Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 25
DV Menning föstudagur 4. júlí 2008 23 Yfirlitssýning Guðmundar Ármanns Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri verður opnuð á morg- un, laugardag, en hún er helg- uð yfirliti á verkum Guðmund- ar Ármanns Sigurjónssonar. Guðmundur hefur starfað við myndlist og kennslu síðastliðna fjóra áratugi og verið mikilvirk- ur í félags- og baráttumálum myndlistarmanna. Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út 150 síðna bók um listferil Guðmundar sem í rita meðal annarra Kristján Kristjánsson heimspekingur og listfræðing- urinn Shauna Laurel Jones. Sýningin stendur til loka ágúst- mánaðar. Mistur í Fótógrafí Sýning Berglindar Björns- dóttur verður opnuð í ljós- myndagalleríinu Fótógrafí á Skólavörðustíg 4 á morgun, laugardag, klukkan 17. Sýning- in, sem nefnist Mistur, sam- anstendur af myndum af trjám og gróðri sem stækkaðar eru á álplötur. Í fyrstu virðast mynd- irnar óskýrar eins og þær renni saman við rýmið. Síðan birtast þær, fjarlægar og daufar eins og fölnuð minning í huga manns. Myndirnar eru afrakstur til- raunar ljósmyndarans að nýta ónýtar filmur. Sýningin stendur til 2. ágúst. Súpergrúppa á Jómfrúnni Á fjórðu tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu á morgun, laugardag, kemur fram kvartett saxófónleikar- ans Sigurðar Flosasonar, Bláir skuggar. Kvartettinn er nokk- urs konar „súpergrúppa“ í ís- lenskum djassi en auk Sigurðar skipa hann þjóðsagnapersón- ur í íslenskri tónlist, þeir Þórir Baldursson, Jón Páll Bjarnason og Pétur Östlund. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Leikið verður utan- dyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. Sumartónleikar við Mývatn hefja sitt 22. starfsár: Ungmeyjar og kuflsöngvarar Sumartónleikar við Mývatn hefja sitt tuttugasta og annað starfsár um helgina. Tónleikar verða á laugar- dagskvöldum í Reykjahlíðarkirkju en einnig verða tónleikar á ýmsum öðrum stöðum. Kórar eru einu sinni sem oftar í aðalhlutverki, þar á meðal eru ís- lenskar ungmeyjar og rússneskir kuflsöngvarar. Einn af kórum Jóns Stefánssonar við Langholtskirkju, stúlknakórinn Graduale Nobili, ríð- ur á vaðið í Reykjahlíðarkirkju núna á laugardagskvöldið. Kórinn hefur hlotið mikið lof og fjölmargar við- urkenningar, meðal annars tilnefn- ingu sem Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vetur. Stúlkurnar eru á aldrinum 17-25 ára og flytja hágæða kórtónlist, íslenska og erlenda. Af öðrum viðburðum má nefna tónleika Karlakórs St. Basil-dóm- kirkjunnar í Moskvu 26. júlí. Kórinn býður upp á hæstu og lægstu tóna sem heyra má, auk óviðjafnanlegr- ar rússneskrar karlakóratónlistar. Til viðbótar er óvenjulegt dúó, gítar og víóla, ítalskur píanóleikari sem töfrar fram Chopin og Schubert og þýskt tríó, söngur, víóla og píanó. Kórinn heimsækir nú Ísland í þriðja sinn en hann sló í gegn á Listahátíð árið 2004. TÓNLIST ekki enst til að skrifa skáldsögu. Hann hefði verið rokinn í eitthvað annað þegar hann hefði verið búinn með tuttugu, þrjátíu síður. En sem bréfrit- ari var Neal Cassady engu síðri rithöf- undur en Kerouac. Kerouac er ein- faldlega mótíveraður til að ætla sér að verða mikill rithöfundur. Allt hans líf gengur út á það, að ná að koma út úr sér því sem í honum býr, á með- an Neal hefur ekki þessa mótívasjón. Hann er að hugsa um allt annað – bíla, kvenfólk, stuð og að lifa lífinu.“ Mamma passaði strákinn sinn Kerouac fór þó ekki beint algjör- lega varhluta af ljúfa lífinu. Hann drakk ótæpilega og frægar eru sög- urnar af notkun bítskáldanna á fíkni- efnum. Kerouac, sem skrifaði allt í allt átján skáldsögur, er sagður hafa skrifað allavega þrjár eða fjórar þeirra undir áhrifum örvandi efna. Móðir hans passaði hins vegar alltaf upp á hann, vann fyrir honum, gaf honum að borða og þvoði af honum. En síðustu árin sem Kerouac lifði sökk hann sífellt dýpra í fen brenni- vínsins, áður en hann gaf upp önd- ina 47 ára. „Undir það síðasta vill hann ekkert lengur með bítkynslóð- ina hafa,“ segir Ólafur. „Mamma hans hleypir þeim heldur ekki að honum. Æskuvinkona hans er líka komin, giftist honum og þær tvær passa upp á hann. Hann getur hins vegar lítið unnið vegna drykkju. Kerouac deyr blásnauður maður eftir að hafa átt nöturlega síðustu ævidaga. Og ég hef aldrei heyrt um annan eins dauðdaga eins og hans,“ segir Ólafur og setur í brýrnar, en það sem endanlega varð skáldinu skrautlega að aldurtila var að maginn í honum sprakk. „Það var svo kvalafullt og skelfilegt að ég hef aldrei lesið um annað eins.“ Hetjuskapur Kerouacs og Keiths Richards Kerouac kvæntist þrisvar og eign- aðist eina dóttur sem hann sinnti aldrei sem heitið getur. Hann var franskættaður kaþólikki, en á tíma- bili fóru hann og einhver bítskáld- anna yfir í búddisma. Þó virtist nokk- uð grunnt á þeirri trúarsannfæringu, að minnsta kosti í tilviki Kerouacs. Hann var feiminn og afskaplega við- kvæmur maður. En Ólafur segir að trúnaður hans gagnvart rithöfunda- starfinu sé aðdáunarverður. „Hann snertir mann. Og það er eitthvað hetjulegt við þessa gígant- ísku orku, köllun og trúnað við starf- ið. Það nálgast heilagleika. Þetta er svipað og með Keith Richards sem þú sérð fá sér sæti á tónleikum vegna þess að hann hlaut þessa höfuð- áverka. En hann er samt glottandi og heldur áfram,“ segir Ólafur og vís- ar þar til meiðslanna sem Richards varð fyrir þegar hann féll niður úr tré við kvikmyndatökur fyrir tveimur árum. „Þetta er komið yfir starf, þetta er orðinn hetjuskapur. Það er þannig sem Kerouac virkar á mig þessi síð- ustu æviár sín.“ Allt að 50 klukkustundir við ritvélina Ólafi finnst Kerouac langmesta skáldið af bítskáldunum. „Hann var þeirra færastur að semja stórkostleg- ar setningar. Þessi blús-/djasstexti, þessi ryþmi í bókunum hans, þetta er stórkostleg list.“ Og Kerouac sat stundum býsna lengi við, hvort sem amfetamín kom þar við sögu eða ekki. „Hann skrif- aði allt upp í fimmtíu klukkustundir í beit. Og ég skil hann mjög vel. Það eru sumir sem fíla það að sitja lengi við ritvél og skrifa á hana. Hún verð- ur eins og hljóðfæri. Ég held að met- ið mitt við að sitja við ritvél í einu sé tuttugu og einn klukkutími. Og eftir því sem ég sat lengur, því betur leið mér. Ég var kominn á svona „vélrit- unarhigh“. Ég var að verða reiðubú- inn að byrja á minni eigin On the Road,“ segir Ólafur og hlær. Þó við- urkennir hann að hann hafi staðið örstutt upp frá vinnunni til að sinna frumhvötum eins og að kasta vatni. Varstu undir áhrifum einhverja efna? „Nei nei. Ég veit ekki hvað hefði skeð ef ég hefði haft amfetam- íntöflur,“ segir Ólafur og glottir. Ólafur var sjálfur drykkjumað- ur eins og Kerouac en setti tappann í flöskuna fyrir tuttugu og tveimur árum. Hann segir vinnuþrekið hafa breyst til hins betra upp frá því þar sem timburmennirnir voru hon- um ekki lengur Þrándur í Götu. „En ég vann alltaf þó að ég drykki, fór til dæmis alltaf á lappir,“ útskýrir Ólafur og nefnir vinnuna við skáldsögu sína Gaga í því samhengi. „Ef ég opna hana í dag og les eina, tvær síður man ég eftir þynnkunni. Veikindin anda upp af síðunum. En enginn maður endist til að skrifa undir svona lög- uðu.“ Varstu orðinn dagdrykkjumað- ur? „Ég var ...,“ segir Ólafur og staldr- ar aðeins við. „Við Kerouac hefðum verið fínir saman. Við hefðum alveg getað siglt áfram án þess að ég hefði orðið honum til skammar.“ Hélt að ég kæmist ekki til Ameríku Eins og Ólafur minntist á áðan fór hann sjálfur í ródtripp um Bandarík- in fyrir tveimur árum, með vinum sínum Einari Kárasyni og Jóhanni Páli Valdimarssyni útgefanda. Hann segir ferðina hafa verið stórkostlega. „Þegar ég var að þýða On the Road töluðum við um að við þyrftum ein- hvern tímann að gera þetta. Svo kýldum við loksins á þetta. Ég hafði aldrei áður komið til Ameríku og það var einhver meinloka í mér að ég kæmist aldrei, alveg sama hvað myndi gerast.“ Upplifuninni þegar Ólafur steig loksins á ameríska grundu lýsir hann sem allundarlegri. „Ég man að ég sá tvo svertingja vera að stafla ferða- töskum og hugsaði: „Hvernig geta menn staflað ferðatöskum í Amer- íku og látið eins og það sé normalasti hlutur í heimi?“ Mér fannst það svo stórfenglegt að vera lentur í þessu landi sem hafði tekið mig hálfa öld að komast til,“ segir Ólafur hlæjandi. Þeir sem vilja heyra meira af ævintýri þremenninganna í vesturheimi geta lesið bókina sem Ólafur og Einar skrifuðu um ferðalagið, Úti að aka. Önnur bíthátíð verður svo hald- in á næsta ári og er ætlunin að hafa hana nokkuð stærri í sniðum en í vor. Hún verður haldin á Eiðum og mun Sigurjón Sighvatsson, kvikmynda- framleiðandi og vinur Ólafs, halda utan um batteríið. Eins og greint hef- ur verið frá standa vonir til þess að einhverjar Hollywood-stjörnur mæti á svæðið, þar á meðal Ethan Hawke og Mickey Rourke. Ólafur segir ekki komið á hreint hvort þeir komist en það skýrist þegar nær dragi. Ný bók í haust Ólafur, sem verður sextugur í mánuðinum, er svo að leggja loka- hönd á nýja skáldsögu þessa dagana sem kemur út í haust. „Ég er búinn að setja lokapunkt. Á bara eftir að lesa hana einu sinni enn yfir,“ segir hann. Bókin fjallar öðrum þræði um hippatímann og að sögn Ólafs má segja að heimsókn Led Zeppelin til Íslands árið 1970 sé öxullinn í sög- unni. „Svo er þarna persónugallerí sem hreyfist í kringum atburði sem gerðust þó ekki í raunveruleikanum,“ segir rithöfundurinn og bætir við að hann hyggist skrifa tvær bækur í við- bót sem tengist þessari. Fyrst þegar Ólafur fór af stað með efnið sem bókin fjallar um, í upphafi árs 2006, ætlaði Ólafur að skrifa leik- rit. „En ég var ekki sáttur við þetta leikrit og því fór það í skúffuna. Svo byrjaði ég að skrifa þetta sem skáld- sögu og handritið hefur breyst mik- ið eftir það. Það er ekki nema brot af upphaflegu hugmyndinni eftir.“ Vinnuheiti bókarinnar var Dimmar rósir, í höfuðið á laginu vinsæla, en Ólafur er orðiðnn fráhverfur þeim titli núna. „Ég er kominn með annað nafn sem kannski hæfir henni betur. En þetta er ekki alveg orðið klárt.“ Er eitthvað líkt með þessari bók og On the Road? „Nei, ég hef aldrei skrifað undir áhrifum frá Kerouac,“ svarar Ólafur að bragði. „Án þess að ætla að fara að hreykja mér hátt þá skrifa ég bara undir áhrifum frá sömu mönnum og Kerouac var und- ir áhrifum frá. Ég fór bara í aðrar áttir með þau áhrif. Það er eins og sagt var einhvern tímann um Hemingway: „There was never a school of Hem- ingway because the standards he set were too tough.“ Ég veit því ekki hvort það sé nokkur „school of Ker- ouac“.“ kristjanh@dv.is Karlakór St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu Kórinn býður upp á hæstu og lægstu tóna sem heyra má. Landsmót harmonikkuunnenda Tíunda landsmót harmonikkuunnenda verður haldið í Reykjanesbæ um helgina og er gert ráð fyrir um 900 þátttakendum. Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina þar sem fram koma meðal annars erlendir heiðursgest- ir. Dagskráin fer að mestu fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Kristjana á Gljúfrasteini Kristjana Stefánsdóttir syngur á Stofutónleikum Gljúfrasteins á sunnudaginn. Vart þarf að kynna Kristjönu fyrir tónlistaráhugafólki en hún hefur getið sér gott orð fyrir söng sinn undanfarin ár, þar á meðal með sínum eigin kvartett. Að venju hefjast tónleikarnir klukkan 16 og er aðgangseyrir 500 krónur.Menning Mesti haMingjutíMi rithöfundarferilsins Ólafur Gunnarsson rithöfundur „Mesti hamingjutíminn í mínu rithöfundastarfi held ég að hafi verið sumarið sem ég þýddi On the road.“ dV-MYNd Ásgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.