Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Side 33
DV Helgarblað föstudagur 4. júlí 2008 33
Berglind ÓlafsdÓttir
Berglind „Icey“ fór út í Hawaiian Tropic-keppn-
ina fyrir Íslands hönd árið 1997 og heillaðist þessi
föngulega stúlka strax af borg englanna. Berglind
hefur síðan þá búið í Los Angeles og unnið að alls
kyns kvikmynda- og fyrirsætustörfum. Berglindi
vegnar vel vestanhafs og var meðal annars tilnefnd
sem kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu FHM.
Óttar Martin norðfjörð
Höfundur Hnífs Abrahams flutti til Barcelona til að
skrifa sína aðra skáldsögu sem kemur væntanlega út
um næstu jól. Borgin gefur Óttari án efa mikinn inn-
blástur því hann hefur hafið skriftir á enn fleiri verkum.
Óttar er ekki einn í Barcelona. Auður Jónsdóttir og eig-
inmaður hennar eiga einnig heima þar. Þessir rithöf-
undar eyða án efa ófáum stundunum saman yfir kaffi.
Kristján jÓhannsson
Einn frægasti og dáðasti (að minnsta kosti hér í
eina tíð) óperusöngvari þjóðarinnar. Fæddur og
uppalinn á Akureyri en eftir að hafa lært undir-
stöðuatriðin í söng hjá sjálfum Sigurði Demetz fór
Kristján til Ítalíu í frekara söngnám á áttunda ára-
tugnum. Þar hefur hann alið manninn mörg und-
anfarin ár en heimsækir fósturjörðina við og við,
endrum og sinnum til tónleikahalds. Þrátt fyrir að
Kristján sé umdeild persóna í meira lagi má hann
eiga það að hann hefur sungið á helstu óperusvið-
um heimsins, þar á meðal Scala og Metropolitan.
helgi Björnsson
Söngvarinn og leikarinn Helgi
Björnsson býr í Berlín. Síðustu
árin hefur hann snúið sér æ
meira að viðskiptum og endur-
reisti meðal annars hið sögu-
fræga Admiralspalats sem hef-
ur að geyma stórt leikhús sem
Helgi rekur. Að hans sögn er
dásamlegt að búa í Berlín sem
er virkilega að koma sterkt inn
sem miðpunktur menningar-
lífs í Evrópu.
auður jÓnsdÓttir og ÞÓrarinn leifsson
Skötuhjúin Auður og Þórarinn hafa búið í hinni rómuðu borg Barcelona
undanfarin misseri. Bæði sinna þau listinni þar af miklum móð, Auður í
ritstörfum og Þórarinn í myndlist og ritstörfum. Dvölin í Katalóníu virð-
ist gera þeim gott því bæði hafa fengið mikið lof fyrir bækur sínar, og er
skemmst að minnast bókar Þórarins, Leyndarmálið hans pabba, sem
kom út fyrir síðustu jól.
steinunn Ólína ÞorsteinsdÓttir
og stefán Karl stefánsson
Þetta leikarapar flúði eyjuna og flutti í hlýja loftslagið í Kaliforníu, nánar tiltekið í San
Diego. Hjónin hafa búið þar í rúman áratug og líkar vel, enda kannski ekki furðulegt
þar sem San Diego er oft kölluð paradís á jörðu. Þetta leikarapar vinnur náið saman
að alls kyns verkefnum vestanhafs og ætlar sér ekki að koma heim.
dÓra taKefusa
Sagði skilið við íslenska skemmtanabransann og
flutti til Kaupmannahafnar. Þar gerði hún sér lítið
fyrir og opnaði skemmtistað ásamt vinkonu sinni.
Staðurinn fékk nafnið Jolene og nýtur mikilla vin-
sælda meðal Íslendinga sem og Dana. Dóra Tak-
efusa hefur það óvenju gott úti ásamt kærastanum
Össa sem er betur þekktur undir nafninu 7berg.
steinunn sigurðardÓttir
Steinunn hefur búið ásamt eiginmanni sínum í
þorpinu Sauve í Suður-Frakklandi síðastliðin átta
ár og skrifar þar hvert meistaraverkið á fætur öðru.
Síðastliðið haust var Steinunn reyndar að velta fyrir
sér að flytja tímabundið til Berlínar, en sagðist þá
í viðtali við DV ekki hafa nein plön um að yfirgefa
Frakkland fyrir fullt og fast. „Ég get ekki ímyndað
mér marga staði á jarðríki sem væri yndislegra að
búa á en á þessum bletti okkar,“ sagði skáldkonan
skelegga.