Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 44

Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 44
Háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur - á sumartilboði C130.1-6 X-tra háþrýstidæla Fyrir þá sem vilja aðeins öflugri háþrýstidælu. Vnr. 128470251 C120.6-6 háþrýstidæla Handhæg og nett háþrýstidæla, fyrir öll minni verk. Vnr. 128470359 E140.3-9 X-tra háþrýstidæla Öflug dæla fyrir þá kröfuhörðu. Á húsið, bílinn og stéttina. Vnr. 128470505 P150.2-10 X-tra háþrýstidæla Þessi er kraftmikil og hentar fyrir minni fyrirtæki, bændur, stóra bíla, vinnuvélar o.fl. Vnr. 128470132 Buddy II 12 Lítil og nett ryk- og vatnssuga Vnr. 18451119 Buddy II 18 Öflug ryk- og vatnssuga. 18 lítra tankur. Vnr. 18451134 Tilboð frá 10.875kr. Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað 1 Best er að taka hurðina af hjörum til að mála hana og leggja á búkka. Mála aðra hliðina og leyfa henni að þorna og mála svo hina hliðina. Þannig jafnast málningin vel út. Hinsvegar fylgir því sá vandi að þá er enginn hurð á húsinu á meðan. 2 Vel er hægt að mála hurðina án þess að taka hana niður. Þá þarf að velja góðviðris- dag svo húsið geti staðið opið á meðan verið er að mála. Gott er að byrja snemma dags svo hurðin nái að þorna þegar kvölda tekur og þörf á því að loka dyrunum. Auk þess þarf að banna allan umgang í gegnum dyrnar á meðan framkvæmdum stendur. 3Ef hurðin á að vera í sitt hvorum litnum, þ.e.a.s. sú hlið sem snýr inn getur verið í öðrum lit en sú sem snýr út, þá þarf að hafa í huga að mála kantinn á hurð- inni sem snýr út þegar hún stendur opin í sama lit og framhliðin. Hinn kanturinn á móti, sá sem snýr inn þegar dyrnar eru opnaðar er að sjálf- sögðu í sama lit og sú hlið hurðarinnar sem er inni. 4Byrjaðu á að fara yfir hurðina með sandpappír og sparsla upp í göt. Næst málarðu alla kanta, og svo í kringum hurðar- húninn og glugga. Að lokum málarðu hurðina alla með því að renna pensl- inum upp og niður. Reyndu að hafa strokurnar sem lengstar og best ef þú getur náð að mála frá toppi til botns í einni stroku. Útidyrahurð með stæl Litrík hurð getur lífgað upp á og breytt tals- vert ásjónu hússins. Það hefur ekki tíðkast hér á landi að hafa lítríkar hurðir en víða erlendis má sjá hurðir í svörtu, rauðu, bláu og fleiri litum. Ef útidyrahurðin er úr viði er það tiltölulega einfalt verk að mála hana og auðvelt að breyta litnum aftur ef heim- ilisfólki líkar ekki liturinn einhverja hluta vegna. Hér getur að líta nokkrar myndir af hurðum í ólíkum litum auk þess sem nokkur góð ráð um hvernig á að mála hurð fylgja. Gul hurð við dökka útveggi er áhuga- verð samsetning sem heppnast vel. Eldrauð hurðin gefur hvítu húsinu fallegt yfirbragð. Músteinsveggirnir virðast hlýlegir utan um skær- græna hurð. Skærgulur er óvenjulegur litur á útidyrahurð og vekur eflaust athygli. Gluggar úr tré og áltré – Tré- eða ál/trégluggar og hurðir – Hámarks gæði og ending – Límtré úr kjarnaviði frá Skandinavíu – Betri ending - minna viðhald Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. iswww.idex.is 44 viðhald húsa Helgin 22.-24. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.