Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 2

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 2
Skýrsla um verkstjórnarnám- skeíðin veturinn l966-’67 Námskeiðin s.l. vetur, eða veturinn 1966—1967 voru með svipuðum hætti og árið áður. Hin almennu fjögurra vikna námskeið voru sem fyrr aðalverkefni námskeiðanna, en jafnframt var haldið annað sérnám- skeiðið, sem reglugerð námskeiðanna gerir ráð fyrir að stofnað verði til, eftir því sem ástæður leyfa. Var það námskeið fyrir verkstjóra sveitar- félaga. Almennu námskeiðin eru, sem kunnugt er, skipulögð með það fyrir augurn, að þau geti sótt þátttakendur úr öllum starfsgreinum jafnt, yfirleitt allir, sem stjórna og bera ábyrgð á daglegri vinnu annarra. Þessi nám- skeið eru haldin í tvennu lagi, tvær vikur hvort sinn. Fyrri hlutinn er einkum helgaður verkstjórn og vinnusálfræði, en síðari hlutinn fjall- ar aöallega um ýmsar greinar hag- ræðingartækni. Starfsárið hófst með því, að hald- inn var síðari hluti almenns nám- skeiðs fyrir verkstjóra, sem lokið höfðu fyrri hluta námskeiðsins í lok starfsársins á undan eða dagana 2.— 14. maí 1966. Þessi síöari hluti var lialdinn dagana 3.—15. okt. 1966. Var það 16. námskeiðið frá upphafi námskeiðanna. Að öðru leyti var námskeiðahald eins og sýnt er í 1. töflu á 63. bls. Voru þessi námskeið almenn nám- skeið, nema það 19., sem var sérnám- skeiÖ það fyrir verkstjóra sveitarfé- laga, sem áður er að vikið. Alls luku 49 þátttakendur námi á almennu námskeiðunum, en auk þess 17 á sérnámskeiðinu, og hafa því alls lokið námskeiðum á þessum vetri 66 þát'takendur. Fjögur fyrstu starfsár- in luku alls 223 þátttakendur þessum námskeiðum, og er heildartalan nú komin í 289. Kennsluaðferðir á þessum nám- skeiðum eru breytilegar eftir efni og ástæðum. Má t. d. nefna fyrirlestra, lausn verkefna í fjögurra til 6 manna flokkum þátttakenda, umræður í kennslustundum, ýmsar verklegar æfingar í vinnurannsóknum og hag- ræðingartækni og sýndar margar Nemendur 17. námskeiðisins ásamt 3 kennurum. Sigurður Ingimundarson, jorstöðumaður námskeiðanna. kvikmyndir úr Tæknimyndasafni IMSI. Kennslustundir voru alls 133 á hverju námskeiði. A almennum námskeiðum hafa tólf sérfræðingar annazt kennslu eða haldið fyrirlestra um ýmis efni, og hafa námsgreinar og kennarar verið eins og fram kemur í 2. töflu á 63. bls. Eins og áður er að vikið, var á þessu starfsári haldið sérnámskeið fyrr verkstjóra sveitarfélaga. Var það 19. námskeiðiö, sem getið er um hér að framan. Reglugerð námskeiöanna gerir ráð fyrir, að reynt sé að efna til sérnám- skeiða fyrir verkstjóra í hinum stærri og þýðingarmeiri starfsgreinum og að námskeið þessi séu skipulögð í samráði við félagasamtök þessara starfsgreina og sérfræðinga þeirra. Markmiðið er að sjálfsögðu að reyna að aðhæfa námsefnið hinum sér- stöku kröfum og viðfangsefnum hverrar starfsgreinar. Fellt var niður úr hinu almenna námsefni það, sem ekki er talið nauðsynlegt fyrir við- komandi starfsgrein, en bætt við öðru, sem nauðsynlegra var talið. Námskeið þetta var haldiö eftir beiðni Samb. ísl. sveitarfélaga og skipulagt í samráði við það, borgar- verkfr. í Reykjavík og ýmsa starfs- menn hans, einkum þó Guðlaug Stef- ánsson deildarslj. Framh. á 62. bls. 38 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.