Fréttatíminn - 05.06.2015, Síða 62
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 5/6 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00
Lau 6/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00
Sun 7/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 6/6 kl. 20:00
Síðasta sýning
Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.
Laugardagurinn 6.júní kl.17
Alþjóðlegi tangóhópurinn leikur verk eftir
Piazzolla, Sutar, Ravel og fleiri.
Guido Bäumer saxófónn, Aladár Rácz píanó,
Hávarður Tryggvason kontrabassi og
Krzysztof Olczak harmónikka og útsetningar.
Almennt miðaverð 2000 krónur, 1000 krónur
fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.
Miðasala á midi.is
Veitingastofurnar opnar alla daga frá
kl. 11 – 17.
Aðstaða fyrir fundi og móttökur af
ýmsum stærðum.
Nánari upplýsingar í síma 511 1904 eða
á hannesarholt@hannesarholt.is
H inn heimsfrægi hugsjóna-maður og mannvinur Patch Adams kemur nú í annað
sinn til landsins á vegum Hugarafls.
Adams er heimsfrægur heimilis-
læknir sem hefur farið mjög óhefð-
bundar leiðir í starfi sínu. Árið 1998
var gerð kvikmynd byggð á ævi hans
og fór Robin Williams á kostum í
hlutverki heimilislæknisins. Adams
veiktist sjálfur af alvarlegu þunglyndi
sem ungur maður og lagðist inn á
geðsjúkrahús. Hann hafði ákveðið
að enda sitt líf en fékk einhverskonar
vitrun og ákvað að nota krafta sína í
að stuðla að jákvæðni og leggja sitt á
vogarskálarnar til að minnka ofbeldi
í heiminum. Adams notar persónu-
lega nálgun, umhyggju og samtal í
meðferðum sínum.
Að loknu námi stofnaði Adams
„Gezundheit“ þar sem allir geta
komið og leitað ókeypis læknisþjón-
ustu. Adams er iðinn við að breiða
út boðskap sinn um allan heim og
byggir hann á svokölluðum „trúða-
leiðöngrum“ sem draga það besta
fram í manneskjunni, kalla fram
gleðina og hamingjuna ásamt því að
lina þjáningu og stöðva ofbeldi. Þann
14. júní verður fyrirlestur með Patch
Adams í Háskólabíói klukkan 19.30
undir yfirskriftinni „Medecine, joy
and humor“. Íslenskir listamenn taka
á móti gestum með glensi og gleði
og Patch Adams bandið leikur ljúfa
djasstónlist.
Hugarafl á í samstarfi við Eddu
Björgvins og Sólheima um kom-
andi ævintýri með Patch Adams
og konu hans Susan Parenti. Susan
er gjörningalistamaður og haldnar
verða tvær listrænar uppákomur
með henni og tveimur leikurum frá
Bandaríkjunum, í Listaháskóla Ís-
lands þann 10. júní klukkan 20 og
á Sólheimum í Grímsnesi. Nánari
upplýsingar má nálgast á midi.is og
á heimasíðu Hugarafls.
Unnið í samstarfi við
Hugarafl
Patch Adams vænt-
anlegur til landsins
K arlakór Akureyrar–Geysir, Bogomil Font og hljóm-sveit, sameinast á tónleik-
um í Hamraborg í Hofi, föstudag-
inn 5. júní, klukkan 20. Sérstakur
gestur er Óskar Pétursson. Yfir-
skriftin er öðruvísi, enda tónleik-
arnir ólíkir öllu því sem kórinn
hefur hingað til gert.
Tónleikarnir eru tileinkaðir
sjómönnum og sjómennsku og
því haldnir helgina sem ber upp
á sjálfan sjómannadaginn. Þarna
feta félagar í Geysi alveg nýjar
slóðir. Kórinn flytur karlakórslög
í nýjum búningi og popp og rokk í
karlakórsbúningi. Lög með Bogo-
mil Font, Bubba Morthens, Rod
Stewart, Hauki Morthens, Ólafi
Þórarinssyni. Svo koma við sögu
Davíð Stefánsson, Páll Ísólfsson,
Áskell Jónsson, Sigfús Halldórs-
son og fleiri.
Hjörleifur Örn Jónsson er
stjórnandi kórsins. Hann hefur
útsett flest laganna fyrir kórinn
á þessum tónleikum. Bogomil
Font mætir í Hof í sínu besta
formi og hljómsveitin hans er
skipuð tónlistarmönnunum,
Ómari Guðjónssyni, Kjartani
Valdimarssyni, Helga Svavari
Helgasyni, og Valdimar Kol-
beini Sigurjónssyni. Ekki er vit-
að hvort Óskar Pétursson hefur
verið til sjós, en hann syngur
eins og engill.
Miðasala er á www.menningar-
hus.is -hf
Bogomil og
karlakór í Hofi
Havartí er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst
framleiðsla á honum á Höfn í Hornarfirði árið 1987.
Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því
var breytt. Havartí varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu
dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havartí er mildur,
ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari
með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær
ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum
döðlum og eplum.
HAVARTÍ
FJÖLHÆFUR
www.odalsostar.is
62 menning Helgin 5.-7. júní 2015