Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 35

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 35
Örbylgjnhitim - ný tækni Framh. af 51. bls. stöðvum og síðan aðeins hita hann upp í örbylgjuofnum. Mörg húsmóð- irin myndi einnig hafa ánægju og að- stoð af þessari aðferð matgerðar. Takmarkanir Hér þarf þó að gera sér ljóst, að örbylgjuofninn er aðeins skarðfyll- ing við eldavél, steikarrist og önnur eldhústæki, sem ekki verða óþörf við tilkomu hans. Eftir eðli örbylgnanna geta þær t. d. ekki brúnað mat, sem af hefð á að hafa brúna, stökka skel. Slíkt þarf að gera áður eða eftir með- ferð í örbylgjuofninum. Á sviði umbúðanna eru einnig tak- markanir, sem eru þó ekki óyfirstíg- anlegar. Þannig er ekki hægt að nota málmílát fyrir matvæli, sem hita á í örbylgjuofni, því að slíkt ílát verkar eins og Faraday-búr og stöðvar al- gerlega örbylgj urnar. Almennt þurfa umbúðirnar að þola frystingu, og í Svíþjóð eru t. d. notaðar pappaum- búðir, þéttaðar með polypropylen- húð. Lögun umbúðanna er einnig vandamál, því að komið hefur í ljós, að í hvössum hornum myndast of há þétting örbylgnanna, svo að ofhitun myndast. Af þessum ástæðum þurfa umbúðirnar að hafa ávala kanta og horn. Þrátt fyrir takmarkanir örbylgn- anna hafa þær þó svo marga kosti, að þær munu án efa ná mikilli út- breiðslu. Örbylgjuofnar voru fyrst teknir upp í Svíþjóð að nokkru ráði, og Husquarna AB, sem er stærsti framleiðandi magnetróna í Evrópu, hefur selt yfir 2000 slíka ofna á Norðurlöndum einum. Hér endar frásögn þessi í Ingeniör- ens Ugeblad, 12. maí 1967, merkt „toh“ sem blaðamanni. Eftirmóli Þessi frásögn af örbylgjuofnum sem nýjum tækjum í matvælaiðnaði og einkum í framreiðslu matar er mjög athyglisverð og gæti haft mikla þýðingu fyrir fullvinnslu í fiskiðnaði okkar. Hér á íslandi eru 5 slíkir ofn- ar í notkun í Reykjavík og einn í Hafnarfirði og nokkrir í pöntun. Enn sem komið er, eru þeir þó aðeins notaðir til þess að halda mat heitum og tilbúnum til framreiðslu, þegar annatími hefst í gildaskálum. En framtíðarmöguleikarnir geta verið miklir og fj ölbreytilegir í sambandi við framleiðslu, djúpfrystingu, end- urþíðingu og upphitun tilbúinna mál- tíða úr fiski og kjöti. Slíkar mat- gerðarmiðstöðvar mætti staðsetja í kauptúnum úti á landi, þar sem öfl- un úrvalshráefnis er auðveld, og síð- an flytja hinn tilbúna mat, djúpfryst- an til þéttbýlisins, þar sem oft vantar nýjan fisk í soðið. St. B. Vísindamenn telja sig geta hindrað ölvunarakstur Akvegir heimsbyggðarinnar gætu verið öruggari til aksturs, ef vísinda- og tæknimenn ættu ríkari þátt í hönn- un vega og ökutækja en hingað til. Amerískur eldflaugasérfræðingur tel- ur vísindamenn auðveldlega geta úti- lokað alvarlegustu slysahættuna, sem í dag vofir yfir þjóðvegum landanna: ölvun við akstur. Það er geimfræðingurinn John Kuhn. sem látið hefur þá skoðun í ljós, að hindra megi mann, sem náð hefur ákveðnu ölvunarstigi, í að ræsa og aka bifreið. Þetta megi gera með þrennu móti að sögn hr. Kuhns: 1. Með skynjara, sem mæli áfengis- magn andrúmsloftsins. Tveir eða þrír andardrættir nægi til þess að verka á rofa, sem rjúfi straum að kveikjukerfi. 2. Með skynjara, sem mæli útgufun um húðina í hlutfalli við áfengis- magn í blóði. Slíkan skynjara mætti byggja inn í stýrishringinn eða við ræsirofa. 3. Þá mætti nota aðferð, sem byggð- ist á hæfileika ökumanns til þess að samræma aðgerðir skynfæra sinna og vöðva. Hr. Kuhn segir alla ökumenn í dag geta ræst bifreið og ekið af stað með því einu að snúa lykli. „Við gætum gert það svo flókið að ræsa farar- tækið, að eingöngu allsgáðir menn gætu framkvæmt það“. Lauslega þýtt úr International Manage- ment. Stórrekstur í matvöruverzl- unum í SvíþjóS Árið 1965 voru í Svíþjóð lagðar niður 1038 smásöluverzlanir í mat- vöru. Árleg velta þessara verzlana var að meðaltali 200 þús. S. kr. Á sama tímabili voru opnaðar 95 smá- söluverzlanir í sömu grein með með- alveltu sem samsvarar 3 millj. S. kr. á ári. Velta hinna 95 nýju verzlana gerir meira en að vega upp á móti veltu þeirra 1038 verzlana, sem voru lagðar niður. HeilræSi Namm — namm! Vanhugsuð framkvæmd Ekki hœgt! á*. A Hvernig? Svona — _____________mm og svona! með skipulagningu og samvinnu. IÐNAÐARMÁL 69

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.