Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 24

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 24
H elga Möller er glæsileg kona sem geislar af alls staðar sem hún fer. Alltaf er hún brosandi og tekur á móti mér á hlýlegu heimili sínu í Laugardaln- um. „Ertu í Eurovisionstuði?“ spyr hún. „Já eru ekki allir í stuði?“ segi ég. „Hún var góð þessi rússneska,“ segir hún. „Hún er friðarboði, þó Rússar séu það ekki,“ segir hún og brosir að venju. „Það eru 30 ára á næsta ári síðan ég fór,“ segir Helga og hlær. Þar minnist hún fyrstu þátttöku Ís- lendinga í Eurovison-keppninni, í Bergen árið 1986 með Pálma Gunn- arssyni og Eiríki Haukssyni í ICY flokknum. Helga var 28 ára þegar hún fór og var búin að vera mjög stórt nafn í íslensku tónlistarlífi síðan hún sló í gegn með Þú og Ég árið 1979. „Ég hafði ekki verið að syngja mikið þegar Eurovision skall á,“ segir Helga. „Þú og Ég starfaði í fjögur eða fimm ár og eftir það hafði ég verið að hugsa um dóttur mína og fljúga og slíkt,“ segir hún, en Helga hefur starfað sem flug- freyja hjá Icelandair um áratuga skeið. „Pálmi átti upprunalega að flytja þetta bara einn, en svo var ákveðið að bæta við einum karli og einni konu. Ég fór bara í prufu eins og fyrir hlutverk,“ segir Helga. „Það voru prufur í gamla Hljóðrita í Hafnarfirði með myndavélum og öllu tilheyrandi, og maður söng lag- ið. Þetta var allt undir stjórn Egils Eðvarðssonar hjá RÚV og svo var Gunnar Þórðarson þarna líka, því hann sá um útsetningu lagsins,“ segir Helga. „Ég var svo valin ásamt Eika til að vera með Pálma í þessu og ICY flokkurinn varð til.“ Ísland var að fara að vinna Helga segir að ástandið í þjóðfélag- inu á þessum tíma hafi mikið snúist um Eurovision. „Við vorum búin að vinna þetta, og mörg ár í röð,“ segir hún. „Ekki það að lagið var gott og þetta var ágætlega flott hjá okkur. Það var lagt alveg gífurlega mikið í þetta. Búningar sem eru frægir í dag,“ segir Helga. „Svo fékk RÚV myndtæki til þess að gera mynd- band og þegar ég hugsa til baka þá vorum við með eitt besta mynd- bandið í þessari keppni þetta árið. Við ætluðum að vinna Eurovision Það var farið alla leið með þetta,“ segir Helga. „Við ætluðum að sýna fólki hvernig átti að vinna þessi keppni. Við erum bara þannig þjóð.“ Helga, ásamt Pálma og Eiríki, voru stórstjörnur á Íslandi og tekið var eftir þeim hvert sem þau fóru. Í Bergen voru þau ekki jafn þekkt en Helga segir þessa viku sem þau dvöldu í Noregi, hafi þeim liðið eins og stórstjörnum. „Á þessum tíma var þetta öðruvísi. Það var ekkert net og umræðan um aðra kepp- endur var engin hér heima,“ segir Helga. „Þarna var ekki komin þessa gríðarlega gagnrýni sem er í dag, og er komin á netið um leið og eitt- hvað gerist. Það þarf sterkt bein til þess að þola það,“ segir hún. „Á þessum tíma var þetta eitt stórt leik- rit, sem stýrt var af Agli Eðvarðs. Ég fór ekki úr húsi án þess að Ragna Fossberg förðunarmeistari væri búin að líta framan í mig,“ segir Helga. „Ég labbaði alltaf í miðjunni, á milli strákana, það er bara partur af þessu. Við vöktum mikla athygli af því að við vorum ný og Norður- landaþjóð. Fólki þótti atriðið flott og þar var okkur auðvitað spáð mjög góðu gengi eins og venjulega,“ seg- ir Helga og hlær. „Við vorum með væntingar, ég viðurkenni það.“ Var þá sextánda sætið sjokk? „Þú getur ímyndað þér það, segir hún. Hjá öllum. Ég gleymi þessu aldrei.“ Hefðir þú verið til í að fara aftur? „Já, ég hefði alveg verið til í það,“ segir Helga. „Ég varð tvisvar sinn- um í öðru sæti hér heima, og svo reyndi ég mikið á sínum tíma að komast í bakraddir. Mig langaði það mikið til þess að komast með. Ég veit samt í dag að ég var ekki valin í bakraddir því röddin mín sker sig svo úr að það er ekkert hægt að hafa mig í bakröddum,“ segir Helga. „Ég var mjög svekkt á sínum tíma að fá aldrei að vera í bakröddum, en ég átta mig á því í dag af hverju það var,“ segir Helga og hlær. „Röddin mín er bara ekki bakrödd.“ Jólaleg rödd Eftir Eurovision fór Helga með ICY flokknum um landið og söng mik- ið í nokkur ár en svo tók hún sér aftur pásu. „Ég átti strákinn minn stuttu síðar og ég er bara þannig að ég helga mig öllum verkefnum sem ég er í, og gerði það með öll börnin mín,“ segir Helga, en hún á þrjú börn. „Ég dró mig bara úr tónlistinni í smá tíma. Ég söng þó alltaf reglulega með Geirmundi Val- týssyni og Magnúsi Kjartanssyni. Ég tók samt pásu mjög meðvitað. Ég var samt alltaf með jólin,“ segir Helga. „Jólin hafa alltaf verið minn tími í tónlistinni. Það kom einu sinni maður til mín sem fannst hann vera að tala við jólin þegar hann talaði við mig. Maggi Kjartans spurði hann hvort hann vildi ekki bara pakka mér niður með skrautinu, og ég hef verið eins og jólaskraut í mörg ár,“ segir Helga. „Það fór í taugarnar á mér á tímabili að það var eins og fólk héldi að ég gæti ekki sungið neitt annað en jólalög,“ segir hún. „Ég tók meira að segja einu sinni upp lag sem var um vorið og ástina og fór með á útvarpsstöðvar um vor, en ég fékk þau svör að þeim þætti það of jólalegt. Röddin er of jólaleg. Lagið fékk ekki spilun og ég hugs- aði bara, ok, skítt með það. Mér finnst þetta samt vera að breytast, það er eitthvað í loftinu sem segir mér að þetta muni breyt- ast,“ segir Helga. „Maður ræður ekk- ert ferðinni. Ég ákvað að vera bara stolt af þessu. Kannski var maður bara ekki nógu duglegur að pota sér áfram. Ég vildi óska þess að ég hefði haft einhvern umboðsmann sem pot- aði mér áfram. Ég og Jói komum þó alltaf reglulega fram sem Þú og ég,“ segir Helga. „Sérstaklega eftir 30 ára afmælið sem var fyrir sex árum síðan, og svo kem ég alltaf reglulega fram við hin og þessi tækifæri, svo þetta eru nú ekki bara jólin,“ segir Helga og brosir. Stjarna á einni nóttu Þú og Ég dúettinn varð vinsæll á einni nóttu undir lok áttunda ára- tugarins og segir Helga að það hafi verið gríðarlega skemmtilegur tími. „Platan varð gríðarlega vinsæl og var kjörin plata ársins, árið eftir, og ég söngkona ársins árið þar á eftir,“ segir Helga. „Þetta voru fjórar plöt- ur í það heila. Ég var bara rúmlega tvítug og allt í einu var ég orðin stór- stjarna, bara eins og hún María litla í dag,“ segir hún og talar um Euro- visionfarann Maríu Ólafsdóttur. Helga segir það hafa verið erf- itt á þeim tím að vera kominn inn í karlaheiminn sem tónlistarbransinn var á þeim tíma og það hafi oft ein- kennt söngkonur sinnar kynslóðar að trana sér fram. „Alltaf var maður eina konan í bandinu, og þau voru Ég tók meira að segja einu sinni upp lag sem var um vorið og ástina og fór með á útvarpsstöðvar um vor, en ég fékk þau svör að þeim þætti það of jólalegt. Rödd- in er of jólaleg. Árið 1986 tóku Íslendingar þátt í Eurovision í fyrsta sinn og þjóðin var á þeim bux- unum að það væri formsat- riði hverjir færu fyrir okkar hönd til Bergen í Noregi. Við myndum vinna þetta örugg- lega. Eiríkur Hauksson, Pálmi Gunnarsson og Helga Möller voru stjörnurnar okkar og traust þjóðarinnar var á þeirra herðum. Helga Möller segir þetta hafa verið ógleymanlegt ferðalag og bæði flytjendur og þjóðin öll var í sjokki þegar niðurstaðan var aðeins 16. sæti. Helga ræðir um Euro- vision, jólin, flugfreyjustarfið og endalausa baráttu söng- konunnar að meta sig að verðleikum. Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 22.-24. maí 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.