Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Qupperneq 60
Ný plata með JJ Soul Band er komin í verslanir og er þetta fjórða plata hljómsveitarinnar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 en hefur starfað með hléum frá þeim tíma. Söngvarinn JJ Soul bjó hér á landi á árunum 1991 til 1997 en býr nú í Oxford á Englandi. Hann kemur reglulega til Íslands og þá er tíminn notaður til að hljóðrita nokkur lög til að safna á næstu plötu. Í dag kemur hljómsveitin fyrst og fremst saman til að hljóðrita mús- ík eftir lagasmiðina Ingva Þór Kormáksson og JJ Soul en hana má líka finna á þremur eldri geisladiskum; Hungry for News, City Life og Reach for the Sky. Tónlist hljómsveitarinnar er bræðingur af blús og djassi. Þó má heyra rokk-ballöður og eitt sambalag á plötunni. Meðlimir hljómsveitarinnar eru JJ Soul, söngvari, Eðvarð Lárusson, á gítar, og Agnar Már Magnússon, píanó og orgel. Á plötuumslaginu er málverk eftir JJ Soul. Hljóm- sveitin stefnir á að halda útgáfu- tónleika í haust. föstudagur 4. júlí 200860 Helgarblað DV Tónlist syngjandi í sveitinni nú þegar sumarið stendur sem hæst er um að gera að taka íslenska tónlist með í úti- leguna eða sumarbústaðinn. Má meðal annars nefna nýju íslensku safnplötuna 100 bestu lög lýðveldisins. Þetta eru fimm plötur með öllum skemmtilegustu íslensku lög- unum. Það er um að gera að smella þeim í spilarann og syngja með í sveitinni. Helgi Björnsson gaf nýlega út aðra skemmtilega íslenska plötu. Hún hefur fengið heitið ríð- um sem fjandinn og er ómissandi í hestaferðalagið. uMsjón: ásgeir jónssOn asgeir@dv.is Leitar innblást- urs fyrir austan Tónlistarmaðurinn Björn Kristjánsson, betur þekkt- ur undir nafninu Borko, er staddur um þessar mundir á Seyðisfirði hjá vinafólki sínu í hljómsveitinni Skakkamanage. Borko segist á Myspace-síðu sinni vera að sækja innblástur í félaga sína í sveitinni. Seyð- isfjörður virðist oft verða fyrir valinu hjá listafólki og dvel- ur margur maðurinn þar yfir sumartímann. Borko gaf út breiðskífuna Celebrating Life í mars. HumarHátíð á Höfn í Hornafirði Veitingastaðurinn Humarhöfn- in býður upp á lifandi tón- list fyrir matargesti á föstu- dags- og laugardagskvöldið. Það er hljómsveitin Pitchfork rebellion sem leikur sígildan djass með fanneyju Kristjáns- dóttur og Héðinn Björnsson í fararbroddi. Hljómsveitirnar Kusk og und- ur spila í Sindrabæ á Höfn á föstdagskvöldið. auk þess mun mæðusveitin Sigurbjörn leika notalega tóna á Kaffi Horninu. Dr. Gunni og félagar skemmta svo gestum og gangandi á há- tíðarsviðinu á föstudagskvöldið og taka nokkur lög úr söng- leiknum abbababb. aKureyri Það verður tónlist úr öllum átt- um á akureyri um helgina. á föstudagskvöldið heldur stuðhljómsveitin Dalton uppi stuðinu í Sjallanum. á laugardaginn verður haldið upp á dag harmonikkunnar með harmonikkudansleik á Hótel Kea klukkan 22.00. Það verður DJ-veisla á laugar- dagskvöldið þegar Klaas, DJ Leibbi, DJ Stebbi, DJ Óli Geir og DJ a ramirez halda uppi stuð- inu í Sjallanum með grípandi danstónlist. frá 21.00 til 12.00 er 16 ára aldurstakmark en 18 ára frá 00.30. Svavar Knútur og félagar halda tónleika á Græna hattinum undir yfirskriftinni Ólympíu- leikar trúbadora. á þeim koma fram söngvaskáld frá ástralíu og Þýskalandi og leika notalega tóna frá ólíkum heimshornum. marKaðSDaGur á BoLunGarVíK Það er heilmikið að gerast á markaðsdegi á Bolungarvík um helgina. Kynnir á samkomunni verður Bolvíkingurinn Pálmi Gestsson. raggi Bjarna og Þorgeir ást- valdsson syngja saman sín þekktustu lög. túpílakarnir spila fyrir gesti auk the rimbr- andts og fleiri hljómsveita að vestan. á laugardagskvöldið spilar hljómsveitin ný Dönsk fyrir dansi í íþróttahúsinu í árbæ. ÓLafSVíKurVaKa Klakabandið leikur af fingr- um fram á bryggjunni á föstu- dagskvöldið frá klukkan 22.00 til 02.00. auk þess verður ball í Gilinu með hljómsveitinni feðgunum en þar er 18 ára ald- urstakmark. Laugardagskvöldið byrjar með brekkusöng með Ólsurum. eftir það spila hljómsveitirnar Klakabandið og endless Dark á bryggjunni til hálf eitt. frá klukkan tólf spilar Sigurjón Brink og Gunni Óla fyrir dansi á Gilinu. LanDSmÓt HeStamanna á HeLLu á föstudagskvöldið syngur Helgi Björns hestavísur af nýút- kominni plötu sinni fyrir móts- gesti. örn árnason, Óskar Pét- ursson og Jónas Þórir skemmta gestum með söng og tralli. Seinna um kvöldið spila Sjonni Brink og Gunni Óla í veitinga- tjaldinu. frá klukkan 01.00 leika Karma og Labbi í mánum fyrir dansi. merzedes Club, Leynigestir 12, Hundur í óskilum og partísveit Jónsa stíga á svið á laugar- dasgkvöldið áður en aðaldans- leikurinn með Hjálmum byrjar klukkan 01.00. ÞJÓðLaGaHátíð á SiGLufirði á föstudaginn leika Svavar Knútur og félagar í Bræðslu- verksmiðjunni Grána á Siglu- firði. tónleikarnir hefjast klukkan 23.00. á laugardaginn klukkan fimm syngur Háskólakórinn íslensk þjóðlög í Siglufjarðarkirkju. um kvöldið verður dansiball með hljómsveitinni Stokk- hólmi. á sunnudaginn verða tónleik- ar á Siglufirði með hljómsveit Benna Hemm Hemm og ung- fóníu undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk auk skosku sinfoníunnar nr. 3 eftir felix mendelssohn. Þessa fyrstu helgi í júlí er nóg að gerast á lands- byggðinni. Bæjarfélögin bjóða ferðamönnum í heimsókn með tónleikum og dansiböllum úti um allt land. Það getur sett stóran svip á ferða- lagið að kíkja á nýja staði og skoða þá í sínu fínasta pússi í bland við skemmtilega tóna. Nóg um að vera Hljómsveitin Agent Fresco, sigurvegari Músíktilrauna í ár, er nýkomin frá Frakklandi og sló ærlega í gegn á tónlistarhá- tíðinni Class Eu’rock þar sem hún spilaði tvenna tónleika. Tónlistarhátíðin þykir afar virt í Frakklandi og komu hljóm- sveitir á borð við Luke, Les Peauples de L’Herb og Empyr einnig fram á hátíðinni. Nóg er að gera hjá hljómsveitar- meðlimum þessa dagana en þeir eru á fullu að semja nýja tónlist og má heyra nýtt lag frá sveitinni á Myspace-síðu þeirra kappa, myspace.com/ agentfresco. HPI Savage XL fjarstýrður bensín torfærutrukkur, sá stærsti og öflugasti til þessa. Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is SAVAGE XL Nýkominn H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Fjórða plata J.J. Soul Band er komin út: JJ Soul Band vegna anna hjá hljómsveitarmeðlimum stefna þeir á að halda útgáfutónleika í haust. Djassskotinn blús Líflegt á landsbyggðinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.