Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 51

Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 51
heilsa 51Helgin 5.-7. júní 2015 Leiðarvísir Frutin® Fæða sem getur valdið brjóstsviða Sítrusávextir Appelsínur, greipaldin og ávaxta­ safar eru mjög súrir, sérstaklega þegar neytt er á tóman maga. Tómatar Eins saklausir og þeir líta út fyrir að vera með sínum meinhollu næringar efnum, eins og lýkópen, þá eru tómatar afar súrir og fara misvel í maga. Súkkulaði Auðvitað, það getur verið hlaðið koffeini og fitu, en súkkulaði getur líka valdið brjóstsviða. Súkkulaði slakar nefnilega á hringvöðva vélindans þannig að það eykur líkur á brjóstsviða. Spurning um að pakka bara saman öllu súkkulaðinu sem þú átt og gefa það. Kaffi Kaffi, gos, te, íste, annar vökvi eða matur sem inniheldur koffein ætti að varast því það getur valdið brjóstsviða. Hér skiptir máli að passa skammtastærðirnar og huga að koffeinmagninu sem innbyrt er. Sterkur matur Chili, pipar, mexikóskur matur, eða annar sterkur og kryddaður matur getur valdið brjóstsviða. Þessi leið er því bæði náttúruleg og snjöll til að berjast við hækkandi sýru stig í maganum án þess að nota lyfseðils skyld lyf. Frutin fæst í næsta apóteki, heilsuverslunum og einnig í heilsuhillum stórmarkaðanna. Frutin eru náttúrulegar tyggitöflur sem eru framleiddar af einkavarinni að ferð við að nýta trefjar sem gera það að verkum að þegar þær eru tyggðar myndast róandi, froðu kennt lag í efri hluta magans. Kolsýrðir drykkir Gos og aðrir kolsýrðir drykkir geta valdið uppþembu sem orsakast af auknum þrýstingi á hringvöðva vélindans og það getur leitt til brjóstsviða. Er ekki bara best að sýna skynsemi og forðast gosdrykkina. Hnetur, ostur, lárpera og djúsí steik Eiga það sameiginlegt að vera feitur matur. Fita hægir á tæmingu magans sem getur aukið þrýsting á hringvöðva vélindans og valdið brjóstsviða. Alkóhól Vín, bjór eða eftir lætis kokteillinn þinn geta valdið brjóst­ sviða, sérstaklega þegar neytt er með stórri máltíð. Alkóhól slakar á hringvöðva vél indans og því ná maga sýrurnar að flæða upp í vélindað. Hvítlaukur og laukur Sumt fólk sem fær gjarnan uppþembu eða brjóstsviða þarf oft að varast lauk og hvítlauk. Frutin® getur í alvörunni hjálpað þér að neyta þess arar dásamlegu fæðu án þess að eiga á hættu að fá óþægindi eftir máltíðina. IceCare ehf • Ármúli 8 • Sími 581 1090 • icecare@icecare.is • www.icecare.is KexReið í þriðja sinn á laugardag K exReið, hjólreiðakeppni Kex Hostel og Kría Cycles, verður haldin í þriðja sinn á laugar-daginn. KexReið fer fram í Skuggahverfinu um braut sem liggur um Skúlagötu og Hverfisgötu og er um 1.5 kíló- metrar. Samtals verða hjólaðir þrjátíu kílómetrar og verða keppendur ræstir út klukkan 16 við almennings- garð Kex Hostel sem flestir þekkja nú sem Vitagarð. Skráning í keppnina fer fram á Hjólamót.is og kost- ar 3.500 krónur að taka þátt. Aðeins komast hundrað að og skráning er opin til hádegis í dag, föstudag. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna- og karlaflokki. Á meðan keppninni stendur verður skífum þeytt við Hverfisgötu 12 veitingastað og Mikkeller & Fri- ends Reykjavík bjóða gestum og gangandi Mikkeller Running Club Pale Ale. n Mjúk og holl fita á borð við jurta- olíu og avókadó. n Minna salt. Stærstur hluti salts í fæðu, eða um þrír fjórðu, kemur úr tilbúnum matvælum, svo sem unnum kjötvörum, brauði, ostum, pakkasúpum og -sósum, tilbúnum réttum og skyndibitum. n Minni sykur. Neysla á sykur- ríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum. Mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykur- sýki af tegund 2. n D-vítamín.Til þess að stuðla að góðum D-vítamínhag yfir vetrar- mánuðina er nauðsynlegt að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.