Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 42
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200842
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Alls svöruðu 626.
Já sögðu 143 eða 23%
Nei sögðu 483 eða 77%
Spurning vikunnar
Ert þú sátt/ur við að
greiða tæpar 18 þúsund
krónur í nefskatt ti RÚV?
Til leigu yfir jól og áramót er lít-
ið einbýlishús í Hnífsdal. Húsið
er fullbúið húsgögnum og hús-
búnaði og hefur gistirými fyrir
sex manns. Upplýsingar gefur
Erna í síma 869 4566.
Til sölu er Kia Sportage árgerð
2000, ekinn 83 þús. km. Verð
kr. 370 þús. Nýskoðaður. Uppl.
í síma 456 3612 og 869 4566.
Þaulvanur smiður getur bætt
við sig verkefnum fram að jól-
um. Uppl. í síma 824 0539.
Jólakjólar og drengjadress fyrir
jólin. Stærð: 0-3 ára. Upplýsing-
ar í síma 864 2803.
Innréttingin upp fyrir jólin! Tek
að mér uppsetningar á innrétt-
ingum, lagningu gólfefnis og
margt fleira. Vanur smiður.
Uppl. í síma 862 8388.
Elías Ketilsson (Elli Ketils) í
Bolungarvík varð áttræður
þriðjudaginn 16. desem-
ber. Í tilefni dagsins býður
hann ætingjum og vinum
upp á kaffi í Slysavarnahús-
inu við höfnina í Bolungar-
vík laugardaginn 20. des-
ember kl. 15. Gjafir eru
vinsamlegast afþakkaðar.
Afmæli
Atvinnuleysið var 0,6% í nóvember
Atvinnuleysi var minnst á landinu á Vestfjörðum í nóvember, eða 0,6% af áætluðum mannfjölda í fjórðungnum.
Atvinnuleysi jókst á landinu í heild um 75% að meðaltali frá október eða um 2.339 manns. Að því er fram
kemur í mánaðarlegri skýrslu Vinnumálastofnunar hefur atvinnuleysi ekki verið jafn mikið frá því í maí árið 2004.
Þá jókst atvinnuleysi um 80% á höfuðborgarsvæðinu en tæp 70% á landsbyggðinni í nóvember en atvinnuleysi er
nú mest á Suðurnesjum eða 7,2%. Á Vestfjörðum voru flestir atvinnulausir í Ísafjarðarbæ í nóvember eða 11
manns, því næst komast Súðavík og Vesturbyggð en í báðum sveitarfélögum voru sex á skrá atvinnulausra. Þrír
voru skráðir í Reykhólahreppi, Tálknafjarðarhrepps og Strandabyggð en engir í öðrum sveitarfélögum fjórðungsins.
Jól fjarri fósturjörðinni
Jólin halda nú innreið sína
með öllum sínum ljóma og
hefðum. Götur eru færðar í jóla-
búninginn og gluggar heima-
húsanna lýsa skreyttir út í
skammdegið. En ekki halda
allir Vestfirðingar jól sín á
Íslandi og hvernig eru jólin ann-
ars staðar en á fróni? Ísfirð-
ingarnir Helga Sigurðardóttir
og Kristinn Grétarsson segja
hér frá aðventunni í Dana-
veldi.
Notalegt að halda
jólin í Danmörku
„Við fjölskyldan höldum nú
okkar önnur jól hérna í Dan-
mörku. Fyrstu merki um að
jólin séu á næsta leyti er þegar
jólabjórinn kemur í búðirnar
og í veitingahúsin í nóvember
og Danirnir flykkjast á jule-
frokost frá byrjun desember.
Yngsti fjölskyldumeðlim-
urinn, Viktoría Sólveig 5 ára
er á síðasta ári í leikskóla og
þar hefst jólaundirbúningur-
inn í nóvember. Í lok nóvem-
ber er byrjað að gera jólaskraut
og komið með pakka fyrir
jóladagatalið. Julenisse eða
hjálparsveinar jólasveinsins
hafa mikið hlutverk hérna og
er hann einhverskonar stríðn-
ispúki sem að hefur það hlut-
verk að vera með allskonar
grikki í desembermánuði. Það
kemur julenisse eða drillen-
isse heim með Viktoríu einn
dag í desember og þykir börn-
um þetta mjög spennandi (lítill
mjúkur bangsi sem að lifnar
svo við og gerir allskonar
galdra og prakkarastrik). Hér-
na í Danmörku er bara einn
jólasveinn eða julemand eins
og hann heitir og svo margir
hjálparsveinar. Ég þekki ekki
söguna á bak við þessa hefð,
en spurning hvort að þetta séu
einhverskonar frændur gömlu
íslensku jólasveinanna, þar
sem þeir voru jú þekktir fyrir
prakkarastrik. Nú, svo í skól-
anum hjá eldri börnunum sem
eru Anna Katrín 8 ára og
Daníel Már 10 ára eru bekk-
irnir með jóladagatal þar sem
að allir koma með einn pakka
fyrir 1.desember. Í skólum og
leikskólum er Luciu athöfn
og þá bera stelpur kerti á höfð-
inu íklæddar hvítu og ganga
um. Viktoría Sólveig tekur t.d.
þátt í þessari athöfn 11. des-
ember. Bæði í leikskólanum
og skólanum er síðan morgun-
matur með foreldrum um
miðjan mánuðinn og svo jóla-
hygge einhvern eftirmiðdag-
inn. Þannig að það er nóg að
gera í öllu þessu þegar það
eru þrjú börn á heimilinu.
Eplaskífur eða æbleskiver
eru mikið borðaðar fyrir jólin
en það eru mjúkar steiktar
bollur (af kleinuætt) og þær
eru borðaðar heitar með sultu
og flórsykri. Það er mjög hefð-
bundið að fara á kaffihús og
fá sér glögg og eplaskífur og
niðri í bæ og í Tívolí eru básar
sem selja slíkt. Kleinur tengj-
ast jólunum og eru bakaðar á
mörgum heimilum fyrir jólin
(smakkast þó ekki eins vel og
íslensku kleinurnar). Grjóna-
grautur eða risengrød er einnig
mikið notaður í desember
mánuði og er það t.d. uppáhald
„nissanna“.
Danirnir setja jólatrén upp
mjög snemma og eru margir
komnir með skreytt jólatré
1.desember. (Jólatrén eru líka
farin út strax eftir jólin) Það
er ekki mikið um jólaseríur í
gluggum og á húsum eins og
á Íslandi en meira um að fólk
setji seríu í tré og runna í garð-
inum (rafmagnið er svo dýrt!).
Miðbær Kaupmannahafnar er
mikið skreyttur með fallegum
ljósum, þó að það vanti mikið
þegar að Hótel D’anglaterre
er ekki ljósum prýtt þetta árið.
Miðbæjarkjarnar hérna á okk-
ar svæði eru með ljósaskreyt-
ingar yfir verslunar götur sem
gerir svæðið mjög jólalegt.“
Vestfirskar hefðir
í heiðri hafðar
Okkar jólaundirbúningur er
nokkurskonar blanda af ís-
lenskum og dönskum hefðum
eftir því sem við lærum meira
inn á danskar hefðir. Við bök-
um piparkökur og förum á
íslenskt jólaball. Fyrir síðustu
jól komu tveir íslenskir jóla-
sveinar með íslenskt nammi
fyrir börnin. Við förum á
skauta á Kongens Nytorv og
fáum okkur svo eplaskífur og
glögg á D’anglaterre, kíkjum
í Tívolí og skoðum skreyting-
ar og hittum vini. Aftur á móti
höldum við alltaf ákveðnar ís-
lenskar eða vestfirskar hefðir
í heiðri. Við höldum skötu-
veislu á Þorláksmessu með
ekta vestfirskri vel kæstri
skötu og hamsatólg sem við
fáum senda frá Hnífsdal. Þetta
árið eigum við von á tæplega
30 manns, (allt íslendingar þó)
og sumir hafa aldrei bragðað
skötu áður. Ég er alin upp við
skötu á Þorláksmessu og síð-
ustu ár hefur okkur hjónum
fundist þetta ómissandi hluti
af jólahaldinu. Þegar við
bjuggum í Reykjavík var
Ólafía amma alltaf með skötu-
veislu og þar safnaðist sá hluti
af stórfjölskyldunni sem var á
svæðinu saman í skötuveislu.
Svo erum við svo heppin að
vera komin með íslenskar
jólarjúpur, sem mágur minn
(Veigar Grétars) skaut, í fryst-
inn sem verða jólamaturinn í
ár. Svo er það hangikjötið á
jóladag. Við hjónin höfum
haldið mörg jól í Bandaríkj-
unum og þá fengum við alltaf
hangikjöt og fleira íslenskt
góðgæti til okkar um jólin.
Þannig að þó að við séum
ekki á heimahögum þá er alltaf
ákveðinn hluti sem kemur frá
Ísafirði, t.d. höfum við alltaf
fengið sendar heimabakaðar
sörur og lagkökur frá mömmu
og súkkulaðibitakökur frá
tengdamömmu. Það má því
segja að jólaundirbúningur og
jólahald hjá okkur sé íslensk
með dönsku ívafi.
Það er notalegt að halda
jólin í Danmörku. Danirnir eru
tímanlega að öllu og maður
upplifir ekkert jólastress eins
og oft var á Íslandi. Þá er ég
að sjálfsögðu að tala um þegar
við vorum í höfuðborginni.
Það er mikið lagt upp úr því
að hafa það huggulegt og hitt-
ast og njóta líðandi stundar.
Það sem vantar er að hafa alla
fjölskylduna í nágrenninu, ég
er þó heppin að systir mín býr
nálægt mér og um síðustu jól
komu foreldrar okkar og við
vorum öll saman á jólunum
hérna hjá okkur. Alltaf þegar
ég hugsa til jólanna á Ísafirði
þá kemur upp í hugann hvað
það var mikil stemming að
kíkja í bæinn á Þorláksmessu-
kvöld og sjá jólastemminguna
og allir að óska öllum gleði-
legra jóla!“
Næsta tölublað
BB kemur út
miðvikudaginn
8. janúar 2009.
Fréttavakt verður á
bb.is yfir hátíðarnar.
Gleðilega
hátíð!