Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 23
Sandkassinn Listamenn landsins láta mestu ferðahelgi ársins ekki aftra sér frá því að opna sýningar enda er kannski hjólhýsahyskið ekki sá hópur sem almennt tekur þátt í glasaglamrinu í þeim teitun- um. Fólk sem hyggst dvelja í höfuðborginni yfir helgina getur til dæmis rölt niður í Hljómskálagarð á föstu- dagskvöldið og upplifað heims- viðburð en þá fer fram bæna- stund í nafni umburðarlyndis og kærleika. Það er listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem hefur veg og vanda af þessum gjörn- ingi. markmiðið er að fá sem flesta innan hinna mismunandi trúar- bragða til að taka þátt í sameig- inlegri bænastund sem mun standa yfir í eina klukkustund. Hverjum og einum er svo heimilt að iðka sína aðferð við bænahaldið. Þetta ætti að geta orðið sér- kennileg sam- suða andlega þenkjandi fólks og von til þess að rekast á lista- menn þjóðarinnar, og aðdáendur þeirra, á öðrum forsendum en á hefðbundnum opnunum. Kom- umst varla nær grasrótinni en einmitt í Hljómskálagarðinum. Já, Listin sprellar sem aldrei fyrr. Heyrði viðtal í vikunni í Ríkisút- varpinu við íslenskan listamann sem fremur þann gjörning að pissa í buxurnar fyrir viðstadda gesti. Hann sagði að þetta væri ansi flott hjá sér; hvernig það myndaðist mjó buna í buxurnar hans sem endaði síðan í polli neðar á buxna- skálminni. Hálffeimnislegur spyrj- andinn innti listamanninn eftir því hvort fólki fyndist ekki undarlegt að sjá fullorð- inn mann pissa í buxurnar? „Nei, það hefur aldrei neinn minnst á það,“ var svarið. Býfluga er alla vega með á hreinu fyrir hverjum hún ætlar að biðja í Hljómskálagarðin- um í kvöld. Býflugan er með á hreinu hverjum hún ætlar að bjóða á listasýningu Áfram ljósmæður! DV Umræða föstudagur 4. júlí 2008 21 Sögufræg vél lenti hér við land liberty Belle B17-sprengjuflugvél sem var notuð í seinni heimsstyrjöldinni lenti á reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Englands á flugsýningu. Vélin byrjaði ferð sína í georgíu, fór þaðan til Maine, svo til goose Bay í Kanada. Þaðan var haldið til Narsassuag á grænlandi áður en flogið var hingað til lands. Kvikmyndatökumenn eru um borð til að festa þetta allt á filmu. DV-MYND: róbert reynisson myndin P lús eð a m ínu s Spurningin „já, já, við hvert tækifæri sem gefst,“ segir geir Ólafsson. geir vill fjölga fánadögum íslendinga. Hann var fyrir skömmu í Bandaríkjunum og féll fyrir þjóðernisást Bandaríkjamanna og hversu ófeimnir þeir eru við not á fána sínum. Flaggar þú sjálFur? Mínusinn fær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur stuðlað að því að afnotagjöldin munu hækka um 20%, hún stóð ekki við skuldbindingar sínar gagnvart RÚV og leyfir útvarps- stjóra að aka um á forláta jeppa sem kostar okkur skattgreiðendur 200 þúsund á mánuði. Finnar eru manna gleggstir á mik- ilvægi hlutanna; skólakerfið þeirra er fremst meðal þjóða enda eru Íslend- ingar, sem lúra fyrir neðan miðju á mælistikunni, hvattir til draga af því raunverulegan lærdóm og finna sér leiðir úr ógöngum til bóta. En fyrst verðum við auðvitað að átta okkur á, einsog Finnar hafa gert fyrir löngu, að laun þeirra sem vinna með börn og fyrir börn og fjölskyldur verða að vera mannsæmandi. Þegar það er unnið verður mönnum í lófa lagið að snúa sér að allri kerfisbreyt- ingu; hún verður létt þegar kraftinum er ekki eytt í karp um kaup og kjör. Við getum reyndar dregið lær- dóm af glöggskyggni Finna um svo margt annað og í dag, föstudaginn 4. júlí, þegar ljósmæður funda með ríkissáttasemjara um kjör sín er vert að minnast þess að Finnar sömdu nýverið við sínar ljósmæður um 28% hækkun á grunnlaunum – að vísu þurftu finnskar ljósmæður að ögra kerfinu svo duglega að til greina kom að senda finnskar konur í fæð- ingarstellingunum til Þýskalands, en til þess kom ekki því samningar náðust á elleftu stundu. En vonandi þurfa íslenskar ljósmæður ekki að berjast til síðasta dags; samningar þeirra hafa verið lausir frá því í apr- íllok og þær munu ekki láta til skarar skríða fyrr en að þremur mánuðum liðnum. Ríkisstjórninni ætti því að veitast létt að semja við þær áður en kemur til nokkurrar neyðar. Reynd- ar vill svo skemmtilega til að það er alls ekki borin von að réttlátar kröf- ur ljósmæðra nái fram að ganga því í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er kveðið á um að endurmeta skuli laun hefðbundinna kvennastétta með það í huga að út- rýma kynbundnum launamun. Þarna er þá aldeilis tækifærið komið upp í hendurnar á ríkisstjórn- inni; hún getur afsannað það orð sem af henni fer að hún svíki öll loforð sín og orðið við kröfum ljósmæðra sem skipa elstu launastétt kvenna á Ís- landi. Ekki amalegt að fá þetta tæki- færi og sýna um leið reisn og vekja tiltrú í brjósti vondaufra kjósenda; þessa tiltrú vantar nefnilega og rík- isstjórnin veit mætavel að þegar til- trú fólksins vantar er eina ráðið að breyta rétt, sýna það í verki og með þeirri snerpu sem til þarf. Ef ríkisstjórnin hefur ekki burði til að gera þetta og bjóða þeirri stétt réttlát kjör sem hjálpar börnum úr móðurkviði í ljósið fer ekki vel; það eru nú einu sinni börnin sem erfa landið og hvað sem hver segir eru það þau og velferð þeirra sem eru framtíðinni mikilvægust. Það að semja við ljósmæður hið fyrsta og meta störf þeirra og sex ára nám að verðleikum gefur ríkisstjórn- inni ekki bara nýjan byr í seglin held- ur afl til að koma auga á hvernig má ganga götuna til góðs. Hún getur þá horft niður á fætur sér, hugsað um gömul svik og nýjar efndir, verið nokkuð hreykin og sagt einsog Hall- grímur Pétursson forðum: Týndur skór tollað ekki getur. Illa fór ég skal binda hann betur. VigDíS gríMSDóttir rithöfundur skrifar „Vonandi þurfa íslenskar ljós- mæður ekki að berjast til síð- asta dags.“ -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.