Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 11

Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 11
Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens eru vel hannaðir að innan sem utan. Í innréttingunum eru stillanlegar hillur, einstaklega björt LED-lýsing og mikið rými. Svo að ekki þurfi að henda mat koma „crisperBox“- og „coolBox“-skúff- urnar að góðum notum. „crisperBox“-skúffan er með rakastillingu sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. Í „coolBox“-skúffunni er kuldinn meiri (-2° til 3° C) en annars staðar í kælinum og eykur þar með geymsluþol ferskra kjötvara og fisks. Í frystirými sambyggðu kæli- og frystiskápanna eru þrjár gegnsæjar frystiskúffur, þar af ein stór („bigBox“). Með því að velja skápa með „noFrost“ sleppa menn alveg við að affrysta frystirýmið. Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens hafa mjög góða orkunýtni. Þeir eru nú allir í orkuflokki A+, A++ eða A+++. Siemens er í fararbroddi í hönnun, tækni og nýjungum. Smith & Norland er Siemens-umboðið á Íslandi. Smith & Norland sinnir varahluta- og viðhaldsþjónustu af faglegum metnaði á eigin verkstæði. Kæli- og frystiskápar frá Siemens Samviska listheimsins Guerrilla Girls fögnuðu 30 ára afmæli í vor en þær komu fyrst saman þegar þeim ofbauð skertur hlutur kvenna á yfirlitssýningu á Museum of Modern Art í New York yfir það sem þótti bera af það árið í samtímalist á heimsvísu. Þær kalla sig „samvisku listheimsins“ og eru afdráttarlausar þegar kemur að mismunun og spillingu í listum, pólitík og poppkúltúr. Verk þeirra eru í eigu margra helstu listasafna heims, á borð við Centre Pompidou í París, Museum of Modern Art í New York, Reina Sofia, Madrid og Tate Modern í London. Þær eru höfundar límmiða, auglýsinga- spjalda, götuverka og fjölda bóka. Auk þess að gera veggspjaldið fyrir Listahátíð í Reykjavík héldu Guerrilla Girls í gær fyrirlestur í Bíó Paradís þar sem þær fjölluðu um hugmyndavinnuna á bak við verk sín. Sjálfsprottin bylting Käthe og Frida eru mjög áhugasam- ar um jafnréttisbaráttuna á Íslandi og segjast til að mynda afar hrifnar af því hversu margar konur sitja á þingi. Ég ákveð að segja þeim frá byltingunni sem hefur átt sér stað í Facebook-hópnum Beauty Tips. Hópurinn var upphaflega stofnaður fyrir stúlkur til að skiptast á „bjútí“- ráðum en fljótt þróaðist það út í að fá umræðuefni voru hópnum óvið- komandi, en hann er læstur og ekki hægt að fá aðgang nema vera boðið af meðlimi. Forsaga byltingarinnar er að vinkona stúlku sem tiltekinn maður var sagður hafa barnað þegar hún var sextán ára spurði í hópnum hvort þar væru einhverjar sem hefðu lent í honum. Barnsmóð- irin unga gaf sig þar fram og heitar umræður spunnust upp. Stúlkurnar ræddu mismunandi birtingarmynd- ir kynferðisofbeldis og áreitni en þegar umræðan virtist farin á villi- götur eyddi stjórnandi hópsins allri umræðunni. Það var þá sem byltingin hófst og hver af annarri tóku stúlkur að birta eigin reynslusögur af kynferðisofbeldi og nauðgunum. Ég er enn að segja Guerrilla Girls frá þessu þegar önnur þeirra biður mig að endurtaka nafnið á hópnum svo hún geti skrifað það hjá sér. „Þetta er stór- merkilegt,“ segir Käthe. Frida bendir á að þetta hafi greinilega ekki verið skipulagt heldur sé þetta sjálfsprottin bylting. „Ég held að það sé mjög erfitt að þegja yfir því að hafa verið beittur kynferðisofbeldi og mikið frelsi sem því fylgir að fá allt í einu rými til að geta talað,“ segir hún. „Mér finnst frábært að þessi hópur hafi þróast á þennan hátt yfir í pólitíska hreyfingu. Þetta er „fantastic,“ segir Käthe. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Tvær Guerrilla Girls, þær Käthe Koll- witz og Frida Kahlo, komu hingað til lands vegna Listahátíðar Reykjavíkur. Þær eru mjög áhugasamar um jafnrétt- isbaráttuna á Íslandi og lýsa yfir sérstakri hrifningu með byltinguna á Beauty Tips. Mynd/Hari Verkið sem Guerrilla Girls settu upp á Listahátíð í Reykjavík stend- ur á austurhlið Tollhússins og er ádeila á fjár- styrki til kvenna í kvikmynda- gerð. Mynd/Hari viðtal 11 Helgin 5.-7. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.