Listin að lifa - 01.09.1996, Page 10

Listin að lifa - 01.09.1996, Page 10
Félagsvistin er öllum opin — segir stjórnandi hennar, Guðmundur Guðjónsson „Öllum er frjálst að spila félagsvist hjá okkur, líka yngra fólkinu. Hjá Félagsmálastofnun mega aðeins 67 ára og eldri rnæta, en við hjá FEB fögnum því að sjá líka unglinga sem ekki hafa náð aldri.“ Guðmundur er búinn að stjórna vistinni síðan hún byrjaði í Risinu. „Fyrst var ég tregur í þetta, ætlaði að vera frjáls í spila- mennskunni. En núna finnst mér skemmtilegt að ganga á milli og fylgjast með spilunum sem menn hafa á hendi. Eg nýt þess líka að Skaftfellingarnir, Davíð og Kristín eru alltaf með bros á vör. glotta frarnan í spilarana. Þetta er mikið til sama fólkið og frábær félagsandi yfir borðum. Stundum þarf einhver að fara. Þá tekur maður við. Þegar byrjað er að spila má ekkert stopp koma upp. Enginn sannur félagsvistarmaður vill sitja lengi yfir borðum í að- gerðarleysi. Félagsvistin verður að ganga hratt og snurðulaust, það gerir keppnisandinn í íþróttinni." Fyrir jól og á vorin er fjögurra daga keppni í Risinu, sem er mjög vinsæl. Þá fá margir verðlaun. „Það er hvorki dót né drasl í verðlaun, fólk á nóg af slíku — vöruúttekt er vinsælli, hana geta allir notfært sér.“ - Hvenær fórstu að taka í spil? „Eg byrjaði að spila heima. Við vorum ekki nema 12 systkinin! Það var fjölmennt og kátt á heimilinu og geysilega mikið spilað.“ Guðmundur er fæddur og uppalinn í Austur-Landeyjum, Voðmúlastaðahjáleigu. „Það var svo mikið af hjáleigum í Land- eyjum.“ Þá var venja að ungir drengir færu á vertíð í sjávar- plássin strax eftir fermingu og Guðmundur er 10 vertíðir í Eyjum. Sjósókn og búskapur skiptast á og Guðmundur stundar eigin búskap á býlinu Snotru í átta ár. „Ég gaf bænum nafnið „Búland“ og vildi að hann bæri það með rentu. Slæmar fréttir að heyra að Búland er nú komið í eyði.“ Af veru Guðmundar í Reykjavík muna margir eftir honum sem starfsmanni hjá Shell í Skerjafirði. Konurnar eru duglegri að mæta í félagsvistina, eins og í annað Heyrðu Gunna, hvaö á ég að segja? Þau eru samstillt í félagsvistinni, Guðmundur og Unnur. félagslíf hjá FEB. „Oft verð ég að fara bónarveg til blessaðra kvenn- anna og fá þær til að spila sem karla. Margar þeirra koma löngu fyrir tímann og njóta þess að sitja og tala saman. Kaffikonan okkar, hún Unnur er líka svo létt og skemmtileg - lætur engan bíða lengi eftir kaffisopa og meðlæti. Hún er hjálparhellan mín og tekur off í spilin, ef vantar inn í.“ Skilaboð Guðmundar til félags- manna eru þessi: „Látið ykkur ekki vanta í félagsvistina. Það er oft kátt hjá okkur í Risinu. Þar er hægt að spila á 25-30 borðum, því fjörugra, því fleiri sem mæta.“ O. Sv. B. I tengslum við félagsvistina á föstudögum, bjóðum við hjartan- lega velkomna alla þá sem vilja æfa sig í briddsi. Við stefnum á skemmtilega spilamennsku, vit- um að margir sitja heima og halda að þeir kunni ekki neitt, en það er mesti misskilningur. Hafið góða skapið í farteskinu og þá kemur ýmislegt skemmti- legt í ljós. Unnur og Guðný eru alltaf mættar kl. 13.00, með heitt á könnunni. Guðný gefur allar upplýsingar í síma 553- 0895 eða Unnur í síma 567- 7517. Hlökkum til að sjá ykkur!

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.