Listin að lifa - 01.09.1996, Síða 2

Listin að lifa - 01.09.1996, Síða 2
JH.íAÍU^i að Ufa EFNISYFIRLIT: Ávarp Páls Gíslasonar, formanns FEB 2 Öflugt félag - hagur okkar allra 3 Aprílgabbið lifir enn talað við göngustjórann Ernu Arngrímsdóttur. 3 og 23 Sönglistin og sameinað afl virkra félaga talað við kórstjórann Kristínu Sæunni Pjetursdóttur. 5-6 Vetrarparadís í Karíbahafi fyrir eldri borgara 6 Föst vetrardagskrá félagsins 7 Félagsvistin er öllum opin segir stjórnandi hennar Guðmundur Guðjónsson. 10 Mímisbrunnur - lumar ætíð á yngingarlyfjum. Pálmi V. Jónsson læknir skrifar um rétt fæði og hreyfingu. I I Félags- og tómstundastarf veturinn 1996-97 Reykjavíkurborg kynnir félagsmiðstöðvarnar. 12-13 Hinn heilagi réttur - tekur fyrir ýmis hagsmunamál. Margrét Thoroddsen hugleiðir skert réttindi eldri borgara. 14-15 Lífsgleði njóttu eins lengi og kostur er Brynhildur Olgeirsdóttir, fyrsti formaður leikfélagsins. 15-16 „Elexír“ fyrir heilann segir Sigrún Pétursdóttir, formaður leikfélagsins. 16-17 Lífið er flæði segir Guðmundur Gunnlaugsson, arkitekt. 18-19 Jólakort Félags eldri borgara 21 Slysavarnadagskrá 23 Að kunna að tapa og sigra í KR lærði ég hinn sanna íþróttaanda segir Bergur Þorvaldsson, stjórnandi briddsins. 24 Skoðun stjórnmálamanns Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra fjallar um velferðarþjóðfélagið og lífeyrismál. 26 Umsóknareyðublað um aðild að FEB 27 Það gerir sjómennskan segir Pétur H. Ólafsson, dans- og ferðastjóri. 29-30 Pútt-golf Vilhjálmur Halldórsson er upphafsmaður pútt-golfsins á íslandi. 30 Forsíðumyndin er málverkið Örlagateningurinn frá 1925, eftir Finn Jónsson (1892-1993). Myndina málaði Finnur í Þýskalandi, en þar kynntist hann hinum róttæku hugmyndum módernismans og sýndi meðal annars í Sturm galleríinu í Berlín. Listin að lifa er gefin út af Félagi eldri borgara í Reykjavík Umbrot og prentun: Hagprent-lngólfsprent ehf Filmuvinnsla: Prenthönnun Stærra blað FEB Með útgáfu þessa blaðs, sem hefur hlotið nafnið „Listin að lifa“, eru þáttaskil í útgáfumálum félagsins. A undanförnum árum hafa komið 3-5 tölublöð árlega af fréttabréfi, en nú finnst stjórn félagsins kominn tími til breytinga og að blað okkar fylgist með kröfum tímans um stærð og útlit. Ráðinn hefur verið ritstjóri, Oddný Björgvins, sem hefur safnað efni og ritstýrt hinu nýja blaði og vil ég sérstaklega bjóða hana velkomna til starfa hjá okkur. Við höfum líka hafið samstarf við Félagsmálaráð Reykjavíkur um útgáfuna og lofar það góðu. Það er von stjórnar að með þessu fái eldri borgarar í Reykjavík betri upplýsingar um félagsstarf í borginni og umfjöllun um ýmis mál sem þá varða. Páll Gíslason, formaður FEB Kæru lesendur! Það er gaman að kynnast öllu því káta og hressa fólki sem vinnur fyrir FEB - viðmælendur mínir kunna sannarlega „listina að lifa“. Ég hlakka til að starfa með ykkur og kynnast flestum ykkar. Sendið mér línu eða hringið, ef þið eruð með góðar hugmyndir um efni blaðsins. Oddný Sv. Björgvins, ritstjóri Þær vinna fyrir ykkur Starfsfólk á skrifstofu FEB. Stefanía Björnsdóttir, gjaldkeri Úlla Bettý Knútsdóttir ritari, Sigrún Ögmundsdóttir er með átak til eflingar félaginu og Aðalheiður S. Steingrímsdóttir svarar í símann. Fremst á myndinni er Guðríður Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.