Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 88

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 88
Alexander Harrason er sérleg- ur áhugamaður um hlaupaskó. Hann lærði íþróttafræði í Noregi þar sem hann sérhæfði sig meðal annars í mótun á innleggjum, eða „Footbalance“. Þegar kemur að því að velja réttu hlaupaskóna segir Alexander að mikilvægt sé að hlusta á eigin líkama og ekki fara eingöngu eftir merkjum eða tískustraumum. Þ egar kemur að því að velja hlaupaskó er mikilvægt að fá ráðleggingar fagfólks hvort skórnir eigi að vera með ákveðinni styrkingu og ágætt að vita fyrirfram hverju maður sækist eftir, það er hvernig tilfinningu maður vill upplifa við hlaupin. Hlaupastíll, lögun fótarins og þyngd hlauparans skiptir svo einn- ig máli,“ segir Alexander, en hann starfar hjá Eins og Fætur Toga, þar sem er meðal annars boðið upp á göngu- og hlaupagreiningar. „Við megum ekki vanmeta eigin líkama heldur verðum við að hlusta á hann við val á hlaupaskóm. Best væri líklega að velja skóna blindandi, því vinsældir einstakra merkja og litir segja ekki endilega til um hvort þetta sé akkúrat skórinn fyrir þig.“ Alexander segir þó að því oftar sem maður kaupir sér hlaupaskó, því auðveldara verður valið. Léttari skór fyrir lengra komna Alexander mælir með því að byrj- endur í hlaupum velji sér skó með réttri styrkingu, dempun og stuðn- ingi. „Margir byrjendur detta í þá gryfju að velja of létta skó. Byrjend- ur þurfa á ákveðinni vörn að halda þar sem styrkurinn í stuðnings- vöðvum þar sem álagið verður mest er minni en hjá vönum hlaupurum.“ Góðir hlaupaskór þurfa að uppfylla ákveðin gæði en þurfa ekki endi- lega að vera dýrustu skórnir. „En það er yfirleitt sagt að maður eigi ekki að spara þegar kemur að því að kaupa rúm og það sama á við um hlaupaskóna að mínu mati,“ segir Alexander. Endurnýjun eftir hverja 1000 km En hversu oft er ráðlagt að fjár- festa í nýjum hlaupaskóm? „Það fer að sjálfsögðu eftir týpu skósins, en ágætt er að miða við að endur- nýjun á 800-1200 kílómetra fresti. Endingin er því ekki mæld eftir því hversu slitinn botninn undir skónum er,“ segir Alexander. Hann bendir jafnframt á að nú sé mun auðveldara að fylgjast með kílómetrafjöldanum, með tilkomu hinna ýmsu snjallsímaforrita. „Einnig er gott að fylgjast með mjúka efninu í miðsólanum, svo- kölluðu foam-efni. Í hverju skrefi minnkar fjöðrunin eða dempunin sem sólinn gefur af sér, einnig rýrnar fjöðrunin með tíma óháð notkun. Léttari skór innihalda minna af þessu efni og endast því skemur,“ segir Alexander. Hann mælir auk þess með því að þeir sem stunda hlaup af kappi eigi par til skiptanna. „Annað hvort af sömu tegund eða sambærilegri. Þannig er hægt að dreifa álaginu og auka endingu skónna.“ Óþarfi er þó að henda gömlu hlaupaskónum strax. „Þegar þú ert búinn að hlaupa þessa 800-1200 kílómetra er ekki þar með sagt að skórinn sé ónýtur. Hann veitir kannski ekki nógu góða vörn við hlaup en það er vel hægt að nota skóna áfram í léttari verk, til dæmis í vinnu eða í styttri gönguferðir,“ segir Alexander. Stærðin skiptir máli Alexander segir að það geti verið villandi að tala um skóstærð. „Vissara er að tala um fótastærð. Stærðir í hlaupaskóm eru yfirleitt öðruvísi en í hefðbundnum skóm. Auk þess þarf að passa vel upp á að vera með nægjanlegt rými um tærnar og tábergið. Breidd fótarins skiptir einnig máli og hægt er að fá skó með mismunandi breidd.“ Að lokum vill hann benda þeim sem ætla að hlaupa af stað inn í sumarið að fara ekki of geyst af stað. „Lík- aminn þarf að aðlagast og byggja upp styrk í stuðningsvöðvunum sem verða fyrir miklu álagi. Til að koma í veg fyrir meiðsli á fyrstu metrunum er því gott að flýta sér hægt.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is útivist & hlaup Helgin 22.-24. maí 201512 Ný kynslóð af liðvernd www.regenovex.isFæst í apótekum Regenovex inniheldur samsetningu tveggja náttúrulegra efna sem draga úr sársauka og byggja upp liði Alexander Harrason segir að mikilvægt sé að hlusta á líkamann þegar kemur að vali á hlaupaskóm. Ljósmynd/Hari. Skiptu um skó á 1000 kílómetra fresti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.