Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 22

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 22
Mér fannst eins og Elísa sjálf væri að horfa yfir öxlina á mér. Brúðkaupsafmæli og bók Carol Gardarsson fylltist áhuga þegar hún heyrði örlagasögu íslenskrar fjölskyldu sem flutti til Manitoba í Kanada í lok 19. aldar. Hún hefur nú skrifað fimm bækur um sögu þeirra og er sú fyrsta komin út á íslensku, ungmennabókin „Norn er fædd“. Carol er gift íslenskum manni, Garðari Garðarssyni. Hún kom hún í fyrsta skipti til Íslands árið 1994 þegar þau komu hingað í brúðkaupsferð og fagna þau nú 21 árs brúðkaupsafmælinu á Íslandi. É g starfaði sem fréttamaður í Manitoba á mínum yngri árum og kynntist þá mörg- um úr íslenska samfélaginu. Það var þá sem ég heyrði fyrst söguna af ungu íslensku konunni sem villtist á sléttunum með nýfædd stúlkubarn og þur f t i að gefa því blóðið sitt að drekka þeg- ar brjósta- mjólkin kláraðist,“ segir Carol Gardarsson, höfundur bókarinnar „ No r n e r fædd“ – fyrstu bókarinnar sem kemur út á íslensku af fimm bókum í seríunni „Ill- ur seiður“ sem fjallar um ör- lög íslenskrar fjölskyldu sem flutti til Mano- toba í Kanada í lok 19. aldar. Í þessari fyrstu bók er sögð uppvaxtarsaga Elísu sem af mörgum var talin vera norn því móður hennar gaf henni blóð að drekka sem ungbarni. Unnu saman á vikublaði Carol er fædd og uppalin í Kanada og kynntist íslenskum eiginmanni sínum, Garðari Garðarssyni, þegar hún starfaði sem blaðamaður. Garð- ar hafði flutt frá Íslandi til Ástralíu og síðan til Kanada, og starfaði þar við prentiðn og auglýsingasölu í blöð. Hann segir að Carol hafi um tíma verið yfirmaður hans þeg- ar þau unnu saman á viku- blaði, hún sem út- gáfustjóri og hann sem auglýsinga- stjóri. „Við vorum búin að vera vinir lengi áður en við fórum að vera saman,“ segir hann. Hrifin af vitum Þau giftu sig 21. maí 1994 og héldu í brúðkaups- ferð til Ís - lands. Raunar fékk yngsta dóttir Ca- r o l a ð fylgja með en hún átti fyrir þrjár dæt- ur. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom til Íslands en ég er nú búin að koma fjórum sinnum,“ segir Carol. „Við sláum tvær flugur í einu höggi í þessari ferð. Við fögnuðum útgáfu bókarinnar í Eymundsson á þriðju- dag og höldum upp á 21s árs brúð- kaupsafmælið okkar,“ segir hún glöð í bragði. Carl segist eiga erfitt með að nefna einn uppáhalds stað á Íslandi, hún hafi heillast mikið af Vestmannaeyjum en síðan sé hún al- mennt mjög hrifin af vitum og hafi í síð- ustu ferð sinni hingað farið með vinum að skoða vita víðs vegar um landið. „Það er mikið af fallegum vitum hér,“ segir hún. Bókin notuð í kennslu Bókin „Norn er fædd“ er sérstaklega skrifuð fyrir ungmenni en lesendur á öllum aldri geta haft gaman af henni. Eftir að Carol heyrði fyrst sögu þess- arar íslensku fjölskyldu sem hún fjallar um í bókunum lagðist hún í mikla rann- sóknarvinnu og voru þær rannsóknir svo nákvæmar að bækurnar eru notað- ar sem kennsluefni í framhaldsskólum í Manitoba. „Krakkarnir læra um söguna og um svæðið en gera það án þess að taka eftir því. Þeim finnst þau bara vera að lesa spennandi sögu,“ segir hún. Fannst Elísa fylgjast með Carol segir að þegar hún byrjaði að skrifa bækurnar fékk hún oft á tilfinn- inguna að hún væri ekki sjálf að skrifa heldur væri skrifað í gegn um hana. „Ég man eftir því eina nóttina þegar allir voru sofnaðir, ég var enn að vinna og fann létta vindhviðu í hárinu. Ég ætl- aði þá að loka glugganum en sá að allir gluggar og hurðir voru lokaðar. Eftir það fannst mér eins og Elísa sjálf væri að horfa yfir öxlina á mér til að fylgjast með því að ég skrifaði söguna hennar rétt. Ég er sannfærð um að ég fékk hjálp við að skrifa bókina,“ segir hún leyndardómsfull. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Carol Gardarsson og Garðar Garð- arsson giftu sig 21. maí 1994 og komu í brúðkaupsferð til Íslands. Nú fagna þau brúðkaupsafmæli og útkomu bókar Carol í sömu vikunni á Íslandi. Mynd/Hari 22 bækur Helgin 22.-24. maí 2015 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Flott hönnun – frískt og glaðlegt útlit Verið velk omin í ve rslun RV og sjáið ú rvalið af glæsilegu m hágæða p ostulínsbo rðbúnaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.