Bæjarins besta - 18.12.2008, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 39
STAKKUR SKRIFAR
Jólahald í mótbyr
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Við lifum á umbrotatímum. Sjaldan hafa viðlíka hörmungar dunið á íslenskri
þjóð og nú. Fjárlagfrumvarp ríkisstjórnarinnar er köld vatnsgusa í andlit okkar
allra, nema þeirra sem sukkuðu og sóuðu með sjóði banka og fyrirtækja. Í
taumlausri græðgi sópuðu þau til sín tugum ef ekki hundruð milljóna íslenskra
króna. Skeytingarleysi þeirra var algert. Áður hefur þessum örfáu tugum karla
og nokkrum konum verið líkt við víxlarana í musterinu. Jesú Kristur velti um
borðum þeirra vegna þess að þeir vanhelguðu musterið. Hann rak þá út.
Enginn venjulegur maður skilur þá óheftu, taumlausu frekju og sjálfselsku
sem þetta fólk hefur sýnt og þó. Fjölmiðlar hafa velt sér upp úr óhóflegu líferni
þeirra og birt myndir af snekkjum og einkaþotum, sem nú er vitað hvernig
óhófsfólkið eignaðist. Orðið frelsi, einkum í viðskiptum, hefur fengið á sig
ógeðfelldan blæ. Frelsi vekur nú þá ímynd að kúga megi lýðinn. Margir, aldnir
jafnt og ungir hafa tapað sparnaði sínum á báli óhófsins, frekjunnar og græðg-
innar.
Þó fólk hafi í forvitni sinni haft gaman að því að fylgjast með hvernig þotu-
liðið hagaði óhófi sínu og munaði réttlætir það ekki að íslensku samfélagi sé
svo komið að skattar hækki, þjónusta minnki, framkvæmdum sé slegið á frest
og óvissan verði hlutur þúsunda sem ekki sjá fram úr skuldum og vandamálum.
Aldrei hefur stærri eignaupptaka orðið hlutskipti jafn margra og nú á jafn
skömmum tíma. Hverjar afleiðingar fjárhamfara verða til lengri tíma
litið er algerlega óvitað. Her hagfræðinga á engin svör.
Ríkisstjórnin hefur átt erfiða daga við að greiða úr óskapnaðinum.
Dýrar, en því miður gagnslitlar eftirlitsstofnanir dugðu ekki. Enginn stóð
vaktina. Hver bendir á annan þegar spurt er um ábyrgð. Er íslenskt sam-
félag ábyrgðar- og getulaust þegar kemur að fjármunabrotum? Hægt er
að dæma ógæfumenn fyrir stuld á pilsnerdós og lambalæri. Hirði þjófurinn
bankann má ekki stugga við honum þótt heil þjóð standi eftir hnípinn.
Þess er saknað nú við jól að þjóðkirkjan hafi lítið látið í sér heyra.
Syndurum ber að fyrirgefa þótt fjöldanum blæði. Gamla testamentið
verður auðveldara lesefni en hið nýja. Brýnt er að almenningur fyrirgefi
sjálfum sér að hafa saklaus lent í miðri hringiðu fjárhruns, reyni að fyrir-
gefa ríkisstjórn og alþingi fyrir að hafa sofið á verðinum, en muni að
óskapnaðurinn má ekki endurtakast. Þegar ekkert er eftir verður fyrir-
gefning nýtt upphaf. Við verðum að treysta á okkur sjálf hvert og eitt.
Jólin gefa von um betri tíð en framundan er löng og torsótt leið.
Njótum þeirra. Við eigum margt gott fólk á Íslandi. Megi bera meira á
því, ásamt réttlæti og jöfnuði.
Gleðileg jól.
Samgönguráðherra hefur
ákveðið skiptingu 250 millj-
óna króna framlags úr ríkis-
sjóði til sveitarfélaga vegna
tímabundins samdráttar í afla-
marki þorsks á árinu. Er fram-
laginu ætlað að koma til móts
við tekjumissi sveitarfélaga
þar sem samdráttur verður í
atvinnu. Bolungarvík fær
hæsta framlagið, sé miðað við
höfðatölu, af sveitarfélögum
á Vestfjörðum en Bolungarvík
fær 9.650 krónur á hvern íbúa
sem gera 8.723.543 krónur.
Að sögn ráðuneytisins byggist
úthlutunin nú á sambærilegum
forsendum og árið 2007 sem
er áhrif ákvörðunar um afla-
niðurskurð á einstök sveitar-
félög þar sem aflamark er
skráð. Þó er að þessu sinni
miðað við minnkun aflamarks
eins og það var í hverju sveit-
arfélagi um sig þann 1. sept-
ember 2007, en ekki meðaltal
úthlutaðs aflamarks nokkur
fiskveiðiár þar á undan eins
og gert var fyrir ári.
Ráðuneytið segist telja, að
með því sé betur mætt áhrifum
af niðurskurði í aflamarki
þorsks í hverju sveitarfélagi
þar sem skoðuð er staða afla-
marks við upphaf þess tíma er
niðurskurðurinn tók gildi. Alls
er 200 milljónum króna varið
til þessa þáttar. Þá er sérstakt
tillit tekið til breytinga sem
átt hafa sér stað í lönduðum
afla milli fiskveiðiáranna
2006-2007 og 2007-2008.
Alls er 50 milljónum króna
varið til þessa þáttar, en fram-
laginu er ætlað að mæta
minnkandi umsvifum í starf-
semi hafna vegna ákvörðunar
um niðurskurð í aflamarki
þorsks.
Ákveðið að hámarksúthlut-
un til einstakra sveitarfélaga
yrði 35 milljónir króna. Mark-
mið úthlutunarinnar er að
framlag renni til þeirra sveit-
arfélaga sem verða fyrir um-
talsverðum áhrifum vegna
hins tímabundna samdráttar í
þorskafla.
Úthlutun til sveitarfélaga á
Vestfjörðum:
Bolungarvíkurkaupstaður:
Íbúar 904, Samt. kr. 8.723.
543., kr. á íbúa 9.650.
Ísafjarðarbær: Íbúar 3.963,
Samt. kr. 24.096.940., kr. á
íb. 6.080.
Tálknafjarðarhreppur: Íbú-
ar 290, Samt. kr. 2.267.642.,
kr. á íb. 7.819.
Vesturbyggð: Íbúar 920,
Samt. kr. 6.345.291., kr. á íb.
6.897.
Súðavíkurhreppur: Íbúar
214, Samt. kr. 0., kr. á íb. 0.
Strandabyggð: Íbúar 500,
Samt. kr. 151.421, kr. á íb.
303.
– birgir@bb.is
Vestfirsk sveitarfélög fá 41,5 milljónir
Matvælaframleiðsla hlut-
fallslega stærst á Vestfjörðum
Matvælaframleiðsla er hlut-
fallslega stærri á Vestfjörðum
í samanburði við önnur land-
svæði og greiðir þriðjung
launa í fjórðungnum. Þá er
ótalið fiskveiðar og önnur af-
leidd störf s.s. hótel- og veit-
ingahúsarekstur, verslun og
flutningsþjónusta. „Veiðar og
vinnsla á sjávarafurðum, land-
búnaðarframleiðsla og öflun
matartengdra hlunninda hafa
því löngum verið undirstöðu-
atvinnugreinar hér á Vest-
fjörðum. Vestfirðingar búa
yfir mikilli þekkingu á sviði
matvælaframleiðslu og hafa
fulla burði til að hasla sér enn
frekari völl á þessu sviði. Sér-
stök tækifæri liggja í hrífandi
náttúru, óspilltu dýralífi og
kraftmikilli menningarsögu.
Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða hefur að undanförnu
tekið að sér að skoða þessa
þætti sérstaklega“, segir í grein
frá At-Vest.
Fjölmörg verkefni sem fela
í sér þróun á matvælum eru
nú þegar farin af stað á Vest-
fjörðum og má þar nefna
áframrækt á þorski, bleikju-
eldi og væntanlega kræklinga-
rækt sem munu skapa mikla
sérstöðu í framleiðslu. Önnur
sjálfstæð verkefni má nefna
s.s. sérhæfða framleiðslu á
lamba- og kindakjöti en mikill
áhugi virðist vera á vöruþróun
og heimavinnslu afurða. Auk
þess vinna Drangsnesingar að
vöruþróun á grásleppuafurð-
um, Patreksfirðingar skoða
tækifæri í tengslum við stein-
bítinn að ógleymdum sólþurrk-
aða saltfiskinum á Ísafirði.
Hrein náttúra Vestfjarða og
lífræn vottuð landssvæði skapa
auk þess tækifæri til að búa til
lífrænar afurðir eins og bláber,
krydd, te og jurtaveigar og
fleiri afurðir í landbúnaði í
hæsta gæðaflokki.
Nýverið reið Atvest á vaðið
með forverkefni í matar-
tengdri ferðaþjónustu. Ferða-
mönnum á Vestfjörðum fer
stöðugt fjölgandi sem er
tækifæri til að kynna matvöru
með sérkennum hvers svæðis
fyrir sig. Þannig nýtist hug-
myndaflug heimamanna í
vöruþróun, hönnun og fram-
setningu sem eykur verðmæti
vörunnar og sýnileika stað-
bundinnar matarmenningu
svæðisins. Settur hefur verið
af stað forverkefnishópur sem
kemur úr röðum vestfirskra
matvælaframleiðenda og fram-
reiðenda ásamt Atvest Sam-
starfið mun ná til fyrirtækja
og einstaklinga í vinnslu á
fiski, kjöti, mjólkurafurðum,
grænmeti, drykkjarvöru og
fleiri afurðum ásamt versl-
unum, ferðaþjónustuaðilum
og veitingastöðum.
Markmið verkefnisins er
fyrst og fremst að auka veltu
og söluhagnað á vestfirskum
matvælum til ferðamanna,
heimamanna og neytenda
almennt. Fjölmargir framleið-
endanna eru smáir og því er
samstarf þeirra mikilvægt til
að auka verðmæti á eigin
framleiðslu. Þeir geta sérhæft
sig í framleiðslu fyrir minni
markaði, t.d. ferðaþjónustuna.
Þannig hafa þeir áhrif á verð
og útlit vörunnar, þá getur sér-
staða hvers framleiðanda bet-
ur fengið að njóta sín og rekj-
anleiki afurða orðið meiri.
„Með öflugu samhæfðu átaki
aðila í greininni, Atvest og
annarra stofnanna eru tæki-
færin í tengslum við matvæla-
framleiðslu og matartengda
ferðaþjónustu gríðarleg. Með
úrvals hráefni og samstilltu
átaki aðila í greininni að vopni
er engum vafa undirorpið að
sóknartækifæri eru í atvinnu-
sköpun á Vestfjörðum“, segir
í greininni sem verður birt í
heild BB-vefnum innan tíðar.
Matvælaframleiðslega er hlutfallslega mest á Vestfjörðum.
Harpa
handhafi
Guðrúnar-
bikarsins
Harpa Björnsdóttir, for-
maður íþróttafélagsins
Ívars á Ísafirði, er handhafi
Guðrúnarbikarsins árið
2008. Guðrúnarbikarinn
er bikar sem gefinn var
Íþróttasambandi fatlaðra
árið 2000 af Össurri Aðal-
steinssyni, félagsmanni í
Lionsklúbbnum Esju til
minningar um eiginkonu
hans Guðrúnu Pálsdóttur.
Handhafi hans er valinn
ár hvert af stjórn ÍF og er
bikarinn afhendur þeirri
konu sem hefur starfað
sérlega vel í þágu fatlaðs
íþróttafólks.
„Harpa er einstakur
liðsmaður íþróttahreyf-
ingar fatlaðra og stjórn ÍF
samþykkti samhljóða að
handhafi Guðrúnarbikars-
ins árið 2008 yrði Harpa
Björnsdóttir, formaður
Ívars. Hún hefur verið val-
in af ÍF og Special Olym-
pics á Íslandi í fararstjórn
á alþjóðamót og hefur
hvarvetna vakið athygli
fyrir hlýtt viðmót, dugnað
og hæfileika í mannlegum
samskiptum“, segir í til-
kynningu.