Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 13
DV Helgarblað föstudagur 4. júlí 2008 13
STJÓRNVÖLD HRASA
UM KYNLÍFSHNEYKSLI
verja það að hafa látið peninga í
rekstur Byrgisins án þess að fylgj-
ast nokkuð með því sem þar fór
fram. Helsta afsökunin var að
menn hefðu verið beittir pólitísk-
um þrýstingi,“ segir Sveinn.
Það liggur engu að síður fyrir að
Landlæknisembættinu höfðu bor-
ist ábendingar um að ekki væri allt
með felldu í Byrginu, tveimur árum
áður en málið komst í hámæli.
„Það er sjálfsagt að spyrja að því
hver ábyrgð landlæknis sé í mál-
inu,“ segir hann.
Elífar neyðarráðstafanir
„Það er alveg óhætt að segja að
þetta fólk láti lífið vegna aðgerða-
leysis okkar,“ heldur Sveinn áfram.
Hann segir að áfengissýki og geð-
ræn vandamál hangi á sömu spít-
unni og engu skipti hvort sé hæna
og hvort sé egg. Þessir sjúkdómar
haldi síðan áfram að ágerast ef ekk-
ert sé reynt að gera, hvorki í með-
ferðar- né búsetumálum fólksins.
„Það er þarna sem kerfið hrasar.“
„Félagsmálayfirvöld kusu að
hlaupast undan þessum vanda.
Nú er nýtt fólk við stjórnvölinn og
jafnvel þótt uppi séu áform um að
koma á laggirnar búsetuúrræði
fyrir tuttugu manns úr hópi Byrgis-
fólksins á Norðlingaholti er ennþá
raunverulegur skortur á langtíma-
úrræðum fyrir fólk sem glímir við
þennan vanda.“
Sveinn segir að það sé hið brýn-
asta mál að koma á fót stofnun þar
sem hægt sé að taka á vandmál-
um þessa fólks með þverfaglegum
hætti, þannig að sjúklingarnir geti
fengið aðstoð lækna, sálfræðinga
og ráðgjafa.
„Ef fólk hundsar þetta áfram
sitjum við í þeirri stöðu að vera
alltaf í neyðarráðstöfunum. Ég hef
sjálfur heyrt þau viðhorf innan úr
stjórnkerfinu að mál þessa fólks
leysist ekki fyrr en það deyr.“
Ætlaði ekki að verða róni
Undir þessi orð Sveins tek-
ur Jenný. Miðað við þær
hremmingar sem biðu
skjólstæðinga
Guðmundar
þegar Byginu
var lokað,
sé líklegast
að stjórn-
völd hafi
beinlínis
viljað fá
þenn-
an hóp
drykkjusúkra einstaklinga á göt-
una, beint í miðborg Reykjavíkur.
„Sennilega eru fordómarnir gegn
alkóhólisma ennþá svo miklir að
fólk viðurkenni hann ekki sem
sjúkdóm og heilbrigðisvandamál,“
segir Jenný. „Það eina sem mér
dettur í hug er að samfélaginu
standi á sama og fólk sé því
fegnast þegar við deyjum í ein-
hverjum kjallaraholum.“
Jenný segir hópinn vera að
jafnaði nokkuð stóran. Í Byrg-
inu hafi verið pláss fyrir fjörutíu
einstaklinga. Að jafnaði hafi um
eitt hundrað manns verið á
biðlistanum. Ari Matthí-
asson, fram-
kvæmdastjóri
SÁÁ, segir að
í skýrlsu sem
Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfir-
læknir á Vogi,
vann hafi kom-
ið á daginn að
sá hópur fólks
sem hefur
farið oftar
en tíu sinn-
um í afeitr-
un á Vogi
telji rétt
um fimm
hundruð
manns. „Staðreyndin er hins vegar
sú að ríflega tíu prósent íslenskra
karla, eldri en fimmtán ára, hafa
farið í áfengismeðferð. Það er því
illskiljanlegt að fordóm-
arnir skuli vera jafn-
miklir og manni
sýnist. Er þetta
svona fjarlægt
fólki?“ spyr
hann.
Jenný kastar
kveðju á blaða-
mann á kaffihúsi
í miðborginni.
Hún
hefur um nokkra hríð
búið í tjaldi í
Laugardaln-
um, en seg-
ist oft vera
svo hepp-
in að fá að
gista hér
og hvar
í bæn-
um. „Ég
minnist
þess ekki
að hafa
átt þann
draum
þegar ég
var lítil
að verða
róni.“
Byrgið guðmundur jónsson forstöðumaður var settur af strax
eftir Kompásþátt um Byrgið. starfsemin leystist upp í glundroða
og vímuefnaneyslu á svipstundu. dV-MYNd stEfÁN
Geðhjálp „Ég heyri þau viðhorf í
stjórnkerfinu að málið leysist ekki fyrr
en fólkið deyr,“ segir sveinn
Magnússon, framkvæmdastjóri
geðhjálpar. dV-MYNd stEfÁN
Félagsmálaráðherrann
Ákvörðunin um að loka Byrginu
í desember 2006 er gagnrýnd
harðlega. fimmtán manns hafa
dáið á götunni eftir lokun
Byrgisins. dV-MYNd stEfÁN
„Ég minnist þess ekki
að hafa átt þann
draum þegar ég var
lítil að verða róni.“