Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 22
Í síðustu viku gerðust atburð- ir sem vöktu allt í senn hneykslan og vonbrigði. Í fyrsta lagi voru það rit- skoðunartilburðir samfylkingarráð- herranna Össurar Skarphéðinsson- ar og Þórunnar Sveinbjarnardóttur í tveimur mismunandi málum. Von- andi er þessi tilraun til ritstýringar á opinberri stjórnsýslu ekki mótuð stefna sem héðan verður fylgt held- ur óheppleg tilviljun. Það ætti undir kringumstæðum að vera eðlilegt að taka ljósmynd og flytja fréttir af samn- ingum sem hafa grundvallandi áhrif á alla landsmenn og sem skipta óborn- ar kynslóðir Íslendinga máli. Pukur með slíka samninga er ekki til þess fallið að auka vegsemd þeirrra sem að stóðu. Það sem vekur kannski mesta undrun er að þeir sem stóðu að þessum forboðna fundi, Össur Skarp- héðinsson og Einar Karl Haraldsson, eru báðir tveir sjóaðir blaðamenn og hafa báðir gegnt ritstjórastöðum á stærstu fjölmiðlum landsins. Það að þessir reynsluboltar skuli hafa bann- að fjölmiðlum aðgang að fundi sem skiptir þjóðina okkar gríðarlegu máli (svo ekki sé tekið dýpra í árinni) sæt- ir furðu. Geðvonskulegar yfirlýsingar um að ekki hafi verið boðað til blaða- mannafundar og því ósæmilegt að taka mynd af fundarfólki eru augljóst yfirklór. Raunveruleg ástæða þessarar ritskoðunar er vitanlega sú að Össur vill ekki að þessi lágpunktur sé festur á filmu. Svo einfalt er þetta. Í öðru lagi er sem stóriðjuhamur hafi runnið á Samfylkinguna. Þessi skyndilegi stóriðjuhamur er mér al- ger ráðgáta. Þetta var ekki það sem var á borðinu þegar gengið var til kosninga fyrir rúmu ári. Þegar ég hug- leiddi þessa grein, í hálfgerðu sjokki yfir þessari 180 gráðu beygju í um- hverfismálum Samfylkingarinnar, var verið að fagna 90 ára afmæli Nelsons Mandela í sjónvarpinu. Það er óhætt að segja að töluverðir öfgar átti sér stað í stofunni heima hjá mér þessa kvöldstund. Þarna var verið að fagna virtasta stjórnmálamanni veraldar- innar á meðan ég hugleiddi hvernig hægt væri að bregaðst við asnalegum, fávísum og hættulegum aðgerðum misviturra stjórmálamanna á Íslandi . Þar sem ég horfði á Nelson Mandela, níræðan og hruman af elli brýna fólk til að hvika ekki frá grundvallaratrið- um, táraðist ég. Áður en ég hóf þessa ritsmíð hringdi ég í marga vini mína innan Samfylkingarinnar og reyndi að fá botn í þessa stefnubreytingu flokksins sem ég tilheyri. Allir mínir viðmæl- endur voru sammála mér. Ég var þó hvattur af fólki í innsta hring flokksins til að gæta hófsemi í orðum og sleppa öllum svikabrísklum. Gott og vel. Þetta er gild afstaða, en stundum þarf að kalla hlutina raunverulegum orð- um. Tal um „afstöðubreytingar í tilliti til aðstæðna á alþjóðlegum mörkuð- um“ duga í þessu tilfelli skammt. Þegar umhverfisráðherra sam- þykkti þennan viðsnúning í umhverf- ismálum þrátt fyrir að vera á móti honum missti hún af glæsilegu tæki- færi. Hefði hún bara staðið með sjálfri sér og sagt sem svo: „Ég tek ekki þátt í þessu. Einhver annar verður að taka þetta að sér.“ Hún hefði átt að segja af sér ráðherraembætti og berjast fyr- ir grundvallaratriðunum sem þing- maður. Með því móti hefði hún brot- ið blað í íslenskum stjórnmálum og komið út mikið sterkari stjórnmála- maður. Núna virkar umhverfisráðu- neytið sem einhvers konar löggild- ingarstofa fyrir umhverfisspjöll. Því miður fyrir Þórunni Sveinbjarnar- dóttur missti hún af þessu tækifæri og þessi gjaldfelling á grundvallar- málum hennar mun verða henni fjöt- ur um fót. Ekki skánaði staða henn- ar þegar hún bannaði myndatökur af dauðum ísbjörnum sem flækt- ust hingað til lands vegna lofstlags- breytinga. Spurð um ástæður þessa myndabanns var svarið að myndirnar gæti skaðað ímynd Íslands. Þar höf- um við það, lesendur góðir. Má ekki segja hið sama þegar losunarkvótar á koltvísýringi hafa sprengt alla skala og sett Íslendinga á flokk með Banda- ríkjamönnum sem mestu mengarar veraldarinnar? Er það ekki slæmt fyr- ir orðspor Íslands? Er Samfylkingin virkilega að taka sér stöðu Framsókn- arflokksins í umhverfismálum? Höf- um við ekki tekið þessa umræðu í „Hún hefði átt að segja af sér ráðherra- embætti og berjast fyrir grundvallaratrið- unum sem þingmaður.“ föstudagur 4. júlí 200820 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Fagra Ísland – In MeMorIaM? Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Rameses Paul er ekki að reyna að komast auðveldlega í nám erlendis. Honum er dauðans alvara. Yfirvöld án samvisku Leiðari Í gærmorgun var maður rifinn frá konu sinni og ungbarni á heim-ili sínu í Reykjavík og sendur úr landi af stjórnvöldum. Rameses Paul hafði tileinkað líf sitt hjálparstarfi eftir að hafa upplifað hörmungar í heimalandi sínu, Ken- íu. Hann var einn þeirra sem dirfðust að bjóða sig fram í kosningum í Ken- íu, sem enduðu með blóðugri baráttu stjórnvalda gegn lýðræðinu. Paul var handtekinn fyrir að mótmæla kenísk- um yfirvöldum í byrjun ársins. Hann lýsti því sem gerðist í viðtali við DV í lok janúar, eftir að honum tókst að komast hingað til lands. Paul segist hafa verið neyddur af lögreglunni til að bera lík tuga myrtra borgara í frystigeymslu: „Það var lítil stúlka, sex til sjö ára, sem var búið að skera af alla útlimi. Ég setti hana inn í frystinn. Ég grét allan tímann og skalf.“ Paul segist eiga það verulega á hættu að verða beittur kúgun í heimalandi sínu, í versta falli myrtur. Ef marka ber Amnesty Inter- national er það réttmætur ótti. Paul er holdgervingur hins pólitíska flóttamanns. Hann er skilgreining- in á pólitískum flóttamanni. Menn eins og hann eru ástæðan fyrir því að þetta hugtak var búið til og sam- þykkt af þjóðum heimsins, svo að baráttumenn lýðræðis eigi sér lífs- von andspænis illviljuðu valdi. Í slíku tilfelli eiga yfirvöld ekki aðeins að horfa í formsatriðin. Það mætti líka athuga að Rameses Paul hef- ur helgað líf sitt hjálparstarfi, með- al annars ABC barnahjálp og Sam- hjálp, þar sem hann hefur unnið með ungum fíkniefnaneytendum. Við höfum annað dæmi. Lucia Ce- leste Molina Sierra, tengdadótt- ir þáverandi umhverfisráðherra Framsóknarflokksins, fékk ríkisborgararétt í fyrra. Rökstuðning- urinn var meðal annars sá að slæmar aðstæður væru í heimalandi hennar, Gvatemala. Reyndin var sú að hún vildi ríkisborgararétt til að eiga hægara með að fara í nám í Bretlandi. Rameses Paul er ekki að reyna að komast auðveldlega í nám erlendis. Honum er dauð- ans alvara. En okkur virðist vera sama. DómstóLL götunnar Á að auka hvalveiðar? „já, það á örugglega eftir að laga ástandið hér á landi.“ Agnar Kristinn Lárusson, 20 ára og starfar við húsasmíði „nei, ég veit það ekki, ég hef ekki skoðað það.“ Bergþóra Kristinsdóttir, 75 ára eftirlaunaþegi „Ég hef ekki ekki hugmynd um það, hef ekkert spáð í það.“ Óskar Björnsson, 36 ára garðyrkjumaður „Ég er hvorki með né á móti því, hef ekki kynnt mér það.“ Ívar Björgvinsson, 31 árs hugbúnaðarsmiður sanDkorn n „Ég er á fullu í 12 sporun- um. Það er ekkert annað sem virkar,“ segir Idolstjarnan Kalli Bjarni í sam- tali við Séð og heyrt sem kom út í gær. Kalli unir hag sínum vel í fang- elsinu á Kvía- bryggju og þótt fangels- isstjórinn þar þvertaki fyrir að um lúxushótel sé að ræða hikar Kalli ekki við að gefa íslensk- um fangelsum stjörnur í Séð og heyrt. Kappinn er líka æðrulaus og ætlar að taka sporin 12 frá fíkniefnaruglinu sem hann seg- ist vera kominn með nóg af. n „Vígapenninn Jónas Krist- jánsson vandar lögregluyfir- völdum á Íslandi ekki kveðj- urnar nú frekar en endra nær og er heitt í hamsi á bloggi sínu vegna ákvörðunar yfirvalda um að senda Paul Ramses heim til Kenýa. Paul hefur dvalið hér sem flóttamaður og telur líf sitt í bráðri hættu í heima- landinu. Hann var tekinn frá eiginkonu og nýfæddu barni á Íslandi í gær og sendur úr landi. „Enginn getur gefið skýringar á geggjun íslenzka kerfisins. Sýnir blinda mann- vonzku lögregluríkisins, sem Björn Bjarnason og Harald- ur Johannesen eru að byggja upp hér á landi. Auk skálkanna tveggja ber Ingibjörg Sólrún Gísladóttir einnig ábyrgð á glæpnum,“ skrifar Jónas og rek- ur fantaskapinn fyrst og fremst til sinna „usual suspects“ þegar kemur að valdbeitingu lög- reglu, Haraldar Johannessen og Björns Bjarnasonar. n Bóksalinn, blaðamaðurinn og altmuligt alþingismaður- inn Bjarni Harðarson þurfti að klípa sig í höndina þegar hann heyrði fréttatíma RÚV klukkan fjögur í fyrradag. Þar var það helst í fréttum að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vildi ganga í Evrópusamband- ið og teldi inngönguna mikilvæga. Þetta fannst Bjarna svo mikil „ekki- frétt“ að Bjarni hélt helst að hann væri að hlusta á endurvakta Útvarp Matthildi eða Ekki fréttir Hauks Haukssonar. „Hvernig getur annað eins verið frétt – og það í fjórtánda sinn frá valdatöku ríkisstjórnarinnar. Björgvin í Skarði er ekki í vinnunni heldur liggur í marineruðum evrópu- draumum,“ segir Bjarni um sveitunga sinn og segir RÚV leyfa ráðherranum að nota hljóðnemann til skeytasend- inga. „Ef að Björgvin G. vill gera Geir Haarde pirraðri en hann þó er þá getur hann bara notað síma eins og annað fólk,“ bloggar Bjarni og er mik- ið niðri fyrir. TeiTur ATLAson samfylkingarmaður skrifar botn? Eigum við almennir flokks- menn í Samfylkingunni virkilega að verja þennan hroða? Ég hef stundað lundaveiðar í Breiðafirði í rúm 30 ár. Ég hef séð frá fyrstu hendi þær hamfarir sem hafa átt sér stað í þessari náttúru- perlu af völdum gróðurhúsaáhrifa. Fuglastofnar í Breiðafirði hafa ger- samlega hrunið og margar fuglateg- undir sem áður voru nytjaðar í sátt við náttúru og menn eru í útrým- ingarhættu. Stærsta lundabyggð í heiminum (í Vestmannaeyjum) er um það bil 5% af því sem hún var fyrir nokkrum árum. Ef þetta eru ekki umhverfismál veit ég ekki hvað . Hvernig bregst umhverfisráðherra við þessari ógn? Hún samþykk- ir aðgerðir sem auka losun gróð- urhúslofftegunda hundraðfalt við það sem hún er í dag! Veit ráðherra ekki af þessu? Tekur hún virkilega að það sé nóg að lýsa yfir áhyggjum af ástandinu? Nú er runninn upp tími stóru orðanna, stóru málanna og grundvallaratriða í pólitik. Ef það kallar á nýjar kosningar fagna ég því . Samfylkingin mun bara hagnast á því ef kosið verður að nýju. Við höf- um engu að tapa nema sómatilfinn- ingu okkar, landinu sem við elskum og framtíð barnanna okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.