Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Page 40
Ættfræði DVföstudagur 4. júlí 200840 Magnús fæddist á Sauðárkróki. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1968, stundaði nám í sagnfræði og stærð- fræði við HÍ 1969-71, nám í veður- fræði við Uppsalaháskóla 1975-69, lauk þaðan fil. kand.-prófi og stund- aði framhaldsnám í veðurfarsfræði við Uppsalaháskóla 1979. Magn- ús var kennari við Hagaskólann í Reykjavík 1970-75, við MS 1979-80 og við MA 1982-85. Hann var veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands 1980- 82 og frá 1985 og hefur verið veður- stofustjóri frá 1994. Magnús sat í stjórn Félags ís- lenskra náttúrufræðinga 1981-82, í kjararáði og samninganefnd félags- ins 1986-88, í verðtrygginganefnd 1988, í ráðgjafanefnd um umhverf- isáhrif iðjuvera frá 1989-92, í nefnd um stefnumótun í umhverfismál- um 1990-91, var formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur 1989-90, var varaþingmaður í Reykjavík 1991-95, sat í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnanna 1997-2003, var for- maður félagsins 1999-2003, situr í Almannavarnaráði, situr í stjórn Landsbókasafns Háskólabókasafns frá 2006 og situr í Vísinda- og tækni- ráði frá 2003. Fjölskylda Magnús kvæntist 25.12. 1973 Karítas Ragnhildi Sigurðardóttur, f. 18.5. 1949, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Sigurðar Guðmundssonar, klæðskera og forstjóra á Akureyri, og k.h., Guðrúnar Karítasar Karlsdóttur, húsmóður og verslunarmanns. Börn Magnúsar og Karítasar eru Lena, f. 24.11. 1971, markaðsfræð- ingur í Reykjavík en maður hennar er Sindri Gunnarsson og eiga þau þrjú börn; Sigurður Freyr, f. 4.12. 1972, verkfræðingur en kona hans er Perla Björk Egilsdóttir og eiga þau tvö börn auk þess sem hann á barn fyrir; Magnús Karl, f. 10.7. 1980, læknir. Systkini Magnúsar eru Jónína, f. 1950, bankastarfsmaður á Sauðár- króki; Helgi, f. 1952, húsgagnasmið- ur í Reykjavík; Halldór, f. 1953, verk- stjóri á Akureyri. Foreldrar Magnúsar eru Jón Krist- bergur Ingólfsson, f. 1.10. 1925, bif- vélavirki á Sauðárkróki, og Regína Margrét Magnúsdóttir, f. 14.3. 1927, húsmóðir. Ætt Jón er sonur Ingólfs, smiðs á Steinsstöðum í Tungusveit, hálf- bróður Þórhalls, útgerðarmanns og kaupmanns á Höfn, föður Daníels, útgerðarmanns og söngvara á Siglu- firði og Olgu, móður Örvars Kristj- ánssonar tónlistarmanns. Ingólfur var sonur Daníels, pósts á Steins- stöðum Sigurðssonar, og Sigríðar Sigurðardóttur frá Víðivöllum. Móðir Jóns var Jónína Guðrún Einarsdóttir, b. á Mannskaðahóli Jónssonar. Regína Margrét er dóttir Magn- úsar, smiðs á Sauðárkróki Halldórs- sonar, b. á Ystu-Grund og járnsmiðs á Sauðárkróki, bróður Ingibjargar, langömmu Sigurgeirs, fyrrv. bæjar- stjóra á Seltjarnarnesi, Magnúsar Jónssonar, ráðherra frá Mel og Hall- dórs Þormars sýslumanns, föður Jóns Orms prófessors. Ingibjörg var dóttir Þorleifs, b. á Botnastöðum, bróður Ingibjargar Salome, ömmu Jóns Leifs og Jóns, alþingisforseta á Akri, föður Pálma, fyrrv. ráðherra. Þorleifur var sonur Þorleifs ríka, hreppstjóra í Stóradal, Þorkelsson- ar, og Ingibjargar, systur Ingiríðar, ömmu Sigríðar, ömmu Matthíasar Bjarnasonar alþingismanns. Ingi- björg var dóttir Guðmundar ríka í Stóradal, Jónssonar, ættföður Skegg- staðaættar Jónssonar. Móðir Hall- dórs járnsmiðs var Ingibjörg, syst- ir Einars, föður Indriða rithöfundar. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, prests í Glaumbæ, Magnússonar, og Sig- ríðar Halldórsdóttur Vídalín, systur Benedikts, langafa Einars Benedikts- sonar skálds. Móðir Magnúsar smiðs var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Utan- verðunesi, Árnasonar, og Sigurbjarg- ar Guðmundsdóttur. Móðir Regínu Margrétar er Hólmfríður, systir Moniku á Merki- gili. Hómfríður er dóttir Helga, b. á Ánastöðum Björnssonar, og Margrétar, systur Sigríðar, ömmu Gunnars, Harðar og Bjarna Felix- sona. Margrét var dóttir Sigurðar, b. í Ásmúla á Landi Sigurðssonar, b. í Kálfholtshjáleigu, bróður Jóns, afa Halldórs, afa Halldórs V. Sigurðs- sonar, fyrrv. ríkisendurskoðanda. Jón var einnig afi Guðrúnar, lang- ömmu Sigurðar E. Guðmundsson- ar, forstjóra Húsnæðisstofnunar. Móðir Sigurðar í Kálfholtshjáleigu var Sesselja Aradóttir, b. í Götu á Stokkseyri Bergssonar, hreppstjóra í Brattsholti og ættföður Bergsætt- ar Sturlaugssonar. Móðir Margrét- ar var Guðný, systir Guðmundar í Gröf, langafa Svövu, móður Ágústs Einarssonar, rektors Viðskiptahá- skólans á Bifröst. Guðný var dóttir Guðmundar, b. í Efstadal í Laugar- dal Guðmundssonar. 60 ára á miðvikudag Magnús Jónsson veðurstofustjóri Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is. Gunnar Konráðsson fyrrv. bóndi á Efri-Grímslæk í ölfusi Gunnar fæddist á Efri-Grímslæk og ólst þar upp. Hann gekk í Héraðsskólann á Laug- arvatni 1946-48. Gunn- ar stundaði vinnu á búi foreldra sinna og vann ýmis störf sem til féllu í sveitinni. Hann festi síðan kaup á vörubíl og stundaði vegavinnu þegar svo bar við, m.a. í Krýsuvíkurvegi, auk þess sem hann flutti fisk og fiskafurðir frá Þorlákshöfn. Þá reri hann þrjár vertíðir hjá hinum aflasæla skipstjóra, Guðmundi Friðrikssyni í Þorlákshöfn, og vann margar vertíðir í fiskverk- un hjá Meitlinum. Gunnar tók við búi foreldra sinna að Efri- Grímslæk 1967 og stundaði þar búskap til 2003 er sauðfé var skorið í Vestur-Ölfusi vegna ritðuveiki. Hann flutti síðan til Þorlákshafnar sl. haust. Fjölskylda Gunnar kvæntist 4.7. 1959 Grétu Jónsdóttur, f. 24.9. 1937, d. 9.9. 2007, húsfreyju. Hún var dóttir Jóns Sigurðssonar, f. 21.9. 1910, d. 31.12. 1993, og Fan- neyjar Eyjólfsdóttur, f. 9.7. 1914, d. 3.7. 1989, frá Hafnarfirði. Börn Gunnars og Grétu eru Konráð, f. 31.5. 1956, starfs- maður við fiskvinnslu í Þorláks- höfn; Jón, f. 22.1. 1959, líkams- ræktarþjálfari í Reykjavík, var kvæntur Soffíu Sveinsdóttur og er sonur þeirra Viktor; Gunnar, f. 14.1. 1977 var í sambúð með Ragnhildi Magnúsdóttur sem lést 2004 en sambýliskona hans nú er Matthea Sigurðardóttir. Systkini Gunnars eru Ingólf- ur, f. 19.6. 1929, fyrrv. starfs- maður Samskipa, kvæntur Ragnheiði Halldórsdóttur hús- móður og eignuðust þau fimm börn en fjögur þeirra eru á lífi; Magnús, f. 8.9. 1933, fyrrv. bif- reiðastjóri hjá Mjólk- urfélagi Reykjavíkur, var kvæntur Jónu Sig- ursteinsdóttur og eiga þau fjögur börn; Sig- ríður, f. 20.2. 1937, hús- móðir í Þorlákshöfn, gift Guðmundi B. Þor- steinssyni vélstjóra og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Gunnars voru Konráð Einarsson, bóndi á Efri-Grímslæk, og k.h., Soffía Ásbjörg Magnúsdóttir hús- freyja. Ætt Konráð var sonur Einars, b. á Efri-Grímslæk Eyjólfssonar, b. á Efri-Grímslæk Eyjólfsson- ar. Móðir Einars var Kristrún Þórðardóttir, b. í Hlíð í Eystri- hreppi Guðmundsonar. Móðir Konráðs var Guðrún Jónsdóttir, b. á Hjalla og síðar kaupmanns í Reykjavík Helgasonar og Guð- rúnar Bergsdóttur. Móðir Guð- rúnar var Aldís, systir Ófeigs, ríka á Fjalli, langafa Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns. Systir Aldísar var Sólveig á Hlemmiskeiði, langamma Guðríðar í Tryggvaskála, ömmu Guðlaugs Tryggva. Soffía Ásbjörg var dóttir Magnúsar, b. á Efra-Skarði Ól- afssonar, b. á Drageyri Böðvars- sonar. Móðir Magnúsar Ólafs- sonar var Þórunn Árnadóttir, b. í Litla-Lambhaga Þorkelssonar og Guðrúnar Karlsdóttur. Móð- ir Soffíu Ásbjargar var Sigríð- ur Ásbjörnsdóttir, þurrabúðar- manns í Melshúsum á Akranesi Ásbjörnssonar, b. í Melshúsum Erlendssonar. Móðir Ásbjörns Ásbjörnssonar var Sigríður Jónsdóttir. Móðir Sigríðar Ás- björnsdóttur var Soffía Sveins- dóttir, b. á Beigalda Sigurðsson- ar og Sigríðar Sigurðardóttur. Gunnar verður að heiman á afmælisdaginn. 80 ára á föstudag Heiðrún Kjartansdóttir starfsmaður við Barna- og unglingageðdeild lsH Heiðrún fæddist í Reykjavík en ólst upp í Keníu frá tveggja ára aldri þar sem foreldrar hennar voru kristniboð- ar. Þar var hún á norsk- um heimavistarskóla og bandarískum mennta- skóla. Hún stundaði nám við MH og lauk þaðan stúdentsprófi 1998 og lauk BA-prófi í sálfræði frá HÍ 2005. Hún stundaði auk þess nám í píanóleik frá barnæsku og söngnám. Heiðrún starfaði við leikskóla 2005-2006 og hefur starfað hjá BUGL frá 2006. Heiðrún söng með ýmsum kórum sem barn og unglingur, söng með Gospelkór Reykjavík- ur frá stofnun og þar til nýverið og söng með Kanga kvartettinum frá 1997 og í nokkur ár en kvart- ettinn gaf út geisladisk 2001 og rennur ágóðinn af sölu disksins til kristniboðs- og þróunarhjálpar í Keníu og Eþíópíu. Heiðrún var í KSS á mennta- skólaárum og KSF á háskólaár- um, hefur mikið sinnt tónlistar- starfi hjá KFUM og K og er nú í Salti, kristnu samfélagi. Þá sækir hún samkomur hjá Kær- leikanum. Hún starf- aði í Vindáshlíð í nokk- ur sumur og sat í stjórn Vindáshlíðar um skeið. Fjölskylda Systkini Heiðrúnar eru Ólöf Inger Kjartans- dóttir, f. 10.12. 1980, M. Paed. í ensku og dag- mamma í Danmörku en maður hennar er Krist- inn Óðinsson og er sonur þeirra Gunnar Jakob; Jón Magnús Kjart- ansson, f. 13.9. 1984, nemi í fjár- málaverkfræði en kona hans er Marisa Kjartansson. Foreldrar Heiðrúnar eru Kjartan Jónsson, f. 3.4. 1954, dr. í mannfræði, kristniboði og hér- aðsprestur Kjalarnessprófasts- dæmis, og Valdís Magnúsdóttir, f. 28.10. 1949, kennari. Heiðrún verður stödd á kristi- legu móti á afmælisdaginn en hennar mesta gæfa í lífinu er fólg- in í því að hafa fengið að kynnast Jesú. 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.