Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 37

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 37
Nýtt ferðarafsuöutæki, vegur aðeins 26 kg Með því að nota nýjan og óháðan afriSil var hægt aS minnka þyngd á „gerS 170“ rafsuSutæki í aSeins 26 kg. AfriSillinn gerir einnig taugar ó- þarfar. Auk minni þyngdar hefur nýting- arhæfni rafsuSutækisins aukizt um 50—70 af hundraði. BæSi rið- og rakstraumur er fyrir hendi, þegar tækið er í gangi. RafsuðutækiS hefur riðstraumssuðusvið frá 40—170 amper. Tíðnin er 2880 rið/sek við 7200 snúninga rafals á mínútu. Bezti gildleiki suðuvírs er 1,6—4 mm í þvermál. Framleiðandi er McCulloch Corp. í Los Angeles, Californiu, U.S.A. Ur „World Industrial Reporter", apr. 1967. Aflskæri fyrir málma og plastefni Aflskæri 002EBH geta klippt málmplötur, formica og önnur svip- uð efni. Þau skera 4,6 m á mínútu af 1,6 mm þykkri stálplötu. SkurS- urinn getur verið beinn eða boginn og skurðbrúnir hreinar. Urgangur kemur úr í óslitnum lokk, og er auð- velt að hreinsa hann burt. Aflskærin vega 2 kg og eru gerð fyrir 110 volta riðstraum, 50—60 riða. Straumnotkun er 3,5 amper og skurðslög eru 2700 á mínútu. Framleiðandi er Borg-Warner Int- ernational, Chicago, 111., U.S.A. Úr „World Industrial Reporter“, febr. 1967. Verkfærakassi með 41 teg- und afdráttarverkfæra I þvingusamstæðu nr. CJ-1000-B eru útskiptanlegir hlutir, sem setja má saman og fá 41 mismunandi teg- und afdráttarverkfæra. Sem nokkur dæmi má nefna afdrátt gíra, reim- hjóla, bremsuskála, öxla, stýrishjóla, smurkoppa, lega o. fl. Þvingukraftur- inn er fenginn með þrýstiskrúfu eða rennihamri. Framleiðandi er Snap-On Tools Corp., Kenoska, Wisconsin, U.S.A. Úr „World Industrial Reporter", febr. 1967. Flytjanleg þrýstiloftsdæla fyrir fljótandi eldsneyti Flytjanleg þrýstiloftsdæla, nefnd „Fullboy“, vinnur við lágan loft- þrýsting, sem auðveldlega má fá frá hemla- eða stýrikerfum flestra drátt- arvagna, traktora og vegagerðarvéla. „Fullboy“ getur dælt brennslu- olíum, smurolíum, fljótandi áburði, „Fullboy“ uppsettur á tunnu: 01: dœlu- búnaSur, 02: inntaksslanga, 03: úttaks- slanga, 04: loftslanga, 05: lofttempislanga og 12: stútstýring. úðunarvökvum og öðrum ekki sprengifimum vökvum. Allur útbúnaðurinn er gerður af fimm aðalhlutum: a) dælubúnaðurinn, sem fellur við benzíntunnu, b) 0,7 m slöngu inni í tunnunni, c) 4 m ytri slöngu, d) afgreiðslustút og e) 6 m slöngu til að tengja við þrýstigjafann. Vökva- magnsmæli má fá aukalega. „Fullboy“-dælan fæst í tveim stærðum. Dælumagn minni gerðar- innar er 45 lítrar á mín. af vatni og dísilolíu, 24 lítrar á mín. af SAE 10 olíum og 8 lítrar á mín. af SAE 140 gírolíum. Samsvarandi afköst stærri gerðarinnar eru 300, 200 og 70 lítrar á mínútu. Meðalvinnuþrýstingur er 0,5 kg/cm2 (1,5 ata). Upplýsingar veitir Industrie-Ver- mittelung, Adelg. Wehefritz-Weigel, 4018 Langenfeld, Nordstr. 12A, Þýzkalandi. Úr „World Industrial Reporter", febr. 1967. Nýjungar á næsta leiti Þrýstilofts-flugbelti gera manni fært að fljúga einn til tvo kílómetra. Gert hefur veriö ljósastæði með innbyggðum tafarbúnaði, svo að ljós- ið lifir um hálfa mínútu eftir að mað- ur styður á slökkvarann. I Vestur-Þýzkalandi hefur verið prófuð ný aðferð til að geyma raf- orku. Afgangsorka er notuð til að dæla þrýstilofti í gamlar, óvirkar saltnámur. Þrýstiloftið er síðar leyst úr læðingi til að knýja túrbínurafal. iðnaðarmál 71

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.