Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Síða 12

Fréttatíminn - 05.06.2015, Síða 12
D Dauðaslys í umferðinni á liðnu ári voru fjögur og höfðu ekki verið færri frá árinu 1966 þegar kerfisbundin skráning hófst. Árið 2015 byrjar verr og athygli vekur að í tveimur nýlegum dauðaslysum á þjóðveg- unum áttu útlendingar í hlut. Það vekur upp spurningar um fræðslu erlendra ökumanna á íslenskum vegum þegar ferðamönnum fjölgar hratt og æ fleiri kjósa að aka sjálfir um landið. Í öðru tilvikinu varð vél- hjólaslys í Hvítársíðu þar sem ökumaður missti stjórn á hjól- inu. Á myndum frá slysstað sést að það varð á malarvegi með þvottabretti sem skapar hættu. Í hinu missti ökumað- ur stjórn á jeppa á vegi með bundnu slitlagi með þeim af- leiðingum að bíllinn valt. Ráða má af myndum af vettvangi að vegurinn er mjór, eins og víðast á íslenskum þjóðvegum. Orsakir slysanna verða rannsakaðar en það þarf ekki að hafa mörg orð um það að aðstæður til aksturs í dreifbýli hérlendis eru aðrar en margir gesta okkar þekkja. Fyrir það fyrsta eru íslenskir þjóðvegir mjóir og enn eru malarvegir hluti vegakerf- isins, einkum á Vestfjörðum, þótt átak hafi verið gert í að byggja hringveginn upp og binda slitlag hans. Einbreiðar brýr eru víða, blindhæðir og krappar beygjur. Þá mega öku- menn vænta þess, ekki síst snemmsumars, að lömb hlaupi þvert yfir veg. Þessar aðstæð- ur eru framandi þeim sem koma frá löndum með þróaðra vegakerfi en hér er og hætt við að þeir sem óvanir eru geti fipast eða vari sig ekki á þeirri hættu sem kann að leynast á vegunum. Við þetta bætist að vegaviðhaldi er víða ábótavant. Erlendum ferðamönnum fjölgar hratt hér- lendis, ekki bara á annatíma sumarsins. Þeim fjölgar líka á öðrum árstímum og aka þá í hálku og snjó, enda hefur verið lögð áhersla á að lengja ferðamannatímabilið. Í rannsókn á öryggi erlendra ferðamanna á vinsælli ferða- mannaleið, milli Reykjavíkur og Gullfoss og Geysis á tímabilinu 2011-2013, var kannað í hve mörgum slysatilfellum útlendingar áttu hlut að máli. Rannsóknin sýndi að á þessu tímabili urðu 86 slys á þessari tilgreindu leið. Þar af voru skráð 35 tilvik þar sem útlending- ar komu við sögu og jókst hlutfall þeirra slysa eftir því sem leið á tímabilið, væntan- lega vegna fjölgunar erlendra ökumanna á vegunum. Sé miðað við þessa rannsókn er hætt við að hlutfall útlendinga í umferðar- slysum á þjóðvegum landsins muni aukast enn. Fram hefur komið hjá lögreglunni að hegðun erlendra ökumanna á þjóðvegunum sé oft óútreiknanleg og nefnd hafa verið dæmi þar sem þeir hafi beint eða óbeint valdið óhöppum með aksturslagi eða hegð- un. Tengjast þessi óhöpp meðal annars skyndilegum ákvörðunum um myndatöku og er þá, samkvæmt lýsingum lögreglu, „neglt niður á staðnum og jafnvel beygt í veg fyrir umferð sem á eftir kemur og er á leiðinni framúr, eða umferð sem kemur úr gagnstæðri átt,“ eins og Theodór Þórðar- son, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, lýsti ástandinu í fréttaviðtali. Hann sagði jafn- framt að verkefni lögreglu og björgunar- sveita hefðu aukist með fjölgun erlendra ferðamanna. Þeir ækju út af á holóttum malarvegum og misstu stjórn á ökutækjum í lausamöl á bundnu slitlagi. Ökumennirnir væru langflestir óvanir íslensku vegakerfi og jafnvel þeim ökutækum sem þeir tækju á leigu. Það er því mikið í húfi fyrir alla að til fyr- irbyggjandi aðgerða verði gripið. Það er á ábyrgð samgönguyfirvalda, lögreglu, ferða- þjónustaðila eins og bílaleiga og fleiri, auk ábendinga til þeirra sem koma á eigin bíl með ferjunni Norrænu. Ýmislegt hefur ver- ið gert og er það vel, t.d. stýrisspjöld í bíla- leigubílum með leiðbeiningum um akstur á malarvegum, hraðareglum, ljósanotkun, notkun bílbelta, ábendingum um bann við utanvegaakstri, auk þess sem bent er á merki sem tákna óbrúaðar ár, blindhæðir, einbreið- ar brýr og sauðfé á vegi. En betur má ef duga skal. Nauðsyn upplýsinga til erlendra ökumanna á íslenskum þjóðvegum Aukið hlutfall útlendinga í umferðarslysum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsDóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 O-GRILL 12 viðhorf Helgin 5.-7. júní 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í ferðinni verður farið um eitt undursamlegasta svæði Frakklands, Loire dalinn. Við heimsækjum bæinn Blois, stoppum í Amboise þar sem Leonardo da Vinci dvaldi sín síðustu ár og stöldrum við í Versölum á leið okkar til Parísar. Þar njótum við lystisemda lífsins og skoðum helstu merkisstaði borgarinnar. Verð: 199.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Laufey Helgadóttir 13. - 20. september Loire dalurinn & París Sumar 26

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.