Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 6

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 6
Jónas Kristjánsson er fæddur árið 1940 og lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Árin 1959—’61 stundaði Jónas nám í félagsfræði í háskólanum í V-Berlín. Frá árinu 1961 hefur Jónas starfað við blaðamennsku, og hefur hann verið ritstjóri dag- blaðsins Vísis frá 1. sept. 1966. Jafnframt blaðamennskunni stundaði Jónas nám í Há- skóla Islands til BA prófs, og lauk hann því vorið 1966. Hér að neðan verða birtir kaflar úr ritgerð hans um iðnþróun á Islandi, en ritgerðin var skrifuð til prófs í atvinnusögu vorið 1966. Ritgerðin birtist í heilu lagi í 16. hefti tímaritsins „Ur þjóðarbúskapnum", en þó með styttum skýringum. / Þróun framleiðní á Islandi Eftir JÓNAS KRISTJÁNSSON í upphafi ritgerðar sinnar „Iðnþróun á Islandi“ rekur höfundur í tveimur köflum iðnþróunina fram að 1940 og 1940—’45. Þvínæst er framleiðsluþáttunum vinnuafli og fjármagni gerð skil í tveimur köflum. Fyrst er gerð grein fyrir fjármunamyndun og fjármunaeign iðnaðar- ins á árunum 1945—’64, sbr. 1. mynd, en síðan er rakin þróun vinnuaflsins 1946—’62 á grundvelli upplýsinga, sem settar eru fram í 2. mynd. Fimmti kafli fjallar um hina eiginlegu verðmætasköpun iðnaðarins eða hið svokallaða vinnsluvirði. Það finnst með því að draga frá söluvirði allrar framleiddrar vöru eða þjónustu fyrirtækis eða heillar atvinnugreinar á ákveðnu tímabili, kaupvirði allra notaðra aðfangavara eða þjónustu frá öðrum fyrirtækjum. Eftir er þá sá hluti verðmætisins, sem telst myndaður í fyrirtækinu eða atvinnugreininni, þ. e. tekjur til framleiðsluþáttanna í formi hvers kyns launa, vaxtagjalda umfram vaxtatekjur og hagnaðar, þar með talinn sá hluti hans, sem fer til greiðslu opinberra gjalda. Iðnaðarskýrslur 1960 telja einnig afskriftir til brúttóhagnaðar. Liggja því til grundvallar hagnýtar ástæður, þar sem afskriftir sem mat á sliti og úr- eldingu fjármuna eru háðar mikilli ónákvæmni. Fylgir ritgerðarhöfundur þessari reglu í útreikningi vinnsluvirðis, þótt hann hendi jafnframt réttilega á, að fræðilega sé réttara að draga afskriftir frá vinnsluvirði. Hér á eftir er birtur orðréttur aðalkafli ritgerðarinnar um framleiðniþró- unina í iðnaði 1950—’60, ásamt tilheyrandi töflum. Síðan fylgir á eftir kafli, þar sem dregin eru saman ýmis athyglisverð atriði, sem fram hafa komið í fyrri köflum. Framleiöniþróun 1950—'60 Almennt um iramleiðni Aður en vikið er að því efni, sem er kjarni málsins í þessari ritgerð, er rétt að gera grein fyrir því, hversu mikils virði tölur þær eru, sem hug- leiðingar þessarar ritgerðar um fram- leiðni byggjast á. Þegar hér er talað um framleiðni, er fyrst og fremst átt við framleiðni vinnunnar, — hve mikil verðmæti hver starfsmaður skapar á einu ári. Til þess að fá fyllri mynd af fram- leiðninni eru hér einnig reiknaðir út stofnfjárstuðlar, sem sýna hve marg- ar fjármagnskrónur liggja að baki hverri árlegri vinnsluvirðiskrónu. í síðara tilfellinu er stuðullinn nei- kvæður og sýnir því meiri framleiðni, þ. e. miðað við fjármagn, sem hann er lægri. Formúlurnar eru þessar: Framleiðni vinnu = vinnsluvirði á föstu verðlagi deilt með vinnuárum. Stofnfjárstuðull = fjármagn á verðlagi hvers árs deilt með vinnslu- virði á verðlagi hvers árs. Svo sem getið er í töfluskýringum, geta ýmsar aðstæður valdið skekkj- um á tölulegu gildi þeirra hugtaka, sem ganga inn í framleiðniformúl- urnar. Verða skekkj uvaldarnir ekki raktir hér, en hent á eftirfarandi: 1) Skekkjuvaldarnir vega hvern annan upp að nokkru leyti. 2) Þeir geta haft dálítil áhrif á gildi talnanna sem nefndra talna, þ. e. á tölulegt gildi þeirra hverrar um sig, en sáralítil áhrif á afstæð gildi talnanna. Þannig má ekki taka það bókstaf- lega, að hver starfsmaður í iðnaði hafi að meðaltali framleitt 94.000 krónur árið 1960, þótt það standi í 1. töflu. Miklu rneira mark er takandi á afstæðum tölum í þessari ritgerð, — þar sem gerður er samanburður milli iðngreina og milli ára. Hér er reynt að nota slíkar tölur sem mest, en nefndar tölur eru einnig töluvert notaðar í samanburði við útlönd, en sá samanburður er óvissasti hluti ritgerðarinnar. Vemd Einn skekkjuvaldur er óræddur og það er verndin. Vinnsluvirði er hér reiknað eins og það kemur fyrirtækj- um til tekna, þ. e. söluverðmæti fram- leiðslu þeirra hér innanlands er notað til ákvörðunar þess. Nú væri það al- gildari mælikvarði á vinnsluvirðið, hvert söluverðmæti framleiðslunnar væri á erlendum markaði í sam- keppni við erlendar vörur, eða hvert söluverðmæti framleiðslunnar væri 40 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.