Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Side 6
föstudagur 4. júlí 20086 Fréttir DV
Sandkorn
n Í gærmorgun mátti vart sjá
hvaða blað lesendur lásu, slíkur
var frændskapurinn að Morgun-
blaðið, 24
stundir og
Fréttablað-
ið voru öll
með sömu
forsíðuna
þar sem sagt
var frá því að
heilir fjórir
starfsmenn
hefðu hætt hjá REI. Kannski ekki
240 uppsagnir eins og hjá Ice-
landair, en forsíða engu að síður.
Þegar betur var að gáð, mátti einn-
ig sjá að forsíðumyndin af Loga
Bergmann þuli, reyndist baksíðu-
myndin á Morgunblaðinu. Og þá
er ekki allt upptalið, því Þorleifur
Gunnarsson, borgarfulltrúi VG,
fékk pistil sinn um útboð á fíklum
og fleiru arðvænlegu birtan bæði
í Mogganum og 24 stundum.
Því hlýtur sá pistill að hafa verið
einna mest lesinn í gærdag. Slíkt
samstarf fjölmiðla má hugsanlega
nefna gúrkutíð.
n Árni Johnsen á í harðri rimmu
við söngkonuna Björk á síðum
Morgunblaðsins. Þar svarar hann
svargrein
Bjarkar um
náttúruna.
Árni fer um
víðan völl og
afstaða hans
til máls-
ins nokkuð
fyrirsjáan-
leg. En svo
virðist sem Árna þyki Björk og
allar hinar heimsfrægu stjörn-
urnar sækja land og þjóð sjaldan
heim því hann líkir komu þeirra
við afhendingu handritanna. En
stoppar ekki þar því hann heggur í
sama knérunn og aðrir sem fylgja
álverum hér á landi og bendir
á nauðsyn álframleiðslunnar á
Náttúrutónleikunum sjálfum. Því
hann fullyrðir að þar hafi legið eft-
ir tíu þúsund dósir að tónleikum
loknum.
n Uppsagnir skekja ríkisstarfs-
menn RÚV sem hingað til héldu
að þeir væru jafnöruggir með
stöðu sína
og aðrir
launþegar
ríkisins. Svo
er nú aldeilis
ekki því þeg-
ar hefur átta
verið verið
sagt upp
og fækkað
um 20 stöðugildi. Á meðal þeirra
sem fengu að finna fyrir löngum
skurðarhnífi RÚV var fréttamað-
urinn Héðinn Halldórsson sem
hefur flutt samviskusamlega fréttir
frá Danmörku undanfarna mán-
uði. Þá vekur hins vegar athygli
að RÚV á enn fréttaritara annars
vegar í Bretlandi og hins vegar
í Bandaríkjunum. Í því ljósi má
velta því fyrir sér hvort Ísland sé
að treysta enn frekar tengsl sín við
ríkin tvö á meðan Norðurlöndin fá
að sitja á hakanum.
n Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef-
ur farið öfuga leið við það sem
tíðkast í Reykjavík þessa dagana.
Ungir sprei-
listamenn fá
nefnilega af-
not af sérstök-
um veggjum í
miðbæ Hafn-
arfjarðar það
sem þeir geta
úðað að vild
án þess að
Jakob Frímann Magnússon elti
þá á röndum vopnaður málning-
arpensli. Framtakið hefur vakið
lukku hjá bæjarbúum í Hafnarfirði
sem kunna að meta spreilistina.
Jakob Frímann átti áður heima í
Hafnarfirði og hafði búsetu þar
á annan tug ára. Þess vegna geta
úðarar prísað sig sæla að græni
hermaðurinn sé fluttur til Reykja-
víkur.
Íslenskir fjárfestar og hluthafar í íslenskum fyrirtækjum hafa fengið vænan skell eftir
hrun á verðbréfamörkuðum. Fjöldi útrásarverkefna hefur farið í handaskolum og valdið
milljarða tapi. Hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum hafa lækkað um allt að 96 prósent.
Slæm kaup koSta
milljarða
Bæði einstaklingar og fyrirtæki
hafa orðið fyrir barðinu á versn-
andi efnahagsástandi undanfarið
ár. Hlutabréf hafa stórlækkað í verði
og mörg útrásarverkefni íslenskra
fjárfesta farið í handaskolum. Þess
eru dæmi að misráðnar fjárfesting-
ar hafi kostað íslensk fyrirtæki allt
að fimmtán milljörðum króna.
Fjárfesting kostaði milljarða
Ein alversta fjárfesting undan-
farinna ára voru kaup FL Group á
eignarhaldsfélagi American Air-
ways, AMR. FL Group keypti 6 pró-
senta hlut í AMR á um 29 milljarða
króna undir árslok 2006. Tæpu ári
síðar seldi félagið stærstan hlut
sinn eftir að virði hans hafði rýrnað
um fimmtán milljarða.
Einn viðmælenda DV orðaði það
sem svo að FL Group hefði með
kaupum í stóru bandarísku flugfé-
lagi veðjað á lágt olíuverð og sterk-
an dollara. Það hafi svo farið á hinn
veginn, svo ekki sé fastar að orði
kveðið.
Félagið tapaði að auki afar háum
fjárhæðum á fjárfestingum sínum
í hinum þýska Commerzbank og
flugfélaginu FinAir. Alls nam tap
vegna útrásarverkefna FL Group
um 38 milljörðum á síðasta ári.
Gengi bréfa FL Group hefur
sömuleiðis stórlækkað. Gengið nú
er 6,6 krónur á hlut, tæpum 80 pró-
sentum lægra en þegar mest var fyr-
ir rúmu ári.
Afskrifaði kaupin
Eimskip hefur einnig tekið
skellinn af misráðnum fjárfesting-
um. Fyrr í mánuðinum kom fram
að félagið hefur afskrifað eignarhlut
sinn í breska flutninga- og geymslu-
fyrirtækinu Innovate að virði 8,8
milljarða króna. Eimskip hafði fjár-
fest í fyrirtækinu á árunum 2006 til
2007 og á það allt.
Tap Eimskips á öðrum fjórðungi
ársins nam um 12,6 milljörðum
króna.
Hlutur í Eimskip kostar nú 14,3
krónur. Gengið toppaði tvisvar á
síðasta ári í 42,8 krónum. Þeir hlut-
hafar sem keyptu í uppsveiflunni í
fyrra brosa varla breitt, því bréf fyrir-
tækisins hafa hrunið um 65 prósent
á tæpu ári. Aðeins þrjú fyrirtæki í
Kauphöllinni hafa lækkað meira frá
áramótum hlutfallslega séð.
Fá útrásarverkefnin í hausinn
Það hafa fleiri fyrirtæki fengið
mislukkuð útrásarverkefni í haus-
inn. 365, áður Dagsbrún, ætlaði sér
að ráðast inn á breskan fjölmiðla-
markað með kaupum á Wynde-
ham-prentverkinu fyrir örfáum
árum. Félagið neyddist til að horfast
í augu við að kaupin voru mistök og
færðu niður eignarhlut sinn í prent-
smiðjunni að fjárhæð rúmlega tveir
milljarðar króna í fyrra.
Baugur Group keypti tískuvöru-
keðjuna MK One undir árslok 2004
á um sjö milljarða króna. Fyrr í ár
seldi Baugur keðjuna svo til fyrir-
tækisins Hilko. Kaupverðið var ekki
gefið upp. MK One hafði verið rek-
ið með 17,4 milljóna punda tapi
árið áður, andvirði yfir 27 milljarða
króna. Það má því gera ráð fyrir að
Hilko hafi ekki fengið keðjuna á
uppsprengdu verði.
Hluthafar í vondum málum
Hluthafar í íslenskum fyrir-
tækjum hafa ekki farið varhluta af
kreppunni. Þeir sem stigu síðastir
um borð í góðærislestina áður en
hún fór af sporinu standa nú marg-
ir uppi með hendurnar hálftóm-
ar. Þannig fengu þeir sem keyptu í
SPRON þegar fyrirtækið fór á mark-
að 23. október köttinn í sekknum,
því bréfin hafa lækkað um 80 pró-
sent. Kaupþing keypti hlutinn á 3,8
krónur þegar fyrirtækin sameinuð-
ust fyrr í vikunni. Hann seldist hæst
á 18,9 krónur daginn sem Spari-
sjóðurinn fór á markað.
Svipaða sögu er að segja af mörg-
um íslenskum fyrirtækjum. Bréf Ex-
istu, Teymis og fjölmargra annarra
fyrirtækja hafa tekið hrikalega dýfu.
DeCode hlaut einna verstu útreið-
ina á hlutabréfamörkuðum. Bréf
þess náðu hámarki í 28,75 doll-
urum, að andvirði tæplega 2.300
króna á gengi dagsins í dag. Síðan
þá hefur gengið hrunið um heil 96
prósent.
Íslendingar ekki farið óvarlega
Einn viðmælandi DV skýrði
frá því að bankar um allan heim
hefðu að stórum hluta skrúfað fyr-
ir lánveitingar til fyrirtækjakaupa
og hefði botninn því dottið undan
þeim miklu verðhækkunum hluta-
bréfa sem á undan hefðu komið.
Annar viðmælenda DV benti
enn fremur á að Íslendingar hefðu
ekki farið sérstaklega óvarlega þó
ástandið á mörkuðum hér væri
slæmt. Hins vegar væri fjöldi fjár-
mála- og fjárfestingarfyrirtækja á
landinu hlutfallslega óvenju mikill.
Því kæmi hrun sem heimsbyggð-
in horfir nú upp á sérlega illa við
Ísland. Iðnfyrirtæki hafa lækkað
minnst eins og sjá má séu fyrirtæki
Kauphallarinnar skoðuð.
„Þeir sem stigu síðast-
ir um borð í góðæris-
lestina áður en hún fór
af sporinu standa nú
margir uppi með hend-
urnar hálftómar.“
Eimskip Hefur tapað miklu
á útrásarverkefnum sínum.
FL Group Það var
þungt yfir mörgum
á síðasta aðalfundi
fl group.
HAFstEinn GunnAr HAuksson
blaðamaður skrifar: hafsteinng@dv.is