Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Qupperneq 60
Ný plata með JJ Soul Band er
komin í verslanir og er þetta
fjórða plata hljómsveitarinnar.
Hljómsveitin var stofnuð árið
1993 en hefur starfað með hléum
frá þeim tíma. Söngvarinn JJ Soul
bjó hér á landi á árunum 1991 til
1997 en býr nú í Oxford á
Englandi. Hann kemur reglulega
til Íslands og þá er tíminn
notaður til að hljóðrita nokkur lög
til að safna á næstu plötu. Í dag
kemur hljómsveitin fyrst og
fremst saman til að hljóðrita mús-
ík eftir lagasmiðina Ingva Þór
Kormáksson og JJ Soul en hana
má líka finna á þremur eldri
geisladiskum; Hungry for News,
City Life og Reach for the Sky.
Tónlist hljómsveitarinnar er
bræðingur af blús og djassi. Þó
má heyra rokk-ballöður og eitt
sambalag á plötunni. Meðlimir
hljómsveitarinnar eru JJ Soul,
söngvari, Eðvarð Lárusson, á
gítar, og Agnar Már Magnússon,
píanó og orgel. Á plötuumslaginu
er málverk eftir JJ Soul. Hljóm-
sveitin stefnir á að halda útgáfu-
tónleika í haust.
föstudagur 4. júlí 200860 Helgarblað DV
Tónlist
syngjandi í sveitinni nú þegar sumarið stendur
sem hæst er um að gera að taka íslenska tónlist með í úti-
leguna eða sumarbústaðinn. Má meðal annars nefna nýju
íslensku safnplötuna 100 bestu lög lýðveldisins. Þetta eru
fimm plötur með öllum skemmtilegustu íslensku lög-
unum. Það er um að gera að smella þeim í spilarann og
syngja með í sveitinni. Helgi Björnsson gaf nýlega út aðra
skemmtilega íslenska plötu. Hún hefur fengið heitið ríð-
um sem fjandinn og er ómissandi í hestaferðalagið.
uMsjón: ásgeir jónssOn asgeir@dv.is
Leitar innblást-
urs fyrir austan
Tónlistarmaðurinn Björn
Kristjánsson, betur þekkt-
ur undir nafninu Borko, er
staddur um þessar mundir á
Seyðisfirði hjá vinafólki sínu í
hljómsveitinni Skakkamanage.
Borko segist á Myspace-síðu
sinni vera að sækja innblástur
í félaga sína í sveitinni. Seyð-
isfjörður virðist oft verða fyrir
valinu hjá listafólki og dvel-
ur margur maðurinn þar yfir
sumartímann. Borko gaf út
breiðskífuna Celebrating Life
í mars.
HumarHátíð á
Höfn í Hornafirði
Veitingastaðurinn Humarhöfn-
in býður upp á lifandi tón-
list fyrir matargesti á föstu-
dags- og laugardagskvöldið.
Það er hljómsveitin Pitchfork
rebellion sem leikur sígildan
djass með fanneyju Kristjáns-
dóttur og Héðinn Björnsson í
fararbroddi.
Hljómsveitirnar Kusk og und-
ur spila í Sindrabæ á Höfn á
föstdagskvöldið. auk þess mun
mæðusveitin Sigurbjörn leika
notalega tóna á Kaffi Horninu.
Dr. Gunni og félagar skemmta
svo gestum og gangandi á há-
tíðarsviðinu á föstudagskvöldið
og taka nokkur lög úr söng-
leiknum abbababb.
aKureyri
Það verður tónlist úr öllum átt-
um á akureyri um helgina.
á föstudagskvöldið heldur
stuðhljómsveitin Dalton uppi
stuðinu í Sjallanum.
á laugardaginn verður haldið
upp á dag harmonikkunnar
með harmonikkudansleik á
Hótel Kea klukkan 22.00.
Það verður DJ-veisla á laugar-
dagskvöldið þegar Klaas, DJ
Leibbi, DJ Stebbi, DJ Óli Geir og
DJ a ramirez halda uppi stuð-
inu í Sjallanum með grípandi
danstónlist. frá 21.00 til 12.00
er 16 ára aldurstakmark en 18
ára frá 00.30.
Svavar Knútur og félagar halda
tónleika á Græna hattinum
undir yfirskriftinni Ólympíu-
leikar trúbadora. á þeim koma
fram söngvaskáld frá ástralíu
og Þýskalandi og leika notalega
tóna frá ólíkum heimshornum.
marKaðSDaGur
á BoLunGarVíK
Það er heilmikið að gerast á
markaðsdegi á Bolungarvík um
helgina. Kynnir á samkomunni
verður Bolvíkingurinn Pálmi
Gestsson.
raggi Bjarna og Þorgeir ást-
valdsson syngja saman sín
þekktustu lög. túpílakarnir
spila fyrir gesti auk the rimbr-
andts og fleiri hljómsveita að
vestan.
á laugardagskvöldið spilar
hljómsveitin ný Dönsk fyrir
dansi í íþróttahúsinu í árbæ.
ÓLafSVíKurVaKa
Klakabandið leikur af fingr-
um fram á bryggjunni á föstu-
dagskvöldið frá klukkan 22.00
til 02.00. auk þess verður ball
í Gilinu með hljómsveitinni
feðgunum en þar er 18 ára ald-
urstakmark.
Laugardagskvöldið byrjar með
brekkusöng með Ólsurum.
eftir það spila hljómsveitirnar
Klakabandið og endless Dark á
bryggjunni til hálf eitt.
frá klukkan tólf spilar Sigurjón
Brink og Gunni Óla fyrir dansi
á Gilinu.
LanDSmÓt
HeStamanna á HeLLu
á föstudagskvöldið syngur
Helgi Björns hestavísur af nýút-
kominni plötu sinni fyrir móts-
gesti. örn árnason, Óskar Pét-
ursson og Jónas Þórir skemmta
gestum með söng og tralli.
Seinna um kvöldið spila Sjonni
Brink og Gunni Óla í veitinga-
tjaldinu. frá klukkan 01.00
leika Karma og Labbi í mánum
fyrir dansi.
merzedes Club, Leynigestir 12,
Hundur í óskilum og partísveit
Jónsa stíga á svið á laugar-
dasgkvöldið áður en aðaldans-
leikurinn með Hjálmum byrjar
klukkan 01.00.
ÞJÓðLaGaHátíð
á SiGLufirði
á föstudaginn leika Svavar
Knútur og félagar í Bræðslu-
verksmiðjunni Grána á Siglu-
firði. tónleikarnir hefjast
klukkan 23.00.
á laugardaginn klukkan fimm
syngur Háskólakórinn íslensk
þjóðlög í Siglufjarðarkirkju.
um kvöldið verður dansiball
með hljómsveitinni Stokk-
hólmi.
á sunnudaginn verða tónleik-
ar á Siglufirði með hljómsveit
Benna Hemm Hemm og ung-
fóníu undir stjórn Gunnsteins
Ólafssonar. á tónleikunum
verður frumflutt nýtt verk auk
skosku sinfoníunnar nr. 3 eftir
felix mendelssohn.
Þessa fyrstu helgi í júlí er nóg að gerast á lands-
byggðinni. Bæjarfélögin bjóða ferðamönnum í
heimsókn með tónleikum og dansiböllum úti
um allt land. Það getur sett stóran svip á ferða-
lagið að kíkja á nýja staði og skoða þá í sínu
fínasta pússi í bland við skemmtilega tóna.
Nóg um að
vera
Hljómsveitin Agent Fresco,
sigurvegari Músíktilrauna í ár,
er nýkomin frá Frakklandi og
sló ærlega í gegn á tónlistarhá-
tíðinni Class Eu’rock þar sem
hún spilaði tvenna tónleika.
Tónlistarhátíðin þykir afar virt
í Frakklandi og komu hljóm-
sveitir á borð við Luke, Les
Peauples de L’Herb og Empyr
einnig fram á hátíðinni. Nóg
er að gera hjá hljómsveitar-
meðlimum þessa dagana en
þeir eru á fullu að semja nýja
tónlist og má heyra nýtt lag
frá sveitinni á Myspace-síðu
þeirra kappa, myspace.com/
agentfresco.
HPI Savage XL
fjarstýrður
bensín
torfærutrukkur, sá stærsti og
öflugasti til þessa.
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
SAVAGE XL
Nýkominn
H
ild
ur
H
lín
Jó
ns
dó
tt
ir
/ h
ild
ur
@
dv
.is Fjórða plata J.J. Soul Band er komin út:
JJ Soul Band vegna anna hjá hljómsveitarmeðlimum stefna þeir á að halda útgáfutónleika í haust.
Djassskotinn blús
Líflegt á
landsbyggðinni