Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 8
föstudagur 4. júlí 20088 Fréttir DV „Ég mátti tala við hann í tíu mínútur úti á flugvelli í gærmorgun, lögregl- an harðneitaði að segja mér hvert væri verið að fara með hann,“ segir Rosemary Atieno, kona Pauls Ram- ses sem var sendur úr landi í gær- morgun í lögreglufylgd. Kona hans og barn urðu hér eftir. Ramses sótti um pólitískt hæli hér á landi í janúar, en hann er meðlimur stjórnarandstöðunnar í heimalandi sínu Keníu. Pólitískar ofsóknir eru raunveruleiki þar í landi og hafa margir stjórnarandstæðing- ar verið myrtir að undanförnu. Hún er ráðvillt og sorgmædd yfir þeirri meðferð sem íslensk yfirvöld sýndu þeim. Ramses var fluttur úr landi eins og glæpamaður snemma í gær- morgun. „Þeir komu á vinnustaðinn hans og leituðu að honum,“ segir hún og bætir við að Paul hafi sjálf- ur farið á lögreglustöðina vegna for- vitni um það hvers vegna lögreglan leitaði hans. Þar var honum tjáð að hann þyrfti að yfirgefa landið morg- uninn eftir. Settur í fangaklefa Lögreglumenn framvísuðu bréfi sem var dagsett þann 1. apríl síðast- liðinn. Í bréfinu sem var frá Útlend- ingastofnun kemur fram að hann þyrfti að yfirgefa landið í byrjun júlí. Bréfið kom algjörlega flatt upp á Ramses sem hafði aldrei séð það fyrr. Þar að auki var ekki til nein und- irskrift til staðfestingar þess að hann hefði móttekið bréfið og þess vegna haft eðlilegan frest til þess að undir- búa brottför. „Tveir lögreglumenn fylgdu honum heim þar sem hann varð að pakka saman farangri sínum í flýti. Að því loknu fórum við saman á lögreglustöðina. Þar gat ég verið með honum í klukkutíma þar til ég var send í burtu. Þá var hann send- ur í fangaklefa og síminn tekinn af honum,“ segir Rosemary. Ástæða þess að lögreglumenn tóku af hon- um símann var sú að fjölmiðlamenn höfðu reynt að ná af honum tali. „Ég vissi þess vegna ekkert. Ég hringdi á lögreglustöðina og spurði fregna af honum,“ segir hún. Svarið sem Rose- mary fékk var kalt. „Þeir spurðu mig bara hver ég væri, ég kynnti mig sem konuna hans. En þá fékk ég svarið: Þú getur ekki talað við hann, þannig eru lögin.“ Engin svör Rosemary brunaði út á Kefla- víkurflugvöll í gærmorgun til þess að reyna að hitta á manninn sinn. „Hann var í fylgd lögreglumanna og ég gat ekkert verið ein með honum. Ég fékk tíu mínútur til þess að kveðja hann, svo var hann farinn.“ Rose- mary veit ekkert um það hvert hann var sendur, lögreglumenn veittu henni engar upplýsingar. „Ég hef ekkert heyrt í honum síð- an á flugvellinum.“ Lögfræðingurinn undrandi Ramses verður að öllum líkind- um sendur til Ítalíu þar sem mál hans verður tekið fyrir. Ísland er aðili að Dyflinarsamningunum sem gerir stjórnvöldum kleift að senda flótta- menn til þess lands innan Scheng- en-svæðisins sem þeir komu fyrst til. „Paul sótti um hæli í lok janúar síðastliðins,“ segir lögmaður Pauls, Katrín Theódórsdóttir. „Svo strax um miðjan mars óskaði ég eftir að það yrði fjallað um umsóknina hér á landi, af því hann hafði tengsl við Ís- land, þekkti hérna fólk og hafði búið hérna áður.“ DV leitaði viðbragða hjá Útlend- ingastofnun. Haukur Guðmunds- son, settur forstjóri Útlendingastofn- unar, segir að í byrjun apríl hafi Ítalir verið tilbúnir til þess að taka við Paul en vegna mannúðarástæðna hafi Út- lendingastofnun gefið honum frest til þess að vera á landinu fram yfir fæðingu barns hans. Katrín undr- ast þau rök og segir það hvergi hafa komið fram að honum hefði verið heimilað að vera lengur hér á landi vegna mannúðarsjónarmiða. Tengist Íslandi Paul kom til Íslands árið 2004 á vegum íslenska ABC-hjálparstarfs- ins. Hann starfaði um tíma sem sjálfboðaliði hjá Samhjálp til að hjálpa börnum sem eiga við vímu- efnavanda að stríða. Í dvöl sinni hér á landi hefur Paul kynnt sér það lýðræði sem við búum við þar sem kosningareglur eru virtar. DV ræddi við Paul í desember og þá var ljóst að hann taldi sig hafa haft mikið gagn af að kynnast Íslandi. „Ég varð fyrir miklum innblæstri af því að dvelja á Íslandi og því hvernig lýð- ræðið virkar. Ég hitti marga stjórn- málamenn í öllum flokkum sem gáfu mér innsýn í sín störf. Ég hitti til að mynda Halldór Ásgrímsson þegar hann var forsætisráðherra. Það var þess vegna sem ég ákvað að fara frá Íslandi fyrir fjórum mánuðum aftur til Keníu til að bjóða mig fram á þing. Mig langaði til þess að bjóða upp á eitthvað nýtt í stjórnmálunum heima í Keníu. Ég hlaut traust míns flokks, bauð mig fram og gekk mjög vel. Ég var kosinn. Markmið okkar var að ná sex sætum í Naíróbí og okkur tókst að vinna fimm,“ segir Paul. Góð áform Pauls fóru fyrir lítið og sá hann sér ekki annað fært en að flýja land og sækja um pólitískt hæli. „Hann var í fylgd lögreglumanna og ég gat ekk- ert verið ein með honum. Ég fékk tíu mínútur til þess að kveðja hann, svo var hann farinn.“ Rosemary Atieno, kona Pauls Ramses Odour er sorgmædd og ráðalaus yfir því hvernig maður hennar var sendur úr landi með flýti í gærmorgun. Rosemary er ein eftir með mánaðargamla dóttur þeirra. Hún veit ekkert hvert framhaldið verður, enda fór Ramses úr landi í fylgd lögreglumanna. Paul óttast um líf sitt, ef hann verður sendur aftur til Keníu. Rosemary fékk tíu mínútur til þess að kveðja hann á meðan lögreglumenn fylgdust með. RIFINN FRÁ KONU OG BARNI Paul Ramses og Rosemary Atieno „Ég vil ekki þurfa að fara aftur til Keníu því þá verð ég drepinn,“ sagði Paul við dV í vetur. Rosemary Atieno „Ég vissi þess vegna ekkert. Ég hringdi á lögreglustöðina og spurði fregna af honum.“ Jón BJARki mAgnúSSOn blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.