Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 50

Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 50
50 heilsa Helgin 5.-7. júní 2015 3x15 Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust Hentar fyrir LKL mataræði H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Njótum matarins saman E mbætti landlæknis, Hjarta-vernd og Krabbameinsfélagið gáfu í vikunni út nýtt vegg- spjald sem byggir á endurskoðuðum ráðleggingum landlæknisembætt- isins um rétt mataræði. Þar er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni, og að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfi- legu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík að næringarefnum frá náttúrunn- ar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkuvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Takmarka ber hins vegar neyslu á unnum mat- vörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti. Og síð- ast en ekki síst þá er mikilvægt að við veitum matnum athygli og að við gefum okkur tíma til að njóta hans. n Heilkorn minnst tvisvar á dag. Mælt er með neyslu á rúg, heilhveiti, gróf- möluðu spelti eða höfrum og að notað sé bygg, hýðishrís- grjón og heil- kornapasta í stað fínunninna vara. n Fiskur tvisvar til þrisvar í viku, þar af einu sinni feitur fiskur á borð við lax, bleikju, lúðu eða makríl. n Kjöt í hófi, sérstaklega rautt kjöt. Mikil neysla á rauðu kjöti, sér í lagi unnum kjötvörum, tengist auknum líkum á krabbameini í ristli og þyngdar- aukningu. Feitar kjötvörur innihalda einnig mikið af mettaðri fitu. Baunir eru prótein- ríkar og geta komið í stað kjöts. n Tveir skammtar af fitulitlum og hreinum mjólkur- vörum á dag.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.