Iðnaðarmál - 01.04.1967, Síða 29

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Síða 29
Afköst í teppaiðnaði tvöfaldast fyrir áhrif v iiiiiuraiiiisókna Afköst vefara tvöfölduðust, tekjur þeirra hækkuðu frá 15—35%, vinnu- kostnaður lækkaði um næstum 30% og gæðin jukust vegna breytinga, er gerðar voru, eftir að vinnurannsókn- ir höfðu farið fram hjá Gripper Ax- minster framleiðsludeildinni hj á Heckmondwike Manufacturing Co. í Bretlandi. Fyrirtækið hefur um 400 manna starfslið, og voru vinnurannsóknirn- ar gerðar að heiðni stjórnendanna. Það var vinnurannsóknarmiðstöð Ullariðnrekendaráðsins (Wool Tex- tile Employers’ Council), sem ann- aðist rannsóknirnar. Allt frá byrjun voru höfð samráð við Northern Carpet verkalýðsfélag- ið, og bryti í veitingastofu vefar- anna, er síðar var útnefndur fram- kvæmdastjóri deildarinnar, var ráð- inn á fullum launum til aðstoðar við rannsóknirnar. Fyrsta meiri háttar breytingin, er samið var um við verkalýðsfélagið, var fækkun í starfsliði vefstóladeild- arinnar. Áður starfaði einn reyndur vefari ásamt einum aðstoðarmanni við hvern af 12-feta og 9-feta vef- stólunum (breiðstólunum). Við þröngu vefstólanna starfaði einn maður við hvern. Reynslutími Á reynslutímabili fyrir einn breið- stól og tvo þrönga stóla voru margar breyttar aðferðir kynntar — sumar þeirra höfðu lagfæringar á verk- 1. tafla: Heil verkstjórnarnámskeið veturinn 196G—1967 Fyrri hluti 17. námskeið 18. námskeið 19. námskeið 20. námskeið 24. okt.—5. nóv. 1966 14.—26. nóv. 1966 13.—25. febr. 1967 6.—18. marz 1967 Síðari hluti 9, —21. jan. 1967 23. jan.—4. febr. 1967 10. —22. apríl 1967 24. apríl—9. maí 1967 2. tafla: Námsgreinar og kennarar verkstjómarnámskeiðanna veturinn 1966—1967 Fyrri hluti: Námsgreinar Kennslust. Kennarar Verkstjórn .................... 38 Sigurður Ingimundarson verkfr. Vinnusálfræði ................. 10 Orn Helgason sálfræðingur Atvinnulöggjöf ................ 12 Sigurður Líndal hæstaréttarritari og Björn Guðmundsson lögfræðingur Öryggismál .................... 9 Friðgeir Grímsson verkfræðingur Hjálp í viðlögum............... 4 Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi Síðari hluti: Námsgreinar Kennslust. Kennarar Vinnurannsóknir ............... 17 Sigurður Ingimundarson verkfr. Vinnuaðferðarannsóknir o.fl. .. 15 Sveinn Björnsson verkfræðingur Skipulagstækni ................ 10 Óskar Guðmundsson hagr.ráðun. Rekstrarhagfræði .............. 10 Þórir Einarsson viðskiptafr. Atvinnuheilsufræði ............... 4 Guðmundur Þórðarson læknir Lýsing á vinnustað ............... 2 Aðalsteinn Guðjohnsen verkfr. Hollustuhættir á vinnustað .... 2 Sören Sörensson heilbr.eftirlitsm. smiðjunni í för með sér. Vefstólalið- inu var fækkað niður í einn vefara á hvern breiðstól og einn vefara á hverja tvo þrönga stóla. Við breiðstólana hafði aðstoðar- maðurinn stundum verið á bak við vefstólinn, meðan hann var í gangi, en vefarinn var alltaf fyrir framan. Nú getur vefarinn farið á bak við stólinn og yfirgefið hann án þess að sinna honum stöðugt, því að stöðv- unartakki er innan seilingarsviðs, hvar sem hann er að störfum. Einn reyndur vefari er þannig fær um að hafa eftirlit með allri starfseminni; gæðin hafa aukizt. Endurbætur á vefstólunum, vikuleg hreinsun og notkun „molybden“-olíu hefur við- haldið og aukið afkastagetu stólanna. Afköst eins vefara hafa aukizt um 100% í fermetrum á hverja vinnslu- stund, miðað við afköst eins vefara og eins aðstoðarmanns^ður. Meðan þjálfunartímanilið stóð yf- ir, voru nokkrir aðstoðarvefarar valdir til nákvæmrar þjálfunar, svo að þeir gætu tekið að sér vefnaðinn í þröngu stólunum, þegar áætlunin yrði látin koma til framkvæmda. Við það gátu nokkrir vefarar þröngu stól- anna flutt sig yfir að hreiðstólunum. Engin oíijölgun Vegna endurbótanna var fært að framlengja tvískiptar vinnuvaktir. Hinu venjulega tvískiptingarfyrir- komulagi var breytt þannig, að starf- semin var aukin á 12-feta stólunum. Heildarframleiðslan jókst um 30%, aðallega á breiðu stólunum. Vefararnir fengu sín venjulegu laun allan reynslutímann, að við- bættri þóknun fyrir aukið vinnufram- lag. Umfangsmiklar rannsóknir leiddu síðan til ákvæðis-kerfis, er byggðist á beinni stykkjagreiðslu á fermetra við hinar nýju aðstæður. Með þessu nýja fyrirkomulagi hækk- uðu launin frá 15—35%. Arangur breytinganna varð einnig sá, að vinnukostnaður við vefnaðinn lækkaði um 28%, og hjálpaði það til að halda verðlaginu stöðugu. Úr „Target“, maí 1967. — J. Bj. IÐNAÐARMÁL 63

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.