Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 36

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 36
FRÆÐSLUHORMIÐ Ágætu lesendur! Með hverju árinu sem líður byrja margir fyrr á jólaundir- búningnum. Það getur verið af hinu góða en jafnframt sakna margir gömlu góðu daganna þar sem aðventan færði okkur í senn væntingar og fögnuð og hinn eiginlegi jólaundirbúningur hófst. Eflaust finnst mörgum of seint að koma með hugmynd að jólakorti núna. Þess vegna fékk ég að velja fyrirmynd að korti hjá Björgu í Föndru, mynd sem hægt er að nota við fleiri tækifæri. Ramminn er gerður með „pickstensli“. Saumað er með þræði og litlum perlum ef vill. Falleg glansmynd, þrívíddarmynd eða persónuleg mynd límd í miðjuna. Kortið er klippt með takkaskærum og límt á mis- litan pappír eða sett í ramma. Þættinum hafa borist margar góðar og áhugaverðar uppskriftir að venju og hér koma nokkrar: Kjúklingaréttur Steinunnar Rétturinn er soðinn í ofnmóti með loki 1 kjúklingur (kjúklingalæri eða bringur) 3 dl tómatsósa 3-4 tsk. karrý I tsk. pipar 1 tsk. salt um 1 1/2 dl rjómi 1. Hreinsið og skerið kjúklinginn í hæfilega stóra bita (t.d. læri og bringur í tvennt). 2. Blandið kryddinu út í tómatsósuna. 3. Veltið kjúklingabitunum í kryddblöndunni og leggið þá í eldfast mót. Leggið lok á mótið og setjið það í 220 gráðu heitan ofn í 25 mínútur. 4. Hellið rjómanum yfir kjúklingabitana og setjið þá aftur í ofninn í aðrar 25 mínútur. 5. Berið réttinn fram með soðnurn kartöflum eða hrísgrjón- um. Einnig er gott að bera með brauð/bollur eða salat. Góður ábætir (handa 6-8) Ábætirinn er frystur og því auðvelt að búa hann til fyrir- fram þegar tími gefst til. Botn: 2 eggjahvítur 1 dl púðursykur 3/4 dl sykur 2 sléttfullir bollar Rice Krispies 1. Hitið ofninn í 150 gráður. 2. Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur. 3. Blandið Rice Krispies varlega saman við og setjið á ofn- plötu með bökunarpappír. 4. Bakið neðst í ofninum í eina klukkustund. Súkkulaðirjómi: 150 g suðusúkkulaði 3/4 dl rjómi Setjið rjóma og súkkulaði í pott. Bræðið það við vægan hita og kælið. Rjómakrem: 2 eggjarauður 3 msk flórsykur 4 1/4 dl rjómi (stífþeyttur) 2 msk koníak eða annað bragðefni. 1. Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn vel saman. 2. Blandið rjómanum og koníaki varlega saman við. Brjótið marensbotninn niður og setjið í skál. Hellið súkkulaðirjómanum yfir og síðan rjómakreminu. Setjið skálina í lokaðan plastpoka og frystið. Ábætirinn er tekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.