Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 05.06.2015, Qupperneq 38
38 grill og garðar Helgin 5.-7. júní 2015 Siminn.is/spotify HEFUR ALDREI HLJÓMAÐ EINS VEL! Ertu að leita að réttu tónlistinni til að grilla við? Þú finnur lagalistann Listinn að grilla á blog.siminn.is GRILLIÐ G rill, sérstaklega gasgrill, er furðu gott alhliða eldunar­tól. Auðvelt að stjórna hit­ anum þegar litið er á allt grillið, að lokinu meðtöldu, sem heild. Lokið er nefnilega höfuðatriði í því að elda mat á grilli í staðinn fyrir að grilla mat í hefðbundna skilningn­ um, þar sem sjóðheit kol eða eldur eru undir grind sem maturinn fer síðan beint ofan á. Því þarf matur­ inn annað hvort að vera pylsa eða hamborgari, nú eða notast við snúningstein eins og Steinríkur og hinir Gaulverjarnir. Sé enginn til snúningsteinninn og stykkið í stærri kantinum vefja flestir, í örvæntingu, steikinni sinni í álpappír. Kjöt vafið í álpappír er þó tæknilega séð ekki grillað heldur soðið. Alveg bragðgott en þó ekki mikið öðru vísi en að elda það bara í ofninum. Þar kemur hins vegar lokið inn. Það er nefnilega ekki bara til skrauts. Fangar nefnilega hit­ ann inni í grillinu og býður upp á möguleikann á óbeinni elda­ mennsku. Þannig er eldurinn færður til hliðar. Ýmist með því að slökkva á einum eða fleiri brenn­ urum eða færa til kolin. Maturinn situr síðan á „kalda“ endanum og drekkur í sig hitann sem fer hvergi sé lokið niðri. Grillið er bókstaf­ lega orðið að ofni. Munurinn á þessum nýja útiofni og venjulega inniofninum er þó möguleikinn á reyk. Reykurinn kemur með grill­ bragðið og trikkið er að passa að nægur reykur fylgi hitanum. Það kemur vissulega reykur af kolum og það kemur reykur þegar kjötsafi og fita leka á kolin og ofan í gasgrillin. En mikill vill meira því meiri reykur þýðir jú meira bragð. Til að auka reykinn er harðviðar­ spæni eða kubbum boðið í partí­ ið. Annað hvort í þar til gerðum boxum, í álpappír með nokkrum götum á eða beint á heit kolin. Best er að leggja viðinn í bleyti nokkru fyrir matargerðina svo ekki blossi upp eldur. Því eldi fylgir sót og það er ekki gott á bragðið né er það holt fyrir kroppinn. Reykurinn er hins vegar, eins og fyrr segir, ávísun á gott bragð og því lengur sem reykurinn umlykur kjötið því meira reyk­ bragð finnst af matnum – eðlilega. Þetta er gott að hafa í huga þegar viðartegundin er valin. Það kemur nefnilega mismunandi keimur af matnum milli trjátegunda. En – og þetta er stórt en. Keimurinn sem kemur af mismunandi viði verður ekki augljós fyrr en kjötið er búið að malla í reyknum í sirka þrjá tíma. Þangað til er reykur bara reykur en viðurinn sem not­ aður er til að mynda hann verður að vera harðviður. Ekki nota grenitré. Þau sóta og eru auk þess full af harpixi og hvorugt er hollt og gott við matseldina. Þurrk­ aður harðviður er málið. Beyki og lerki eru dæmi um íslenskan við sem hægt er að nota. Eik, eplatré, hlynur, cedar og svo mætti lengi telja eru líka grillviðartegundir. Einfaldast að kaupa bara reyking­ arvið í grillbúðunum sjálfum. Þær eru allir með þetta núorðið. Trjátegundin, sé hún harðviður, skiptir sem sé ekki öllu máli fyrr en ætlunin er að reykja í meira en þrjá tíma. Til dæmis svínaöxl í ekta Suðurríkja „pulled pork“ eða reykta nautabringu „brisked“ sem hægt að reykja allt frá téðum þremur tímum upp í heilan sólar­ hring, ef því er að skipta. Gott er að byrja hægt og rólega og bæta smá reyk þegar verið er að grilla hamborgara og pylsur. Finna muninn. Sé ætlunin að fara út í harðari heitreykingar (líka til kaldreykingar en það er önnur saga) er um að gera að æfa hita­ stjórnun vel. Því grillið á ekki að fara mikið yfir hundrað og tutt­ ugu gráður þegar verið er að gera barbeque. Helst aðeins minna, allt niður í sjötíu­áttatíu ef planið er að reykja í meira en 12 tíma. Flest kjöt þolir smá reyk, Svínakjöt sérstaklega. Lamba­ lærið breytist ekkert í hangilæri við að fá í sig má reyk en svín, naut og kjúklingur henta sérstak­ lega vel fyrir reykinn. Feitt kjöt þolir langan eldunartíma betur en magurt. Rif og axlir eru dæmi um þetta. Fiskur líka. Heitreyktur silungur – farðu úr bænum hvað hann er málið Sé ætlunin að grilla í sumar, nú þegar það er vonandi að koma, plís sumar komdu – plís, þá er málið að nýta tólið út í ystu æsar með lokið niðri, hitann á og reyk­ inn á fullu. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Reykurinn er ávísun á gott grillbragð Reykurinn ávísun á gott bragð og því lengur sem reykurinn umlykur kjötið því meira reykbragð finnst af matnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.