Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 78
útivist & hlaup Helgin 22.-24. maí 20152
www.fi.is
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Náðu þér í e
intak!
Upplifðu nát
túru Íslands
M aður gleymir sér í þessu,“ segir Gísli Jónsson, formaður
rathlaupafélagsins Heklu.
„Mér þykir heillandi að fara
út í skóg og hlaupa um og
fara á staði sem maður færi
ekki alla jafna á. Maður er
sífellt að hugsa um að finna
næsta stað og þegar maður er
kominn í mark þá hefur mað-
ur villst nokkrum sinnum.“
Rathlaup felst í því að
hlaupa eftir ákveðinni hlaupa-
braut sem búið er að setja
upp á einhverju útivistarsvæði. Brautin er skráð á kort
sem hver þátttakandi fær í hendur og inn á kortið eru
merktir nokkrir fánar og staðir sem þeir þurfa að finna
í réttri röð til að ljúka hlaupinu. Skipuleggjendur leggja
upp brautina í hvert sinn og koma fyrir rafeindabún-
aði sem þáttakendur nota til að staðfesta að þeir hafi
fundið tiltekna staði á kortinu.
„Við leggjum upp nokkrar brautir fyrir hvert hlaup,“
segir Gísli en ein þeirra er fyrir byrjendur, önnur
lengra komna og sú þriðja fyrir börn. „Þetta er góð leið
til að kenna börnum að nota kort og áttavita,“ bætir
Gísli við. Rathlaupafélagið Hekla heldur rathlaupanám-
skeið fyrir börn í júní rétt eftir að skóla lýkur á vorin og
segir Gísli að þau hafi mjög gaman af. „Þau skemmta
sér vel og draga foreldrana með sér. Það heillar mig að
fólk geti stundað þetta með börnunum.“
Ný braut er lögð upp fyrir hvert hlaup og þó fólk sé
að hlaupa á sama svæði og áður þá er brautin ekki sú
sama. „Við búum til ný kort fyrir hvert einasta hlaup
og það er auðvelt að breyta kortunum. Ef ákveðin
kennileiti eru tekin út af kortunum þá verður erfiðara
að rata, til dæmis ef stígarnir í Öskjuhlíðinni eru teknir
af kortinu þá verður rathlaupið skyndilega mun erfið-
ara.“ Þetta kallar á nýja áskorun í hvert sinn og eiga
þáttakendur það til að villast ansi oft. „Já,“ segir Gísli
hlæjandi. „Þetta kallar á ákveðna útsjónarsemi og eftir
því sem lengra líður á hlaupið og maður fer að þreyt-
ast þá fer maður að gera
mistök.“ Hann segir þetta
þó vera hluta af fjörinu sem
felst í rathlaupinu.
„Mörgum þykir þetta
skemmtilegra en að hlaupa
og hef ég það eftir einum
finnskum rathlaupara sem
hefur keppt á móti hjá okkur
að honum þykir hundleiðin-
legt að hlaupa en honum
finnist þetta skemmtilegt,“
segir Gísli.
Helstu útivistarsvæðin
þar sem rathlaup er stundað
er Klambratún, Elliðaárdalur, Heiðmörk, Rauðhólar,
Rauðavatn, Gálgahraun, Öskjuhlíð og Hafnarfjörður.
„Við erum bundin því að það séu til kort af þeim svæð-
um þar sem við hlaupum. Við höfum getað stuðst við
kort sem eru til nú þegar af helstu útivistarsvæðunum
á höfuborgarsvæðinu auk þess sem rathlaupafélögin
á Norðurlöndunum veittu okkur góðan fjárstyrk til að
útbúa ný kort.“ Helstu hlaupin eru stunduð á höfuð-
borgarsvæðinu en föst rathlaupabraut hefur verið sett
upp við Úlfljótsvatn og til stendur að setja upp slíka
braut víðar. Gísli segir að fjölmargir staðir á landinu
henti vel fyrir rathlaup og draumurinn sé að breiða
þetta út sem víðast.
Rathlaup er þekkt á Norðurlöndunum og hafa félagar
þaðan komið til Íslands til að sækja árlegt mót rat-
hlaupafélagins Heklu og segir Gísli að allskonar fólk
mæti til keppni. „Fólk kemur hingað sem einstaklingar
eða heilu fjölskyldurnar mæta. Og í lok júní fáum við
hingað heimsmeistarann í rathlaupi fyrir 70 ára og
eldri, þannig að þetta er vissulega fyrir alla aldurs-
hópa.“
Rathlaupafélagið Hekla er með vikulegar æfingar frá
maí til lok október og stendur öllum til boða að mæta
á æfingar. Staðsetning æfinganna er tilkynnt á vefsíðu
félagins rathlaup.is. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir
hvert hlaup en öllum er boðið að hlaupa gjaldfrjálst í
fyrsta sinn.
Rathlaup
Leiðin fundin á hlaupum
Rathlaup hefur
verið stundað
hér á landi
í nokkur ár
og sameinar
hlaup, útivist og
útsjónarsemi.
Það er stundað
víða á höfuð-
borgarsvæðinu
og segir Gísli
Jónsson, for-
maður rat-
hlaupafélagsins
Heklu, að það
sé hægt að
stunda með
allri fjölskyld-
unni.
Það getur verið snúið að finna rafeindabúnaðinn sem
hver hlaupari þarf að stoppa við á leiðinni til að stað-
festa að hann hafi fundið tiltekinn stað á kortinu.
Gísli Jónsson, formaður rathlaupafélagsins
Heklu, kemur hlaupandi í mark.
Rathlauparar þurfa að finna ákveðna staði eftir korti sem þeir hlaupa með. Hafnarfjörður er meðal þeirra staða sem
rathlaupafélagið Hekla leggur upp braut.