Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 22

Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 22
E ftir að við erum sest með rjúkandi espresso í bollum við sófaborð í einbýlishúsi á Bráðræðisholtinu liggur auðvitað beinast við að spyrja Jón Ársæl hvað taki nú við hjá honum. Svörin liggja þó ekki alveg á lausu. „Þetta er orðinn langur tími með sama þáttinn og ég er alveg tilbú- inn að takast á við nýja hluti,“ segir hann véfréttarlegur. „Þetta var mín eigin ákvörðun en svo er auðvitað alls kyns pólitík í svona fyrirtækjum eins og Stöð 2 sem spilar inn í og Ævisagan er ekki prenthæf Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur íslenskrar sjónvarpssögu lauk göngu sinni á sunnudagskvöldið eftir fjórtán ár í loftinu. Það var því við hæfi að taka hús á stjórnandanum, Jóni Ársæli Þórðarsyni, og spyrja hann sömu spurninga og hann hefur spurt tæplega fimm hundruð Íslendinga í þáttunum. Skip- stjórasonurinn sem byrjaði á sjónum tólf ára og stundaði síðar sálfræðirannsóknir á galdramönnum í Afríku hefur enda frá mörgu að segja þótt hann segi ævisögu sína of viðsjárverða til að eiga erindi fyrir almenningssjónir. ákvörðunin því í raun sameiginleg. Ég er mjög sáttur við hana enda ein- settum við okkur það strax í upp- hafi að við ætluðum ekki að halda þessum þætti úti það lengi að hann væri farinn að dala, vildum hætta á toppnum og gerðum það. Við vorum efins um hversu margir einstakling- ar þyldu hálftíma heimildarþátt um sjálfa sig en á þeim reyndist eng- inn hörgull og nú sitjum við uppi með tæplega fimm hundruð þætti um sjálfstætt fólk á Íslandi, sem eru auðvitað hluti af sögu okkar og merkileg heimild. Hver einstakling- ur hefur sína sögu að segja, málið er bara að setjast niður og hlusta.“ Þótt Sjálfstætt fólk hafi lokið göngu sinni á sunnudagskvöldið segist Jón Ársæll geta lofað sjónvarpsáhorfend- um því að hann sé ekki horfinn af skjánum. „Stöð 2 vill áframhaldandi samstarf og við erum að skoða það,“ segir hann en vill ekki gefa meira upp að svo stöddu. Hvað komi út úr því verði bara að koma í ljós. Keyptur yfir á Bylgjuna Jón Ársæll er sálfræðingur að mennt. Hvernig stóð á því að hann lenti inn í fjölmiðlabransann? „Ég var í klínísku námi í sálar- fræði, fyrst hérna heima og svo úti í Lundi í Svíþjóð, og vann sem slíkur fyrst eftir að ég kom heim frá námi. Fékk mig svo lausan úr sálfræði- starfinu og fór að kenna um tíma en mér fannst það ekki eiga við mig. Ég var að kenna í unglingadeildum og þegar ég stóð mig að því að vera farinn að öskra í tímum þá sá ég að þetta var ekki starf sem ég mundi kjósa mér sem ævistarf. Um það leyti sá ég auglýst eftir starfsfólki á Tímann sem þá var verið að breyta í Nútímann og þar sem mig hafði alltaf dreymt um að vinna við fjöl- miðla greip ég tækifærið. Eftir mjög skemmtilegt tímabil á Nútímanum fór ég í tímaritabransann á Mann- lífi og Fjölni og svo þaðan í útvarp, fyrst á Stjörnunni og síðan í morg- unútvarpi Rásar 2. Þetta var á þeim tíma þegar enn tíðkaðist að kaupa fjölmiðlafólk frá öðrum fyrirtækjum og ég var keyptur yfir á Bylgjuna í Reykjavík síðdegis. Það var auðvi- tað blóðskömm að breyta því fallega nafni en ég vildi fríska upp á þátt- inn og hann fékk því nafnið Ísland í dag. Þar var ég í eitt og hálft ár en fór þá upp á fréttastofu Stöðvar 2. Ég þótti hins vegar aldrei neinn svakalegur rannsóknarfréttamað- ur og var oftast með mjúkar fréttir úr mannlífinu sem mér fannst vera miklu meira virði heldur en ein- hverjar staðreyndaflækjur. Það var því ákveðið að hluti af fréttatíman- um héti einfaldlega Ísland í dag. Síð- an eru að nálgast þúsaldamót og þá fékk ég þá hugmynd að freista þess að segja sögu Íslands á 20. öldinni og fékk að kalla saman lítinn hóp af sérfræðingum til að gera þættina 20. öldin – brot úr sögu þjóðar. Við gerðum tíu þætti á þremur árum og þeir fengu mikið áhorf. Að því loknu var krafan sú að koma með helst einhverja ennþá betri hugmynd sem væri bæði góð og ódýr og þannig varð Sjálfstætt fólk til. Sú þáttagerð hefur verið mikið ævintýri í fjórtán ár sem lýkur núna á sunnudaginn.“ Sálfræðin sjónum yfirsterkari Faðir Jóns Ársæls var togaraskip- stjóri og hann ólst upp á Seyðisfirði og Eskifirði áður en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Datt honum aldrei í hug að gera sjómennskuna að ævi- starfi? „Jú, jú, ég var kominn á togara tólf ára gamall og var öll sumur á sjó sem unglingur. Löngu fyrr var ég kominn í fiskverkun og þar sem ég var stór og sterkur strákur var ég ell- efu ára gamall settur á kvennakaup við hliðina á konum sem höfðu unnið alla sína hunds og kattartíð í fiski. Þannig var nú réttlætið þá.” En hvað heillaði þig við sálfræðina? „Ég var í Kennaraskólanum þar sem voru frábærir kennarar í sál- arfræði, meðal annars Broddi Jó- hannesson rektor sem var sálfræði- menntaður. Ég var líka veikur fyrir dulsálarfræði og þegar ég fór í sálar- fræðina í háskólanum var þar verið að kenna hana eins og víða á Vestur- löndum, þótt nú sé búið að leggja þá fræðigrein alveg af. Dulsálarfræðin snýst um yfirskilvitleg fyrirbæri og við stunduðum meðal annars rann- sóknir á Hafsteini miðli sem þá var okkar frægasti og besti miðill. Þessi áhugi fylgdi mér og þegar ég var að ljúka mastersnámi úti í Lundi og átti að velja rannsóknarefni fyrir loka- ritgerðina stakk ég upp á því að ég fengi að fara til Afríku, leita þar uppi galdramenn og skrifa um þá og þeirra hugmyndaheim.“ Á puttanum heim frá Afríku Jón Ársæll lét ekki sitja við hug- myndina eina, fór til Afríku og Ég hef alltaf verið grallari og haft gaman af því að brjóta reglurnar. Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu opnu 22 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.