Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Síða 32

Fréttatíminn - 05.06.2015, Síða 32
Blautur koss á Helluvaði Þ Það verður að segjast eins og er, kýr eru ekki gerðar til fimleikaæfinga. Þær eru stirðbusalegar og þungar á sér – og júgr- in þvælast fyrir þeim, vafalaust orðin allt of stór af kynbótum miðað við það sem upphaflega var þegar mjólkurframleiðsl- an miðaðist við einn kálf en ekki mjólkur- samlag. Samt eiga kýrnar sér einn dag á ári þegar þær sletta úr klaufunum, í bók- staflegri merkingu, þegar þeim er sleppt út á vorin. Þá fara þær með þvílíkum rassaköstum, í léttleika frelsisins, að þær gleyma risajúgrunum um stund. Þetta þekki ég frá því ég var sumardreng- ur í sveit fyrir margt löngu. Kýrnar í Skálm- ardal, þar sem ég dvaldi hjá góðu fólki, voru tvær, auk nauts og kálfa – en ánægja þeirra, þegar þær losnuðu af básum sínum eftir vetrarvisina, var óblandin og gaman að fylgjast með. Þessa njóta fá borgarbörn í dag og því er framtak bænda á Helluvaði á Rangárvöllum virðingarvert en heimafólk þar býður öllum sem vilja njóta að fylgjast með því á hverju vori er kúnum er hleypt út. Jafnframt er boðið upp á kræsingar, ábrysti, nautatungu og fleira gott. Greinilegt var síðastliðinn sunnudag að margir vildu samgleðjast kúnum á Helluvaði því þar voru vafalaust um þús- und manns, foreldrar, afar og ömmur – en einkum börn. Minn betri helmingur heldur vel utan um barnabörnin okkar og fylgdist því með degi frelsiskúnna á Hellu- vaði. Við héldum tímanlega í austurveg á sunnudaginn með þrjá yngissveina í aftur- sætinu, einn á fjórða ári, annan sem verður fimm ára síðar í sumar og þann þriðja sem náði þeim merka áfanga fyrr í vikunni að verða sex ára – og er þar með væntanlegur skóladrengur í haust. Sveinarnir voru fullir tilhlökkunar að fá að sjá dýrin í sveitinni þótt þeir gerðu sér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað í vændum væri. Á austurleiðinni fylgdumst við með öllum hestum sem við sáum við veginn en einkum folöldum sem eru fal- legar skepnur. Þá voru lömbin ekki síður yndisefni, auk fugla og annars sem gaman var að skoða. Sem betur fer þvældust engir fuglar fyrir okkur á leiðinni en litlu munaði helgina fyrr, í annarri sveitarbunu, að svan- ur kæmi styttri leiðina inn í bílinn. Sá hafði valið sér Biskupstungnabraut sem flug- braut og hóf flug beint á móti akstursstefnu minni. Svanir eru þungir í flugtaki og þurfa talsverða braut, líkt og júmbóþotur. Þótt ég snarhemlaði virtist svo um örskotsstund sem svanurinn flygi beint á framrúðuna hjá okkur – ég beinlínis horfðist í augu við hann – en hann slapp yfir bílinn á síðustu stundu. Ég reikna með því að svanurinn hafi þakkað sínum sæla og hið sama átti við um ökumanninn. Á Helluvaði tylltum við okkur á barð, af- inn og amman, með sveinana þrjá og bið- um þess að kýrnar yrðu leystar af básum sínum. Það var fullt af fólki í kringum okk- ur og spenna í loftinu. Loks opnuðust fjós- dyrnar og sú fyrsta skaut út snoppu sinni og hnusaði að vorinu. Hún fékk hins veg- ar lítinn tíma til íhugunar því stallsystur hennar ruddust meðfram henni og út. Þær voru búnar að fá nóg af inniverunni. Halar fóru á loft og júgur sveifluðust í þessum sérstaka dansi. Kýrnar léku við hvurn sinn fingur, hlupu með sínu lagi fram og til baka uns þær róuðust því kýr eru hvorki gerðar fyrir spretthlaup né maraþonhlaup. En það var fleira að sjá á Helluvaði en kýrnar. Nautin fengu ekki að hlaupa þennan sunnudaginn. Þau voru föst á básum sínum en það var opið inn til þeirra og fremsta nautið gat stungið hausnum út svo hægt var að klappa því. Afinn var nógu kjarkaður til að klappa nautinu, vitandi af því bundnu á bás sínum. Ungsveinarnir treystu sér hins vegar ekki í svo náið samneyti við tudda en það kætti þá svo í þeim skríkti er nautið rak óumbeðið út úr sér langa tunguna og gaf afanum blautan koss. „Við viljum tungu- kossa,“ söng amman við það tækifæri og vitnaði í smell hljómsveitarinnar Amaba Dama frá síðasta sumri. Það var ekki að sjá að henni leiddust þessi samskipti bónda síns og nautsins á Helluvaði. Kálfarnir stóðu fyrir sínu, laglegri en foreldrarnir, en best voru samt lömbin. Við fórum í fjárhúsin þar sem heimamenn tóku vel á móti borgarbörnunum. Miðdrengur- inn brá að vísu buffi svokölluðu, sem hann var með á höfðinu, fyrir vitin og sagðist hafa ofnæmi fyrir sveitalykt. Afinn, gamli smalinn úr Skálmardal, tók ekkert mark á slíkum tiktúrum og leiddi sveininn áfram og amman hina tvo. Lyktin gleymdist um leið og drengirnir fengu lömb í fangið sem klappa mátti að vild. Engin ógn stóð af þeim eins og nautinu, lítil og dásamleg sem þau eru nýborin. Ærnar voru kannski ekki alveg jafn hrifnar af tilstandinu, jörmuðu eftir afkvæmum sínum og stöppuðu jafnvel niður fótum. Þær jöfnuðu sig samt um leið og þær fengu lömb sína aftur og drengirnir sáu lömbin grípa spena móður sinnar um leið og færi gafst. Óvíst er að lömbin átti sig á því hve krúttleg þau í augum manna- barna og gaman að halda á og strjúka. Að lokinni heimsókninni í fjárhúsin fór amman í röð og fékk kókómjólk og ábrysti handa drengjunum, sem hún kynnti að vísu sem búðing enda ekki tilbúin fyrr en síðar að ræða broddmjólkina við borgarbörnin en afinn skaut sér í aðra röð þar sem beið gómsætt grillmeti – og nautatungur. Það verða væntanlega örlög tungunnar löngu, sem náði óvænt að sleikja þann sama afa, að enda á slíku gnægtaborði – en það er önnur saga og ekki beinlínis barnvæn! Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i LAKKVÖRN +GLJÁI Sterk og endingargóð gljávörn! Made in GerMany Since 1950 Hefur hlotið frábæra dóma! 32 viðhorf Helgin 5.-7. júní 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.