Sparisjóðsins í Kefla-
vík, Byrs sparisjóðs og SPRON
undirritað viljayfirlýsingu
þess efnis að hefja undirbún-
ing og vinnu sem miðar að
því að sameina sparisjóðina.
Stefnt er að því að niðurstaða
liggi fyrir eins fljótt og hægt
er. Í viljayfirlýsing stjórna
sparisjóðanna kemur fram að
unnið verður eftir aðgerðar-
áætlun og er stefnt að því að
stofnfjáreigendur og hluthafar
verði boðaðir til fundar í febr-
úarmánuði til þess að fjalla
um tillögu að samruna sem
mun miðast við 1. janúar
2009. Í sameiginlegri tilkynn-
ingu segja sparisjóðsstjórar
sparisjóðanna þriggja að mark-
mið sameiningarinnar sé að
styrkja sparisjóðina í því erf-
iða efnahagsumhverfi sem
framundan sé og stuðla að
aukinni hagræðingu í íslensku
fjármálakerfi.
– birgir@bb.is
Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ.
Útibú Sparisjóðins í Keflavík á Ísafirði.