Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 26

Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 26
Afslappandi að skjóta Jórunn Harðardóttir, formaður Skotfélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Veðurstofu Íslands, keppir fyrir hönd Ís- lands í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Hún segir skotíþróttina veita sér kærkomið næði frá amstri dagsins. Íþróttin snúist um að vera með hugann á réttum stað frekar en líkamlegan styrk. É g giftist inn í íþróttina fyrir 25 árum en allir karlarnir í tengdafjölskyldunni eru miklar skyttur og afi mannsins míns var einn af þeim mönnum sem endurvöktu Skotfélag Reykja- víkur á sínum tíma,“ segir Jórunn Harðardóttir, formaður Skotfélags Reykjavíkur, en hún keppir fyrir hönd Íslands í skotfimi á Smáþjóða- leikunum. „Það var svo eftir að ég kom heim úr doktorsnámi í jarð- fræði í Bandaríkjunum sem ég gekk til liðs við félagið og fór að æfa. Og nú erum við hjónin bæði á fullu í þessu.“ Gott að loka sig af með eyrnatappa Jórunn segir skotíþróttina fyrst og fremst vera skemmtilega en þar að auki hjálpi hún sér að slaka á og hverfa frá amstri dagsins. „Það er ekki hávaðinn sem heillar mig heldur er það að keppa við sjálfa mig sem mér finnst skemmtilegt. Maður er alltaf að gera sitt besta og maður er alltaf gráðugur í að gera betur en síðast. Í minni vinnu er mikið álag og áreiti og að geta horfið inn í þennan heim, lokað mig af með eyrnatappa og ekki hugsað um neitt nema að skjóta er voða- lega gott,“ segir Jórunn en hún er framkvæmdastóri Veðurstofu Ís- lands. „Þetta er ákveðin afslöppun og svo fylgir ánægjan af því að hitta í kjölfarið. Þetta er svolítið eins og að fara í tívolí og vera alltaf að bíða eftir því að hitta bangsann, það er sami fílingurinn.“ Elsta íþróttafélag landsins Skotfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1867 við Skothúsveg í Reykja- vík og er því elsta íþróttafélag lands- ins. Sportið er stærra en margir gera sér grein fyrir, Skotfélagið er með stærstu íþróttafélögum lands- ins með um 4000 félagsmenn. „Það eru ótrúlega margar byssur í landinu. Það fylgdi auðvitað öllum búskap bændasamfélagsins að eiga allavega einn riffil og eina hagla- byssu og það voru flestir með þetta undir rúminu hjá sér. Sem íþrótt er þetta kannski minna þekkt en þetta hefur samt sem áður verið stundað sem íþrótt alveg frá upphafi félags- ins og samtökin voru stofnuð sem íþróttafélag en ekki veiðsamtök,“ segir Jórunn sem veiðir ekki mik- ið sjálf heldur lítur miklu frekar á skytteríið sem hugarleikfimi. „Ég er ekki mikill veiðimaður en skýt þó hreindýr á svona fimm ára fresti. Mér finnst útiveran sem fylgir því skemmtileg.“ Hugurinn skiptir mestu máli „Það er ótrúlega breiður hópur sem stundar þetta sport og sem keppir. Á Smáþjóðaleikunum núna erum við með þátttakendur frá 16 ára og upp í 60 ára. Það þarf að hafa ákveð- inn styrkleika en samt ekkert mikla krafta. Ef þú lítur yfir keppendahóp- inn á leikunum núna þá er þetta ekki fólk sem lítur út fyrir að vera afreks- fólk í íþróttum, ekki af vaxtarlaginu að dæma. Það sem skiptir mestu máli er að halda heilanum á réttum stað og hafa hann rétt skrúfaðan á. Það er hugurinn sem skiptir mestu máli í þessari íþrótt. Þú þarft að vera einbeitt og í jafnvægi og þú þarft að hafa taugarnar í lagi því ef það kem- ur upp stress þá fer allt til fjandans.“ Vilja fleiri konur í sportið Jórunn keppir fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum í tveimur flokk- um, loftriffli og loftskammbyssu. Hún segir loftskammbyssauna vera sína uppáhaldsgrein þó 50 mm liggjandi riffill sé hennar uppáhalds vopn. „Það er mikill vöxtur í íþrótt- inni en því miður er meirihlutinn enn karlar, við viljum endilega fá fleiri konur í félagið. Okkur vant- ar nýliðun í hópinn en það hamlar starfinu verulega hversu seint er hægt að byrja að æfa, segir Jórunn en samkvæmt íslenskum lögum má ekki byrja að æfa fyrr en um 15 ára aldurinn. „15 ára er aldurinn sem krakkar byrja oftast að detta út úr íþróttum og það væri því gott að ná þeim áður. Það væri mjög gaman að geta boðið upp á unglingaæfingar með leiðsögn, eins og er gert í öll- um löndum í kringum okkur. Þetta eru vopn en með réttri meðferð þá getur ekkert gerst. Þú fótbrýtur þig allavega ekki í þessari íþrótt.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Það er hugurinn sem skiptir mestu máli í þessari íþrótt. Þú þarft að vera einbeitt og í jafnvægi og þú þarft að hafa taugarnar í lagi því ef það kemur upp stress þá fer allt til fjandans. Jórunn Harðardóttir, formaður Skot- félags Reykjavíkur og framkvæmda- stjóri Veðurstofu Íslands, segir skotí- þróttina veita sér kærkomið næði frá amstri dagsins. Ljósmynd/Hari Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins en það var stofnað árið 1867 við Skothúsveg í Reykjavík og upphaflega fóru æfingar fram við Tjörnina í Reykjavík. Skot- húsvegur dregur nafn sitt af húsi félagsins sem var reist af dönskum og íslenskum skot- félagsmönnum. Starfsemi félagsins lá að mestu niðri styrjaldarárin og milli stríða en formleg starfsemi þess var endurreist árið 1950. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku 26 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.