Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 36

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 36
NYTSAMAR NYIUNGAR PlastgirSing stöSvar út- breiSslu olíu á vatni Innan þriggja vikna eftir að olíu- flutningaskipið „Torrey Canyon“ brotnaði á rifi undan Cornwall-strönd í Bretlandi í marzmánuði síðastliðn- um, hafði bandarískur framleiðandi afskipað 6100 metrum af plastgirð- ingu til þess að verja enskar hafnir og strandlengjur fyrir hinni gífur- legu brák á sjónum. Girðingin er nefnd „Slickbar“ og er gerð af polyethylene-svuntu, sem nær 16 cm niður fyrir vatnsyfirborð- ið. Henni er haldið lóðréttri, flot- holtum úr frauðefnum við efri brún svuntunnar, en blýsökkum í neðri brún hennar. Flotholtin eru 2,75 m löng hvert og fest við svuntuna með polyethylene-böndum, sem lokað er með ryðfríum stálboltum og róm. Girðinguna má hafa eins langa og þurfa þykir með því að tengja saman 153 m lengdareiningar. Þegar hún er ekki í notkun, má brjóta hana saman í 3 metra lengdir til geymslu. Ein 76 m lengdareining með 10 cm flotholtum að þvermáli vegur aðeins 45 kg og rennur greitt út við lagningu. Aður en „Torrey Canyon“-slysið bar að, höfðu þessar girðingar aðal- lega verið notaðar kringum skipa- kvíar til þess að hindra olíumengun vegna leka eða úrgangs. Plastgirð- ingarnar eru framleiddar af Neirad Industries, Inc., Saugatuck, Conn., U.S.A. Ur „World Industrial Reporter", apr. 1967. Gathöggvari meö hand- örmum gefur 7,5 tonna kraft Þessi kraftmikli hand-gathöggvari hefur fjarlægjanlega pípuarma, svo að auðvelt er að geyrna hann í verk- færakassa. Hann framleiðir 7,5 tonna kraft með gíri og hjámiðja hjólbún- aði. Þetta gerir mögulegt að höggva allt að 15 mm göt í 3,6 mm þykkt smíðastál eða allt að 9,5 mm göt í 6,4 mm þykkt smíðastál. Gathöggvarinn er gerður af sér- hertu stáli og slitfletir hitahertir. Með honum fylgir höggvari og mót og einnig styllilykill. Framleiðandi er W. A. Whitney Mfg. Co., Rockford, 111., U.S.A. Úr „World Industrial Reporter“, febr. 1967. Merkipenni með 12 litum Nýr kúlumerkipenni, sem nota má til að merkja málma, tré, plast og gler, er kominn á markað. Merki- penninn hefur ógegnsætt hlek í 12 óafmáanlegum litum, sem ekki flagna af eða dofna, jafnvel við óhagstæð veðurskilyrði. Blekfyllingin er 15 cm löng og með henni má fá þrjár gerðir kúlustúta fyrir þrjár línubreiddir. Fáanlegir bleklitir eru: Svart, hvítt, gult, appelsínugult, rautt, grænt, blátt, purjrurarautt, brúnt, ljósbrúnt, grátt og ljósrautt. Framleiðandi er John P. Nissen, Jr. Co„ Glenside, Pensylvania, U.S.A. Úr „World Industrial Reporter", apr. 1967. IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.