Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 14
föstudagur 4. júlí 200814 Helgarblað DV Undanfarar Obama Það er engum blöðum um það að fletta að Barack Obama hefur komist lengra í bandarískum stjórnmálum en nokkur annar blökkumaður. En fjöldi annarra hefur varðað vegferð hans, allt frá lokum þrælahalds í Banda- ríkjunum, í umhverfi sem litaðist af aðskilnaði og aftökum án dóms og laga. Óhætt er að fullyrða að vegferð þel- dökkra Bandaríkjamanna til jafn- réttis hefur verið löng og ströng. Þó Barack Obama sé ekki fyrsti þel- dökki Bandaríkjamaðurinns til að berjast um embætti forseta lands- ins hafa undanfarar hans ekki náð viðlíka langt í því ferli. Jafnvel í dag eru svartir öldungadeildarþingmenn tiltölulega fáir. En ef horft er til baka, til þess tíma þegar þrælahald var af- numið í Bandaríkjunum, má finna svarta baráttumenn sem risu til virð- ingar í umhverfi sem var þeim mikl- um mun fjandsamlegra en tíðkast í dag. Árið 1863 þegar endi hafði verið bundinn á þrælahald í Bandaríkj- unum gerðu ný lög og breytingar á stjórnarskrá landsins Hiriam Revels kleift að sækja um sæti í öldunga- deildinni og árið 1870 varð hann fyrsti þeldökki þingmaðurinn í full- trúadeild Bandaríkjanna er hann var kosinn á þing Mississippifylkis. Flúði á vit frelsis Sem fyrr segir hafa einungis örfá- ir þeldökkir Bandaríkjamenn feng- ið sæti í öldungadeildinni eða orð- ið ríkisstjórar síðan þrælahald var afnumið. Ef einhverjir þeirra voru orðaðir við forsetaembættið var ljóst frá byrjun að möguleikar þeirra voru litlir. Einn þeirra var Frederick Dougl- as. Douglas fæddist inn í þrælahald í Maryland árið 1818. Hann lærði að lesa á laun, en á þeim tíma var ólög- legt fyrir blökkumann að kunna að lesa. Einnig stóð hann oft á tíðum uppi í hárinu á eiganda sínum og hlaut fyrir vikið ítrekaðar hýðingar. Frederick Douglas flúði á vit frels- is til New York 1838 og þangað kom- inn lagði hann stund á fyrirlestra- hald, gerðist blaðaútgefandi og varð talsmaður afnáms þrælahalds og aukinna réttinda til handa konum. Sjálfsævisaga hans varð metsölu- bólk. Hann var ráðgjafi Abrahams Lincoln, þáverandi forseta, í þræla- stríðinu og flutti hrífandi ræðu við jarðarför Lincolns. Árið 1872 bauð Victoria Wood- hull sig fram til forseta og tilnefndi Frederick Douglas sem varaforseta- efni sitt. Douglas þvertók fyrir að hann væri á sama vagni og Wood- hull, enda yfirlýstur stuðningsmaður Ulysses Grant, sitjandi forseta. Dou- glas bauð sig aldrei fram til forseta- embættisins. Tímar ólgu og aðskilnaðar Í kjölfar þrælastríðsins tóku við áratugir ólgu og aðskilnaðar sem heftu þátttöku þeldökkra í stjórn- málum auk þess sem hengingar án dóms og laga tíðkuðust í miklum mæli. Engu að síður afrekuðu tveir blökkumenn að hljóta sæti í öld- ungadeildinni. Árið 1932, 1936 og 1940 bauð verkalýðsbaráttumaðurinn James Ford sig fram til embættis varaforseta Bandaríkjanna fyrir hönd kommún- istaflokksins. Flokkurinn fékk innan við eitt prósent atkvæða árið 1932, en margir blökkumenn hrifust af stað- festu hans til að binda enda á kyn- þáttamisrétti auk þess sem flokkur- inn barðist fyrir hag verkamanna. En framboð blökkumanna til for- setaembættisins vakti á þeim tíma hlátur í huga flestra Bandaríkja- manna, sem þótti hugmyndin frekar langsótt. En það átti eftir að breytast og þegar samtökum um aukin borg- araréttindi handa blökkumönnum og rétt þeirra til að kjósa í Suðurríkj- unum óx fiskur um hrygg var þess skammt að bíða að blökkumenn gengju að kjörborðinu. Sú varð raun- in árin upp úr 1964. Tímabil kommúnista og kvenna Eldridge Cleaver, sem var leið- togi herskárra samtaka, Black Power, bauð sig fram til forsetaembættisins árið 1968 undir formerkjum auk- inna boragarréttinda og andstöðu við stríðsrekstur Bandaríkjanna í Ví- etnam. Sama ár bauð sig fram að- gerðasinninn og skemmtikrafturinn Dick Gregory, af hálfu flokks frelsis og friðar. Flokkur Gregorys var af- sprengi flokks Cleavers. Fyrsta blökkukonan sem steig fram á sjónarsviðið sem forsetaefni var kommúnistinn Charlene Mit- chell, en hún bauð sig fram í tveim- ur fylkjum árið 1968. Fjórum árum síðar sóttist Shirley Chisholm eft- ir útnefningu demókrataflokksins til forsetaframboðs, en hún státaði af því að vera fyrsta blökkukonan í sögu Bandaríkjanna sem kosin var í fulltrúadeildina. Höfðu ekki erindi sem erfiði Meðal þeirra blökkumanna sem reynt hafa við forsetaembætti Bandaríkjanna má nefna prestinn Jesse Jackson, Lenoru Fulani, Alan Keyes og prestinn Al Sharpton. Af þeim komst demókratinn Jesse Jack- son hvað lengst. Hann vann forkosn- ingar í fimm fylkum árið 1984 og árið 1988 bætti hann um betur þeg- ar hann hafði sigur í ellefu fylkjum. Jackson hefur lengi verið talsmaður réttinda blökkumanna og sagði að Barack Obama „hlypi síðasta áfanga í maraþoni“ sem hefði varað svo ára- tugum skipti. Lenora Fulani var fyrsta blökku- konan sem státaði af því að nafn hennar var á kjörseðlum í fimmtíu fylkjum, árið 1988. Alan Keyes barð- ist fyrir útnefningu repúblikana árið 1996 og 2000 og séra Al Sharpton reyndi við útnefningu demókrata árið 2004. Enginn þeirra hafði erindi sem erfiði, en varast skal að vanmeta viðleitni þeirra. Barack Obama siglir nú í kjölrák fjölda þeldökkra Banda- ríkjamanna og hvort sem hann kemur til með að fylla flokk þeirra sem fóru bónleiðir til búða þeg- ar upp er staðið er engum blöðum um að fletta að hann hefur stigið eitt stærsta skref sem nokkur banda- rískur blökkumaður hefur stigið í sögu landsins, hvort heldur sem er í almennu tilliti eða með tilliti til stjórnmála. KOlBeinn þOrsTeinssOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Frederick Douglas flýði á vit frelsis og var ráðgjafi abrahams lincoln. séra Jesse Jackson státar af bestum árangri undanfara Obama. lenora Fulani fyrsta blökkukonan sem bauð sig fram í öllum fimmtíu fylkjum Bandaríkjanna. Barack Obama Kominn langan veg frá brautryðjendum blökkumanna. Í kjölfar þrælastríðsins tóku við áratugir ólgu og aðskilnaðar sem heftu þátttöku þel- dökkra í stjórnmálum auk þess sem hengingar án dóms og laga tíðkuðust í miklum mæli. Engu að síður afrekuðu tveir blökkumenn það að hljóta sæti í öldungadeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.