Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 60

Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 60
60 matur & vín Helgin 22.-24. maí 2015 Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Krydd fyrir framandi matargerð Arabískar nætur Ljúfeng líbönsk blanda til að kryddleggja, kjöt, fisk, fugl og grænmeti. Eþíópía Gott til að kryddleggja allt kjöt, fisk og grænmeti. Best á allt Alhliða kryddblanda fyrir allan mat, til steikingar, í pottrétti og margt fleira. Búrsnittan Frábær réttur fyrir þá sem hafa lítinn tíma. Gott súrdeigsbrauð (til dæmis frá Sandholt eða Coocoo’s Nest) sneitt í fleyga og raðað þétt saman á ofnskúffu 150 g rjómaostur 2 msk rjómi 1 msk rósapipar og slatti af nýmöluðum svörtum pipar 2 þunnt sneiddar þroskaðar perur 20 döðlur – sneiddar (meira eftir smekk) Lúka af valhnetum 150 g mulinn gráðostur (Gott að nota íslenskan eða annan þéttan eins og Bleu D’Auvergne) 80-100 g rifinn gouda Mér finnst best að skera brauðið í þunna fleyga svo að hver biti hafi aðeins breiðari skorpu sem virkar eins og gott handfang. Raðið brauðinu þétt saman á ofnskúffu. Hræra saman rjómaost, rósarpipar og svartan pipar og dreifið þessu jafnt yfir sneiðarnar. Stráið svo peru- sneiðum, valhnetum og döðlum yfir sneiðarnar í jöfnum hlutföllum. Síðast en ekki síst er mulinn gráðostur, rifinn gouda og aðeins meira af rósarpipar sett yfir. Inn í 210 °C ofn í 7-10 mínútur þar til það er gullið og gómsætt. Ostavision um helgina Lokakvöld Eurovision er á laugardags- kvöld og þá er viðbúið að fólk safnist saman í heimahúsum og geri vel við sig í mat og drykk. Við fengum Eirnýju Sigurðardóttur, sem rekur sælkeraversl- unina Búrið úti á Granda, til að setja saman girnilega rétti sem frábært er að gæða sér á yfir keppninni. Allt önnur eðla Nóg fyrir 8-10 manns Ég vildi búa til mína eigin útfærslu af eðlu og þar sem sumarið er rétt handan við hornið þá fannst mér berjabomba með camembert og góðu hvítvíni vera málið.. 300 g rjómaostur 1 msk rjómi 2 msk saxað ferskt basil Nýmalaður svartur pipar eftir smekk 2 Camembert ostar – þroskaðir 400 g jarðarber og hindber ½ fræ úr ½ granat epli ( má sleppa) Hrærið rjómaost, rjóma, basil og vel af nýmöluðum svörtum pipar saman og smyrjið í eldfast mót. Toppið rjómaostblöndu með 2/3 af berjunum og sneiddum camenbert. 2 msk af Búrið epla- og rósmarín hlaupi dreift yfir ostinn og berin. Inn í 210 °C ofn í 8-10 mínútur eða þar til osturinn er gullinn og bráðnaður. Skreytið með rest af berjum, granatfræjum, basil og pipar eftir smekk. Ofnbökuð bleikja með kartöflustöppu og sinnepsvinaigrette Fyrir 4 Ofnbökuð bleikja frá þeim besta Atli Þór Erlendsson sigraði í keppninni um Matreiðslumann ársins í mars og er nú á fullu að undirbúa sig fyrir Norðurlanda- keppnina í matreiðslu sem haldin verður 6. júní næstkomandi. Atli Þór starfar sem aðstoðaryfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu og tók vel í það að deila með okkur laufléttri og sumarlegri uppskrift fyrir helgina. Bleikja 1 kg bleikjuflök Safi úr 1 sítrónu Salt 100g smjör Snyrtið bleikjuna og fjarlægið öll bein. Leggið flökin á smurðan bakka og stráið salti yfir. Látið standa í 5 mínútur. Kreistið safann úr sítrónunni yfir og dreifið smjörinu jafnt á bleikjuflökin. Bakið í ofni við 160°C í u.þ.b. 10 mín eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Kartöflumauk 3 stk. bökunarkartöflur (um 400g) 100 g rjómi 50 g smjör u.þ.b. 20 graslauksstrá Skrælið kartöflurnar og skerið í teninga. Sjóðið í saltvatni þar til soðnar í gegn. Hellið vatninu af kartöflunum. Sjóðið upp á rjóma og smjöri og bætið kartöflunum saman við. Vinnið saman með sleikju og bætið smátt skornum graslauk saman við. Spergilkál 1 stk. spergilkálhaus 1 l vatn 100 g salt Skerið toppana af spergil- kálinu og snyrtið. Alls ekki henda stilknum! Sjóðið upp á vatni og salti. Það á að vera svo salt að þið fáið illt í tunguna við að smakka það. Spergilkálið er soðið í saltvatninu í ca. 30 sekúndur eða þar til það er fallega dökk grænt. Sjáið hvernig það breytir um lit við suðu. Berið strax fram. Sinneps-vinaigrette 50 g gott sinnep 30 g vandað edik 100 g hlutlaus olía Hrærið saman sinnep og edik. Hægt er að nota það sem er hendi næst. Gott er að eiga alltaf vandað hvítvíns- og eplaedik. Svo er olíunni bætt við í mjórri bunu og hrært stöðugt í á meðan. Þetta er prýðisgott með fiski og sem salat dressing.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.