Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Side 17
17DV Helgarblað föstudagur 4. júlí 2008 Ísland smæsta útibú VÍtisenglanna samtökin sem alvarlega og raun- verulega ógn við öryggi Íslend- inga. Samtök sem vígbúast eins og þau séu að fara í raunverulegt stríð eru óhugnanleg hætta að hennar mati og þá sérstaklega í ljósi þess að menn innan Fáfnis hafa margítrekað gerst brotleg- ir við lögin og má þar fyrstan nefna Jón Trausta Lúthersson. Það er ekki bara greiningar- deildin sem óttast samtökin því alríkislögregla Bandaríkj- anna hefur öflugt eftirlit með þeim sem og alríkislögreglan í Kanada, Vítisenglarnir eru fjölmennir þar í landi. Banda- ríkjamenn hafa skilgreint Vít- isenglana sem útlaga sem hafa sagt sig úr lögum við sam- félagið. Á heimasíðu Hells Angels má finna lista yfir lönd sem Vítisenglarnir dvelja í. Þá er sérstaklega minnst á í upp- talningu landanna að Ísland hefur sótt um aðild en einnig Pólland. Ísland er langminnsta landið sem tilheyrir Vítisenglunum verði Fáfnismenn teknir inn sem fullgildir meðlimir. Táknmynd bræðralags og tryggðar Vítisenglar eru umdeild sam- tök sveipuð mistri leyndardóms og dulúðar, þökk sé mikilli leynd sem meðlimirnir hafa tileinkað sér, jafn- vel með einmitt þann ásetning í huga. Meðlimir nota ekki fullt nafn í samskiptum sínum við aðra félaga, eingöngu skírnarnafn og jafnvel bara viðurnefni. Saga samtakanna er litrík og í henni er að finna mörg tilfelli þar sem staðfest hafa verið tengsl meðlima þeirra við glæpsam- lega starfsemi. Vítisenglum er öðr- um þræði lýst sem goðsögnum nú- tímans og táknmynd bræðralags og tryggðar liðinna tíma og hins vegar sem ótýndum glæpamönnum og plágu á samfélaginu. Að sama skapi dregur almenningsálitið dám af umfjöllun fjölmiðla og sveiflast frá virðingu og hetjudýrkun til fullkom- innar fyrirlitningar. Vítisenglar félagar í Hells angels í Þýskalandi fylgdust með réttarhöld- um yfir meðlimi Banditos sem var sakaður um að hafa myrt Vítisengil. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Fáfnismaður jón trausti lúthersson er einn af forsprökk- um fáfnis hér á landi og verðandi Vítisengill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.