Listin að lifa - 01.09.1996, Side 29
Það gerir
sjó-
mennskan
Pétur í sínu rétta umhverfi innan um net og veiðarfæri. Þarna er hann í
hlutverki sveitabóndans í auglýsingakvikmynd.
— segir Pétur Ólafsson
Alltaf er Pétur að. Gráa
skeggið og létta brosið mætir á
hverjum morgni uppi á skrif-
stofu í Risinu. Nema að hann sé
með ferðahópa á flakki úti í
sveitum landsins, Færeyjum eða
guð má vita hvar. Pétur er líka
snúningalipur á dansgólfinu,
heldur utan um dansleikina á
sunnudagskvöldum.
— Hvernig ferðu aðpví að vera
svona atorkusamur, Pétur?
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtsm^^,....,- s
„Eg er allur á kafi í að fram-
kvæma hlutina. Þetta rennur svo
auðveldlega út fyrir mér. Það gerir
sjómennskan!“
A sjóaraárunum sigldi Pétur inn
í alla Islandsfirði.
„Seinna fór ég með hundinum
mínum upp um fjöll og firnindi.
Þá var ég á flakki um landið til að
sjá um gæðaeftirlit á fiski og kom
inn í alla flóa og firði — öfugu
megin! Ef ég sá vegarspotta út frá
þjóðvegi, ók ég eftir honum eins
langt og hann náði. Hundurinn
minn sat í framsætinu og sleikti mig
í framan, ef ég dottaði við sfyrið.“
Þannig lærði Pétur að þekkja
landið og fólk úti á lands-
byggðinni. „Eg var svo mikið
innan um allt þetta fólk. Felldi út
heilu skipsfarmana, ef „maðkur
var í mysunni". Var ekkert alltof
vinsæll hjá þeim sem stjórnuðu
fiskútflutningi.“
Pétur átti eitt sinn að svara fyrir
það, hvers vegna hann stoppaði
útflutning á fiskfarmi. „Þeir sátu
þarna við fínpússuð ráðuneytis-
borð og sögðust ekkert skilja í
þessu. Þá hvolfdi ég úr fiskipoka
litlum hluta af farminum fyrir
framan þá — og maurinn skreið út
um allt borð. Flibbamennirnir
spruttu upp og sögðu: - Ertu
vitlaus - þetta fer í fötin okkar og
teppið. Maður verður nú að
kunna að svara fyrir sig!“
Sumarferð til Færeyja — haustferð í
Lakagíga og Eldgjá:
Pétur er óþreytandi að skipu-
leggja ferðir og ná verðinu niður.
Færri komast í ferðir með Pétri en
vilja. Langur biðlisti var í Lakagíga
og uppselt til Færeyja. „Þessi
ferðalög eru mikil lyftistöng,“
segir Pétur, „fyrir fólkið sem vill
vita sem mest um viðkomandi
staði - þó ekki of mikið. Ef ég sé
þreytumörk á ferðahópnum, fæ ég
harmonikkuspilara úr sveitinni og
slæ upp balli til að fólk geti liðkað
sig eftir setu í rútunni."
Sunnudagsböllin eru vinsœl!
Á hverju sunnudagskvöldi
stendur Pétur við dyrnar inn í
danssalinn og býður gestina
velkomna. „Eg byrjaði í gamla
Sigtúni og sá þar um skemmtanir
með gríni og glensi. Nú er það
sterk, félagsleg heild sem sækir
sunnudagsböllin. Þar er aldrei haft
vín um hönd, en fólk skemmtir
sér því betur. I lok hvers dans-
leikjar syngjum við öll saman:
„Hvað er svo glatt sem góðra vina
fundur,“ og margir segja um leið
og þeir ganga út: „Mikið var þetta
skemmtilegt kvöld.“
Pétur segist hafa verið „helvítis
dansfífl“ frá því hann var strákur!
„Dansinn gefur svo sterk félagsleg
tengsl innan um hoppin - bæði
sálarlega mýkt og líkamlega at-
orku. Þjóðir heims hafa dansað í
trú og beint sjónum sínum til
guðanna. Við íslendingar höfum
dansað til að tjá gleði okkar.
Dansinn gerir mann svo já-
kvæðan.“ Konur eru alltaf í meiri-
hluta á sunnudagsböllunum.
Frh. á næstu síðu