Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 74

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 74
Ýmsar skemmtilegar týpur hafa sést í partíum Mar- grétar og Styrmis undanfarin ár.  Eurovision Partí ársins á Húrra á laugardagskvöld Bestu búningarnir eru heimagerðir Margrét Erla Maack og Styrmir Örn Hansson hafa undanfarin ár haldið Eurovisionbúningapartí fyrir vini og kunningja með tilheyr- andi látum. Í ár hafa þau ákveðið að opna dyrnar fyrir almenningi í þessa dýrðarveislu og munu herlegheitin fara fram á skemmti- staðnum Húrra í Reykjavík. „Við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum og þá var þetta Hawa- iiskyrtupartí,“ segir Margrét Erla Maack magadansari og lífs- kúnstner. „Árið eftir breyttist þetta í búningapartí þar sem þemað er „Eurovision opið“. Fólkið sem hefur verið að koma er úr öllum áttum og við ákváðum að stækka þetta aðeins og hafa þetta opið fyrir alla,“ segir hún. „Það er samt skilyrði að mæta í búningi. Þeir sem ekki gera það eru litnir miklu hornauga.“ Margrét segir búningana ekki þurfa að vera flókna og oft séu skemmtilegustu búningarnir þeir sem fólk hefur reddað sér með smá heimaföndri. „Það er til dæmis hægt að vera Birgitta Haukdal með því að setja á sig tóbaksklút,“ segir Margrét. „Eins er hægt að vera í gallabuxum, skyrtu og vesti og þá eru Vinir Sjonna mættir. Það má bæta pappírsfiðlu við þann búning og þá er Aleksander Ry- bak mættur, svo þetta þarf ekki endilega að vera einhver geðveiki. Búningarnir hafa þó alltaf verið að stækka og verða ýktari og ýkt- ari. Styrmir sem er með mér í þessu fer til dæmis alltaf í drag og var Conchita Wurst í fyrra. Það er spurning hver hann verður í ár,“ segir Margrét, sem segist vera búin að ákveða sinn búning en vill ekkert gefa upp um hann. Partíið byrjar klukkan 19 þegar keppnin hefst og stendur fram á rauða nótt. „Við erum með allskonar drykkjuleiki og einkunna- gjafir og þar sem þetta er búningapartí er erfitt fyrir fólk að fara eitthvert annað eftir keppnina,“ segir Margrét. „Styrmir ætlar að spila skemmtilega músík fram á nótt og þetta verður bara mjög skemmtilegt eins og alltaf,“ segir hún. -hf Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson vinnur þessa dagana að efni á nýja sólóplötu sem hann áætlar að komi út í haust. Helgi vinnur plötuna með Guðmundi Óskar Guðmundssyni, bassaleikara Hjaltalín, og margir knáir tónlistarmenn af yngri kynslóðinni spila með þeim. Magnús Trygvason Eliassen trommar, Örn Eldjárn leikur á gítar og Tómas Jónsson leikur á píanó. Þar með er þó ekki allt talið því Helgi nýtur einnig liðsinnis Atla Bollasonar, sem á árum áður gerði garðinn frægan með Sprengjuhöllinni. Atli semur texta á plötunni og munu þeir Helgi hafa dvalið saman í viku í Barcelona til að fá yfir sig rétta andann. Óvæntur gestur úr sal á tónleikum Damien Rice Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice hélt fyrri tónleika sína af tvennum í Reykjavík á þriðjudagskvöld í Þjóðleik- húsinu. Salurinn var þéttsetinn á þessum tón- leikum en Írinn á marga aðdáendur hér á landi. Hann spilaði í rúmar tvær klukkustundir og á miðjum tónleikunum óskaði hann eftir kven- söngvara úr salnum sem kynni lagið I Remember, af plötu hans 0, sem kom út árið 2006. Ein ung stúlka bauð sig fram og hlaut mikið lófaklapp fyrir kjarkinn þar sem hún labbaði upp á svið. Eina sem vitað er um þessa stúlku er að hún heitir Margrét og skilaði sínu hlutverki með mikilli prýði. Þurfti að vísu smá hjálp frá Rice með textann, en það var ekki hægt annað en að gefa henni dynjandi lófaklapp fyrir frammistöðuna, sem hún fékk. Seinni tónleikar Damien Rice fara fram í Gamla bíói á mánudaginn. Vök gefur út þröngskífu Hljómsveitin Vök gefur í dag út sína aðra þröngskífu, Circles. Sveitin er nýkomin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið frábæra dóma fyrir tónleika sína. Fram undan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir Trausta 16. júní og þá spilar sveitin á Hróaskelduhátíðinni ásamt fleiri tón- listarhátíðum vítt og breytt um Evrópu. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi. Hönnun umslagsins er eftir Snorra Eldjárn en Héðinn Eiríksson tók ljósmyndirnar. Lína sjötug Sögupersónan Lína langsokkur fagnaði í gær sjötíu ára afmæli. Útgefandi Línu á Íslandi, Jóhann Páll Valdimarsson, sló upp kaffiboði í anda Línu í forlagi sínu og voru kræsingarnar í hennar stíl. Það var matargerðarkonan Nanna Rögn- valdardóttir sem sá um veitingarnar og sagði hún að það eina sem hefði vantað væri gula kannan, bláu kaffibollarnir og svo að sjálfsögðu Herra Níels. Fékk aðstoð frá Atla Bolla É g var að vinna fyrir Profilm við gerð heim-ildarmyndarinnar Sea Gypsies í Suður-Taílandi fyrir tveimur árum,“ segir Kári Ísleifur Jóhannsson þegar hann er spurður út í tildrög verðlaunamyndar sinnar hjá tímaritinu National Geographic. „Ég hef alltaf verið áhugamaður um ljós- myndun og var með myndavélina með mér og stundum gafst tími til þess að smella nokkrum af,“ segir hann. „Svo sá ég á heimasíðu National Geographic að þeir voru að óska eftir myndum í keppni og þemað var matur, eða matargerð. Ég sendi myndina bara inn í gamni og stuttu seinna fékk ég hana birta á síðunni þeirra. Það voru nokkur þúsund myndir sem voru sendar inn svo þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Kári. „Í fyrra fékk ég svo fyrirspurn frá þeim um hvort myndin mætti vera í bók sem þeir gefa út árlega og að sjálfsögðu sagði ég já,“ segir Kári. „Maður fær ekki svona tækifæri oft. Bókin var að koma til landsins og það er gaman að sjá myndina þar, en hún fær heila opnu,“ segir hann. Kári vinnur sem barþjónn á Kaldabar og þjónn á Grillmarkaðnum en stefnir á ljósmyndanám í haust. „Ég vonast til þess að komast í skóla í haust, og vonandi hjálpar bókin mér að komast lengra. Það er ekki slæmt að fá sitt fyrsta prent hjá jafn virtu tímariti og National Geographic er,“ segir Kári Ísleifur Jóhannsson áhugaljós- myndari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  ljósmyndun vErðlaun íslEnsks áHugaljósmyndara Hinir taílensku Sea Gypsies voru viðfangsefni Kára Ísleifs. Fékk birta mynd hjá National Geographic Barþjónninn og áhugaljósmyndarinn Kári Ísleifur Jóhannsson fékk á dögunum birta ljósmynd eftir sig í bók sem gefin var út af hinu virta tímariti National Geographic. Hann segir myndina vera tekna á milli þess sem hann var að aðstoða föður sinn við gerð heimildarmyndar í Taílandi, og smellti mynd af þessum strandarsígaunum sem iðka vinnu sína. Kári segir þetta mikinn heiður og stefnir á nám í ljósmyndun. Kári Ísleifur starfar sem barþjónn á Kaldabar og þjónn á Grill- markaðnun en stefnir á ljósmynda- nám í haust. Ljósmynd/Hari Handunnar útskriftargjafir 74 dægurmál Helgin 22.-24. maí 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.