Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 14

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 14
Jakoh Gíslason, orkumálastjóri, formaður SFÍ: Skýrsla um starfsemi stjórnunarfélags íslands starfsáríð l966-’67 Stjórnunarfélagið hélt á starfsár- inu 1966—1967 sjö félags- og fræðslufundi. Fyrsti fundurinn, haldinn í nóvember 1966, fjallaði um „framkvæmdarst j órn“ (Operation Research). Flutningsmaður aðaler- indis var Kjartan Jóhannsson, verk- fræðingur, sem tekið hefur MS-próf í þessum fræðum við bandarískan há- skóla. Töluverðar umræður urðu um erindið, og skýrði Þóroddur Th. Sig- urðsson, vatnsveitustjóri, frá notkun „framkvæmdarannsókna“-aðferð- anna við rannsókn á möguleikum til „bestunar“ (optimalisering) í síld- veiðum við Island. Sú rannsókn er framkvæmd af íslenzkum og dönsk- um vinnuhópum í samvinnu. Um þessa rannsókn var einnig rætt á ráð- stefnu Verkfræðingafélags Islands um sjávarútvegsmál nú í vor. Dagana 18. og 25. febrúar og 11. marz 1967, voru haldnir 3 fræðslu- fundir um vinnurannsóknir að Hótel Loftleiðum. Fyrsti jundurinn fjallaði um vinnu- aðferðarannsóknir, og voru flutnings- menn þeir Agúst Elíasson, hagræð- ingarráðunautur Vinnuveitendasam- bands Islands, og Kristmundur Hall- dórsson, hagræðingarráðunautur Al- þýðusambands Islands. Annar jundurinn fjallaði um taja- rannsóknir, og voru flutningsmenn þeir Guðhrandur Árnason, hagræð- ingarráðunautur Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík, og Óskar Guðmundsson, hagræðingarráðu- nautur Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Þriðji jundurinn fjallaði um á- kvœðisrannsóknir, og voru flutnings- menn þeir Ágúst Oddsson, hagræð- ingarráðunautur Félags íslenzkra iðnrekenda, Böðvar Guðmundsson, hagræðingarráðunautur Vinnumála- sambands samvinnufélaganna, og Bolli B. Thoroddsen hagræðingar- ráðunautur Verkamannasambands Islands. Fundarsókn var ágæt. I maímánuði voru svo haldnir 3 fræðslufundir um vinnurannsóknir fyr.'r starfsfólk Raforkumálastjóra og Rafmagnsveitna ríkisins. Um 50 manns sóttu þessa fundi, og voru undirtektir mjög góðar. Nómskeiðahald Um námskeiðahald Stjórnunar- félagsins er þetta helzt að segja: I júní- og júlímánuði 1966 var haldið námskeið í „næmisþjálfun“ (Sensitivity Training Course). Leið- beinandi var norskur sálfræðingur, Tryggve Johnstad, starfsmaður við „Statens Teknologiske Institutt“ í Ósló. Þeim, sem vildu kynnast nánar, hvað „næmisþj álfun“ er, skal vísað á grein í tímaritinu „Iðnaðarmál- um“, 2.—3. hefti 1965. Þetta nám- skeið var fyrir takmarkaðan hóp manna og var ekki auglýst til al- mennrar þátttöku. En vonandi verður hægt að endurtaka það, áður en langt um líður. Critical Path Method-námskeið Stj órnunarfélagsins hafa reynzt mjög vinsæl, og hafa þegar verið haldin 14 frá byrjun með um 300 þátttak- endum alls. Dagana 7.—11. febrúar í ár var haldið í Reykjavík C.P.M.-námskeið með 19 þátttakendum. Dagana 24., 25. og 26. febrúar 1967 hélt SFÍ C.P.M.-námskeið á Ak- ureyri með 36 þátttakendum. Er þetta í fyrsta skipti, sem námskeið er haldið á vegum SFÍ á Akureyri. Aðalhvatamenn þessa á Akureyri voru þeir Ingólfur Árnason, rafveitu- stjóri og Jón E. Aspar frá Útgerðar- félagi Akureyringa hf. Námskeiðið þótti takast með ágætum, og er fyrir- hugað annað C.P.M.-námskeið þar bráðlega. I marzmánuði síðastliðnum var með milligöngu Hjálmars Blöndals, hagsýslustj óra Reykj avíkurborgar, haldið sérstakt C.P.M.-námskeið fyr- ir forstjóra fyrirtækja og stofnana Reykjavíkurborgar, 26 að tölu, með borgarstjóra, Geir Hallgrímsson, Frá C.P.M.-námskeiðsslitum í Borgarráðssal: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Jakob Gíslason, orkumálastjóri, jormaður SFI, J>óroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri og Hjálmar Blöndal, hagsýslustjóri. 48 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.