Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 13
DV Helgarblað föstudagur 4. júlí 2008 13 STJÓRNVÖLD HRASA UM KYNLÍFSHNEYKSLI verja það að hafa látið peninga í rekstur Byrgisins án þess að fylgj- ast nokkuð með því sem þar fór fram. Helsta afsökunin var að menn hefðu verið beittir pólitísk- um þrýstingi,“ segir Sveinn. Það liggur engu að síður fyrir að Landlæknisembættinu höfðu bor- ist ábendingar um að ekki væri allt með felldu í Byrginu, tveimur árum áður en málið komst í hámæli. „Það er sjálfsagt að spyrja að því hver ábyrgð landlæknis sé í mál- inu,“ segir hann. Elífar neyðarráðstafanir „Það er alveg óhætt að segja að þetta fólk láti lífið vegna aðgerða- leysis okkar,“ heldur Sveinn áfram. Hann segir að áfengissýki og geð- ræn vandamál hangi á sömu spít- unni og engu skipti hvort sé hæna og hvort sé egg. Þessir sjúkdómar haldi síðan áfram að ágerast ef ekk- ert sé reynt að gera, hvorki í með- ferðar- né búsetumálum fólksins. „Það er þarna sem kerfið hrasar.“ „Félagsmálayfirvöld kusu að hlaupast undan þessum vanda. Nú er nýtt fólk við stjórnvölinn og jafnvel þótt uppi séu áform um að koma á laggirnar búsetuúrræði fyrir tuttugu manns úr hópi Byrgis- fólksins á Norðlingaholti er ennþá raunverulegur skortur á langtíma- úrræðum fyrir fólk sem glímir við þennan vanda.“ Sveinn segir að það sé hið brýn- asta mál að koma á fót stofnun þar sem hægt sé að taka á vandmál- um þessa fólks með þverfaglegum hætti, þannig að sjúklingarnir geti fengið aðstoð lækna, sálfræðinga og ráðgjafa. „Ef fólk hundsar þetta áfram sitjum við í þeirri stöðu að vera alltaf í neyðarráðstöfunum. Ég hef sjálfur heyrt þau viðhorf innan úr stjórnkerfinu að mál þessa fólks leysist ekki fyrr en það deyr.“ Ætlaði ekki að verða róni Undir þessi orð Sveins tek- ur Jenný. Miðað við þær hremmingar sem biðu skjólstæðinga Guðmundar þegar Byginu var lokað, sé líklegast að stjórn- völd hafi beinlínis viljað fá þenn- an hóp drykkjusúkra einstaklinga á göt- una, beint í miðborg Reykjavíkur. „Sennilega eru fordómarnir gegn alkóhólisma ennþá svo miklir að fólk viðurkenni hann ekki sem sjúkdóm og heilbrigðisvandamál,“ segir Jenný. „Það eina sem mér dettur í hug er að samfélaginu standi á sama og fólk sé því fegnast þegar við deyjum í ein- hverjum kjallaraholum.“ Jenný segir hópinn vera að jafnaði nokkuð stóran. Í Byrg- inu hafi verið pláss fyrir fjörutíu einstaklinga. Að jafnaði hafi um eitt hundrað manns verið á biðlistanum. Ari Matthí- asson, fram- kvæmdastjóri SÁÁ, segir að í skýrlsu sem Þórarinn Tyrf- ingsson, yfir- læknir á Vogi, vann hafi kom- ið á daginn að sá hópur fólks sem hefur farið oftar en tíu sinn- um í afeitr- un á Vogi telji rétt um fimm hundruð manns. „Staðreyndin er hins vegar sú að ríflega tíu prósent íslenskra karla, eldri en fimmtán ára, hafa farið í áfengismeðferð. Það er því illskiljanlegt að fordóm- arnir skuli vera jafn- miklir og manni sýnist. Er þetta svona fjarlægt fólki?“ spyr hann. Jenný kastar kveðju á blaða- mann á kaffihúsi í miðborginni. Hún hefur um nokkra hríð búið í tjaldi í Laugardaln- um, en seg- ist oft vera svo hepp- in að fá að gista hér og hvar í bæn- um. „Ég minnist þess ekki að hafa átt þann draum þegar ég var lítil að verða róni.“ Byrgið guðmundur jónsson forstöðumaður var settur af strax eftir Kompásþátt um Byrgið. starfsemin leystist upp í glundroða og vímuefnaneyslu á svipstundu. dV-MYNd stEfÁN Geðhjálp „Ég heyri þau viðhorf í stjórnkerfinu að málið leysist ekki fyrr en fólkið deyr,“ segir sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri geðhjálpar. dV-MYNd stEfÁN Félagsmálaráðherrann Ákvörðunin um að loka Byrginu í desember 2006 er gagnrýnd harðlega. fimmtán manns hafa dáið á götunni eftir lokun Byrgisins. dV-MYNd stEfÁN „Ég minnist þess ekki að hafa átt þann draum þegar ég var lítil að verða róni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.