Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 42

Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 42
Hægt að panta á www.rit.is Bækurnar fást í bókaverslunum, garðvöruverslunum og hjá útgefanda. Fossheiði 1 – 800 Selfoss Sími 578-4800 Tvær góðar fyrir ræktendur  Byrjið á að þrífa öll óhreinindi af veggjum, svo sem fitu, ryk og sand.  Gamla málningu sem glansar þarf að gera matta með milligrófum sandpappír.  Gott er að nota háþrýstidælu til að ná gamalli lausri málningu af.  Velja þarf viðeigandi málningu fyrir hvert verk og þar spilar gljái stórt atriði. Útimálning hefur yfir­ leitt í kringum 5% gljástig og er þá frekar verið að leita að öðrum eiginleikum en yfirborðsstyrk, til dæmis öndun.  Málið að minnsta kosti tvær umferðir. Gott er að bletta yfir við­ gerð með þeim lit sem mála á með áður en málun hefst.  Til að koma í veg fyrir óþarfa þvott er sniðugt að geyma rúllu og pensla í plastpoka milli umferða.  Litaval er að sjálfsögðu smekks­ atriði. Margir láta sig tísku engu skipta og velja þann lit á hús sín sem þeim fellur í geð hverju sinni, en augljóst er að sterkir litir eru að koma aftur og sést það meðal annars á því að verið er að mála nýbyggingar í áberandi litum. En ef á að velja hlutlausan lit er gott að hafa í huga að hvítt er ekki bara hvítt og grátt er ekki bara grátt, litatónarnir eru endalausir. Er kominn tími til að mála? Vorið og sumarið er tilvalinn tími til að grípa í málningar­ pensilinn eða -rúlluna. Birtu- og veðurskilyrði eru að minnsta kosti líkleg til að vera nokkuð hagstæð á þessum árs­ tíma. Hér má sjá nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en hafist er handa við að mála. 42 viðhald húsa Helgin 22.-24. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.